Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 19

Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 19
www.sminor.is Siemens. Framtíðin flyst inn. Siemens bakstursofninn með sjálfhreinsun (pyrolysis) er sannkallaður sigurvegari. Bakstursofninn HB 63AB512S fékk hæstu einkunn í prófun TÆNK á ofnum með sjálfhreinsun (pyrolysis). NÓV. 2013 Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Tónleikar Til sTyrkTar HjarTagáTT Eftir að hafa náð algjörri sátt við Landspítalann og lækninn sem gerði mistökin, hefur Björn átt góð sam- skipti við Hjartagátt og vill nú vekja athygli á deildinni en þangað á að leita beint ef grunur leikur á að um bráð hjartavandamál sé að ræða. „Rann- sóknir hafa sýnt að tónlist er góð fyrir hjartað svo mér fannst liggja beint við að halda tónleika,“ segir Björn. Tónleikarnir verða í Gamla bíói þriðjudaginn 27. maí en fram koma meðal annars  Ellen Kristjáns- dóttir,  Jakob Frímann Magnússon,  Bubbi Morthens,  Andrea Gylfadóttir,  Geir Ólafsson  Helgi Björnsson. hafa samband við mig. Við vorum sammála um að þegar svona gerist þá eru fórnarlömbin tvö, læknirinn og sjúklingurinn.“ Hringnum lokað Það var svo fyrir mánuði sem Björn var boðaður á fund með einum yfirstjórnanda spítalans þar sem hann fékk loks formlega afsökunarbeiðni frá Landspítalan- um og viðurkenningu á því að illa hafi verið staðið að hans málum og málaferli. „Ég átti nú ekki von á þessu svo þetta kom mér mjög þægilega á óvart. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þessi afsökunarbeiðni var komin hvað hún hafði skipt mig miklu máli. Fyrir mig voru þetta lokin á mál- inu. Ég er mjög sáttur í dag. Lífið mitt er minna í sniðum en ég hafði ætlað mér en eins undarlega og það kann að hljóma þá er ég viss um að ég eigi betra líf í dag en ég hefði átt hefði ég haldið áfram þar sem ég var áður. Þetta gerði mig að betri manneskju.“ Halla Harðardóttir halla@frettatimminn.is Ólafur Baldursson, framkvæmda- stjóri lækninga á Landspítalanum. Framfarir í öryggismálum Landspítalans „Þegar eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðis- kerfinu þá verður það áberandi því vinnan í heilbrigðiskerfinu er svo mikilvæg. Við gerum mistök eins og aðrir, en í okkar umhverfi er gríðarlega brýnt að skapa svigrúm til þess að læra strax af mis- tökunum. Við erum samt ekki hrifin af því að tala um mistök, við tölum um frávik og atvik. Það er ekki bara einn læknir sem ber ábyrgð því það koma alltaf mjög margir að svona máli. Þetta er miklu breiðara mál en læknamistök,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítal- anum. „Það komu fram mikilvægar skýrslur um öryggismál á árunum 1999-2000 sem mörkuðu ákveðin tímamót og voru mikið í umræðunni á sínum tíma. Þessar skýrslur sögðu bara hreint út að spítalar, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum, væru ekki jafn öruggir og áður var talið. Það batnaði margt í kjölfarið en breytingarnar náðu ekki nógu hratt til Íslands,“ segir Ólafur en frá árinu 2008 hefur það verið skýr og yfirlýst stefna Landspítala að setja öryggi sjúklinga í forgang, „enda var mikilvægt að setja þau mál enn skýrar á dagskrá á þeim tíma þegar fjárveitingar til spítalans hrundu.“ Hann segir aðferðina sem notuð hefur verið, vera alþjóðlega og hvetja til eins opinna samskipta um öll frávik í meðferð, og unnt er. Starfsmenn eru nú hvattir til að tilkynna atvik og frávik í meðferð í sérstakt skráningarkerfi sem stjórnendur vinna síðan úr. Úrvinnslunni er ætlað að tryggja umbætur en fjölmörg umbótarverkefni eru í gangi á Landspítalanum sem miða að því að auka öryggi. „Aðalatriðið hér er menning,“ segir Ólafur. „Menning sem reynir alltaf að fyrir- byggja, sjá fyrir og koma í veg fyrir að sjúklingar verði fyrir skaða. Menning sem einkennist af heiðarleika og stöðugum umbótum. Menning sem leyfir sjúkra- húsinu og starfsmönnum þess að bæta sig stöðugt í þjónustu við sjúklinga. Allt sem heftir slíka menningu er ógn við öryggi sjúklinga.“ -hh viðtal 19 Helgin 23.-25. maí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.