Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Side 82

Fréttatíminn - 21.03.2014, Side 82
Mulligatawny súpa • 8 dl kjúklingasoð • 2 kjúklingabringur (má sleppa) • 1 msk. ólífuolía • 2 gulir laukar, fínt skornir • 2 rauður chili, fínt skorinn (með fræjum) • 3 hvítlauksrif • 8 cm púrrulaukur, fínt skorinn • 3 meðalstórar gulrætur, skornar í litla bita • ½ rófa, skorin í litla bita • 2 meðalstórar kartöflur, skornar í litla bita • 2 tsk. karrýkrydd • 2 epli, afhýdd og skorin í litla bita • 1 msk. ferskt timjan (bara laufin), fínt skorið eða 1 tsk. þurrkað timjan • 1 msk. hunang • 400 gr kókósmjólk • ferskt timjan til að skreyta með • salt og pipar eftir smekk Setjið kjúklingasoðið í pott og fáið suðuna upp. Léttsteikið laukinn í öðrum súpupotti ásamt hvítlauk, chili, salti, gulrótum, rófu og púrrulauk. Bætið karrý út í, látið malla áfram á lágum hita í 3 til 5 mínútur, hrærið í á meðan. Hellið soðinu varlega út í ásamt kartöflunum. Hrærið vel og fáið suðuna upp. Lækkið hitann og látið malla í 30 mínútur. Notið töfrasprota til að mauka hráefnið í pottinum enn frekar. Bætið kjúklingnum saman við ásamt eplum, timjan og hunangi. Látið malla áfram í 15 til 20 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður. Bætið kókosmjólk og jóg- úrt út í og látið malla áfram í nokkrar mínútur. Saltið og piprið með nýmöluð- um svörtum pipar. Hellið í súpuskál og skreytið með fersku kóríander eða steinselju. Súpan á að vera sterk en um leið sæt. Bætið hun- a ng i , kókos - m j ó l k e ð a kókos ef þið viljið fá sæt- ara bragð. Helgin 21.-23. mars 201410 Jansen +co diskarnir eru úr keramiki, fallegir og fást í mörgum litum. Þeir henta fyrir kökur, konfekt, ávexti eða hvað sem skipa skal í öndvegi. Fyrst og síðast eru diskarnir þó góðir staðir fyrir vini og vanda menn að safnast kringum, jafnt í salnum sem stofunni heima. laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is Standandi gleði! Sterk og sæt súpa í fermingarveisluna Yesmine Olsson bauð upp á þessa dásamlegu súpu í fermingarveislu stjúpsonar síns í fyrra. Í súpunni er grænmeti og ferskt timjan og hægt er að elda hana með eða án kjúklingakjöts. KYNNING Förðun: Kristjana Guðný Rúnarsdóttir. Módel: Andrea Þorvaldsdóttir. Vörur sem ég notaði á Andreu: Miracle Air De Teint no 010 Hypnôse mono augnskuggi no p102 Hypnôse Doll eyes 01 Blush subtil kinnalitur no3 Le crayon sourcils no020 Gloss in love no 144 Fermingarförðun Lancôme Byrja á því að gefa húðinni góðan raka, hydra zen er mjög gott, það er til fyrir allar húðgerðir . Augabrúnir: Léttar strokur með blýantinum í sömu átt og hárin Augun: Við byrjum á því að setja augnskuggann á allt augnlokið, hann er léttur og gefur fallegan ljóma Maskari: Hann má ekki klessa, þess vegna er Hypnôse Doll eyes fullkominn. Vinna hann með zikk zakk hreyfingum bæði uppi og niðri. Farði: Léttur, púðurkenndur og gefur fallegan ljóma, Miracle Air De Teint . Hann er borinn á með farðabusta, byrja í miðju og vinna út til hliðar . (Vanda skal valið á litnum svo við endum ekki í því að mála alla bringuna líka ) Kinnar: Gott er að brosa til að finna út hvar við eigum að setja kinnalitinn en hann á að fara á eplið og mildast út á við (betra er að setja minna í einu og bæta frekar við heldur en að vera að reyna að draga úr ) Varir: Fallegur sumar gloss full- komnar förðunina. Þá er bara að fara að æfa sig fyrir þennan frábæra dag. Gangi ykkur vel. Kristjana Guðný Rúnarsdóttir. Nba Lancôme.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.