Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 26

Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 26
SyStkinahópur LeiðarLjóSS www.siggaogtimo.is Verð kr 12.500.- stk h ann sefur með nær- ingu í æð. Þegar hann var yngri svaf hann allar nætur með næringu í æð. Minnst hef ég um tíma gefið honum næringuna fjórar nætur í viku en það var of lítið. Núna fær hann því næringuna tvær nætur, og svo eina þar sem hann er laus við slönguna,“ segir Jóhannes Helgi Helgason, faðir hins níu ára gamla Helga sem hefur frá fæð- ingu glímt við óþekktan meltingar- sjúkdóm. Fyrir tæpu ári fékk Helgi stómapoka og breyttist líf hans til muna eftir það. Engu að síður krefst sjúkdómurinn þess að tími hans sé skipulagður í þaula þannig að alltaf sé nálægur einhver sem getur aðstoðað hann við að tæma stómapokann eða þrífa og skipta um ef pokinn fer að leka. „Ef það kemur í ljós hvað amar að honum verður það að öllum líkindum einhver áður óþekktur sjúkdómur. Á meðan ekki er vitað hvað hrjáir hann eru engin úrræði í boði önnur en að berjast við afleiðingar sjúkdómsins,“ segir Jó- hannes sem lengst af hefur einn séð um son sinn en hann og barns- móðir hans slitu samvistum þegar Helgi var tveggja ára gamall. „Helgi borðar mat eins og hvert annað barn, og jafnvel meira en flest börn en hann frásogar ekki nema lítinn hluta næringarinnar. Hann fer reglulega í blóðprufur til að hægt sé að stilla nákvæmlega hversu mikið hann fær í æðina, og svo hvað hann fær aukalega af vítamínum og fæðubótarefnum.“ Lék bara við einn vin Eftir að Helgi fæddist tóku for- eldrar hans fljótt eftir því að ekki var allt með felldu. „Þann 9. maí 2005 kom í heiminn stór og sterk- ur strákur. Hann drakk og drakk móðurmjólkina en hún fór öll bara beint í gegn. Fyrstu árin var hann bara með stanslausan niður- gang. Maður gat yfirleitt treyst því að upp úr fjögur á nóttunni og til morguns væri hann rólegur en annars voru það stöðug bleiu- skipti. Tveggja og hálfs, til þriggja ára fer hann að geta haft stjórn á endaþarmsvöðvunum og með því að halda honum alltaf lokuðum myndaðist spasmi í vöðvanum og hætti hann að geta tæmt ristilinn. Hann byrjaði sjálfur á því að halda í sér en svo fór vöðvinn bara ósjálf- rátt að vera lokaður. Frá þriggja ára aldri og þar til hann fékk stóma fyrir tæpu ári eyddi hann um 3-4 klukkustundum á hverjum degi á salerninu að reyna að tæma,“ segir Jóhannes. Ljóst er að meltingarvegur Helga hefur ekki þroskast sem skyldi og er yfirborð hans ekki eðlilegt. Jóhannes segir að það hafi verið ákveðin tregða hjá læknum til að setja á hann stóma því ekki hafi verið vitað hvort það myndi í raun leysa vandann og hvort Helgi yrði áfram með maga- og ristilverkina. „Kannski var það líka þekkingarleysi hjá mér að ýta ekki á að það yrði gert fyrr. Ristill- inn hjá honum er illa farinn, með bólgur og sár. Síðasta sumar lá hann veikur heima alla daga vegna verkja. Helgi talar ennþá um að hann hafi bara fengið að leika einn dag við vin síðasta sumar,“ segir hann. Hver stund skipulögð Það hefur sannarlega reynt á Jó- hannes að sjá einn um son sinn. Fyrstu tvö árin kom heimahjúkrun og setti upp næringarslönguna hjá Helga fyrir nóttina og svo aftur næsta morgun til að aftengja en eftir það hefur Jóhannes séð um það. „Það þarf að tengja dæluna á kvöldin og vakta hana á nóttunni. Ég sef því eiginlega með annað augað opið. Strákurinn auðvitað veltir sér og slangan sem liggur við brjóstið flækist utan um hann og getur lokast, eða strekkst á leggnum. Það þarf að passa að laga það svo hann fái næringuna. Á morgnana er þetta svo aftengt.“ Jóhannes er í krefjandi vakta- vinnu hjá Icelandair en þar hefur honum verið mætt með skilningi með tilliti til vaktafyrirkomu- lags. „Ég hefði getað minnkað við mig í vinnu en það hefði ekki leyst neinn vanda og ég hefði haft minna til að standa undir kostn- aði vegna veikindanna og ég held að sá kostnaður hefði fyrir löngu bugað flesta. Í gegnum tíðina hef ég því verið með konu í starfi við að sinna honum þegar ég er ekki til staðar. Þær hafa verið nokkrar en ein hefur verið lengst af og það hefur gengið mjög vel. Ef ég þarf að mæta mjög snemma til vinnu þá kemur hún heim, hefur hann til og fer með hann í skólann. Ef ég er að vinna seinnipartinn sækir hún hann í skólann, fer með hann á fótboltaæfingu og kemur honum í háttinn. Ef fólk bara horfir á Helga myndi það aldrei gruna að það væri að horfa á veikt barn. Hann æfir fótbolta af krafti, hleypur um og berst við andstæðingana. Streymið í stómapokann er hins vegar svo mikið að oft yfir daginn þarf að tæma hann og passa líka að pokinn losni ekki. Það krefst þess að það sé alltaf einhver hjá honum, að hann hafi alltaf aðgang að kló- setti, og hægt sé að tæma pokann eða skipta um ef það fer að leka. Það sem kemur frá honum er mjög þunnt, nánast bara eins og vatn, og þess vegna fyllist pokinn fljótt. Það er útilokað fyrir mig að vera með einhverjar skammtímareddingar Ber sjúkdóminn ekki utan á sér Helgi Thor Jóhannesson er aðeins níu ára gamall en hefur frá fæðingu glímt við óþekktan meltingarsjúkdóm. Faðir hans, Jóhannes Helgi Helgason, hefur að mestu séð einn um soninn og má segja að hann sofi með annað augað opið þegar drengurinn þarf að sofa með næringu í æð. Jóhannes segist oft mæta skilningsleysi á veikindum Helga því sjúkdómurinn sést ekki utan á honum. Hann hefur þó fengið ómetanlega aðstoð frá stuðningsmiðstöðinni Leiðarljósi sem leiðbeinir foreldrum langveikra barna í flóknu kerfi stofnana. Stuðningsmiðstöðin Leiðarljós var opnuð eftir að í átakinu „Á allra vörum“ haustið 2012 var safnað fyrir opnun og rekstri stöðvarinnar til þriggja ára. Systkinahópur Leiðarljóss var stofnaður þann 1. maí 2014. Um er að ræða söfnunarátak til að geta haldið rekstri Leiðarljóss áfram. Fólki gefst þar kostur á að gerast systir eða bróðir og styrkja þjónustumiðstöðina með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Nánari upplýsingar á Leidarljos.is Helgi Thor Jóhannesson hefur frá fæðingu glímt við alvarlegan meltingarsjúkdóm. Faðir hans, Jóhannes Helgi Helgason, segir þá stundum mæta skilningsleysi því sjúkdómurinn sést ekki utan á Helga. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 23.-25. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.