Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 8

Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 8
Go án glútens Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L PI PA R\ TB W A- SÍ A Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Smellugas Einfalt, öruggt og þægilegt! Það er mjög mikilvægt að flýta þessu ferli þannig að sjúkra- skýrslur verði tilbúnar eins fljótt og hægt er. Tækifæri íslensku í heimi tækninnar Einróma samþykkt Alþingis um að gera aðgerðaráætlun um notkun íslensku í stafrænni upp- lýsingatækni markar tímamót á þessu sviði. Prófessor í íslenskri málfræði segir tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að nýta talgervla og talgreiningu, til að mynda við símsvörun í þjónustuverum. Viðamesta máltækniráðstefna heims verður haldin í Hörpu í næstu viku og bindur Eiríkur vonir við að eftir hana blómstri hugmyndirnar hér á landi. A lþingi samþykkti einróma fyrr í þessum mánuði þingsályktunartil-lögu um að gera aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsinga- tækni. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir samþykktina mikilvægan áfanga á þeirri leið að gera íslensku gjaldgenga á þessu sviði. „Ég hef líkt þessu við hnattræna hlýnun. Það gerist ekkert stóralvarlegt á morgun eða á næsta ári, en þegar og ef það gerist verður orðið of seint að bregðast við,“ segir Eiríkur. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í framhaldinu nefnd sem skilar aðgerðaáætl- uninni eigi síðar en 1. september. Meðal þeirra sem sendu inn umsögn um tillöguna var Pétur H. Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar Landspítalans. Hann bendir á að læknar röntgendeildar geri hljóðupp- tökur af niðurstöðum rannsókna sem síðan eru skrifaðar upp af læknariturum, en um er að ræða um 120 þúsund rannsóknir árlega. Í nágrannalöndum okkar fer ritun sjúkra- skýrslna oftast fram á sjálfvirkan hátt með aðstoð talgreiningar. „Það er mjög mikil- vægt að flýta þessu ferli þannig að sjúkra- skýrslur verði tilbúnar eins fljótt og hægt er eftir að greiningu er lokið. Þannig tryggjum við öryggi sjúklinga okkar,“ segir Pétur í umsögninni en hann telur líkur á að ef ekki komi til talgreining fyrir íslensku muni læknar einfaldlega skipta yfir í ensku. Tölva sem svarar í símann Íslensk talgreining er þegar til staðar fyrir Android-stýrikerfið en sú greining er í eigu Google. Það veltur því á íslenskum stjórn- völdum og íslenskum fyrirtækjum að þróa nýja talgreiningu. Eiríkur segir það hafa gengið treglega að opna augu stjórnvalda fyrir nauðsyn þessa en þingsályktunartil- lagan gefur til kynna að loksins sé boltinn að fara að rúlla. Þá hafa fyrirtæki ekki séð sér hag í að þróa máltæknibúnað fyrir jafn lítið málsvæði og það íslenska en Eiríkur bendir á að bankar og símafyrirtæki sem reka stór þjónustuver gætu sparað stórar upphæðir með því að nýta sér slíkt. „Víða erlendis svarar tölva þegar fólk hringir inn og ber fram fyrirspurn. Talgreinir greinir fyrirspurnina, tölvan leitar í gagnabanka að svari og talgervill gefur svarið. Ef tölvan getur ekki svarað fyrirspurnina eða greint hana er hún sent áfram til þjónustufulltrúa. En þó ekki sé hægt að láta tölvu svara nema 10-20% allra símtala er hægt að spara mikið og stór hluti af símtölum til þjónustuvera eru einfaldar fyrirspurnir sem auðvelt væri að leysa á þennan hátt,“ segir Eiríkur. Varðveisla tungumálsins Önnur ástæða til að þróa þessa tækni er verndun og varðveisla íslenskunnar. „Tölvur og tölvustýrð tæki eru allt í kring um okkur. Ef við viljum halda í íslenskuna og geta notað hana í framtíðinni í tölvustýrðum heimi þá verðum við að gera hana gjald- genga á þessum sviðum,“ segir hann og tekur dæmi af því að nýir bílar séu margir hverjir með tölvustýrt kerfi sem hægt er að tala við en þó ekki á íslensku. Þá bendir Eiríkur á að það sé hluti af almennum mann- réttindum að geta notað móðurmál sitt alls staðar. „Þetta snýr ekki síst að þeim sem eru hreyfihamlaðir eða blindir og þurfa að nota tungumálið til að eiga samskipti við tölvur og tæki. Almenningur á heldur ekki að vera undir það settur að þurfa að nota erlend mál í samskiptum við heimilistækin okkar,“ segir hann. Og jafnvel þó við sættum okkur við að tala ensku við tækin okkar er ekki víst að þau skilji okkur því þau eru þróuð fyrir ákveðinn framburð og bendir Eiríkur í því sambandi á grínmyndband á netinu sem sýnir þetta glöggt, en þar eru tveir Skotar fastir í lyftu því lyftan skilur ekki skoska hreiminn þeirra þegar þeir segja henni að fara á elleftu hæð. Viðamesta máltækniráðstefna heims, LREC – Language Resources and Evalua- tion Conference, verður haldin í Hörpu dag- ana 26. til 31. maí og bindur Eiríkur vonir við að íslensk fyrirtæki fái þar innblástur og hugmyndir hvað varðar íslensku í stafrænni upplýsingatækni. Alls verða hátt á áttunda hundrað rannsóknir og verkefni kynnt á ráð- stefnunni en meðal þess sem verður til um- fjöllunar eru vélrænar þýðingar, smíði grein- ingarforrita og gerð talgreina og talgervla. Eiríkur segir það mikla viðurkenningu fyrir íslensku og íslenska máltækni að ráð- stefnan sé haldin hér. Rannsókn sem Eiríkur vann að, meðal annarra, sýnir að íslenska stendur verr að vígi innan tölvu- og upplýs- ingatækninnar en flest önnur Evrópumál og segir hann því brýnt að grípa til aðgerða. „Ég er sannfærður að eftir þessa ráðstefnu eigi hugmyndirnar eftir að blómstra,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri mál- fræði við Háskóla Íslands, segir hættu á að fólk tapi tengslum við íslenskuna ef við, í tækniveröld fram- tíðarinnar, getum ekki talað móðurmálið okkar við tölvur og tæki. Mynd/Hari 8 fréttir Helgin 23.-25. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.