Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 30

Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 30
963 leikir fyrir Manchester United. 168 mörk í þeim leikjum. 632 leikir í ensku Úrvalsdeildinni. 522 af þeim var hann í byrjunarliði. 1. leikurinn var gegn Everton 2. mars árið 1991. Þá kom hann inn á sem varamaður fyrir Denis Irwin í 2-0 tapi. 109 mörk skoraði hann í deildinni. 162 stoðsendingar í Úrvalsdeildinni, flestar allra. 406 sigurleikir í ensku Úrvalsdeildinni. Til samanburðar hefur Manchester City sigrað í 261 leik. Alls eiga 41 lið til viðbótar færri sigurleiki en hann að baki í deildinni. 24 tímabil lék Giggs með Manchester United. 23 þeirra voru undir stjórn Sir Alex Ferguson. 40 ára og 172 daga var hann þegar hann hætti. 34 titla vann Ryan Giggs með Manches- ter United. 13 deildarmeistaratitla. 2 Meistaradeildartitla. 4 FA-bikara. 3 deildarbikara. 1 Ofurbikar Evrópu. 2 heimsmeistarakeppnir félagsliða. 9 góðgerða/samfélagsskildi. Enginn leikmaður í enska boltanum getur státað af verðlaunasafni í líkingu við safn Giggs. 64 landsleiki lék hann fyrir Wales. 12 mörk skoruð í þeim. 0 Giggs var aldrei rekinn af velli með Manchester United. Eina rauða spjaldið kom í landsleik gegn Noregi árið 2001. 4 síðustu leikir nýliðins tímabils Manc- hester United voru undir stjórn Giggs. Hann var spilandi framkvæmdastjóri og í síðasta heimaleiknum skipti hann sjálfum sér inn og lagði upp eitt mark. Slíkt gera bara goðsagnir. GoðsöGnin GiGGs Fótboltaáhugafólki er tamt að tala um hetjur sínar sem goðsagnir í lifanda lífi. Margir virðast nefnilega halda að það eitt að vera sæmilega knatt- fær og endast eitthvað í boltanum réttlæti slíkar nafn- giftir. Til þess að geta talist goðsögn hljóta leikmenn að þurfa að hafa unnið nokkuð af titlum, hafa sannarlega skarað fram úr. Og það gerði Ryan Giggs sem í vikunni tilkynnti að hann væri hættur að leika með Manchester United til þess að taka að sér starf aðstoðarfram- kvæmdastjóra liðsins. Giggs er goðsögn og tölurnar tala sínu máli. Lj ós m yn d/ N or di cP ho to s/ G et ty 30 fótbolti Helgin 23.-25. maí 2014 Dýnudagar STARLUX OG MEDILINE HEILSURÚM Stærðir: 80 x 200 cm 90 x 200 cm 100 x 200 cm 120 x 200 cm 140 x 200 cm 160 x 200 cm 180 x 200 cm Yfirdýnur 20% afsláttur Svampdýnur 20% afsláttur Starlux springdýnur 20% afsláttur Dýnur og púðar sniðnir eftir máli eða sniðum. Með eða án áklæðis. Mikið úrval áklæða 20% afsláttur Eggjabakkadýnur mýkja og verma rúmið, þykktir 4-6 cm. Tilvaldar í sumarhúsið, ferða- bílinn og tjaldvagninn 30% afsláttur Mikið úrval af svefn- stólum og sófum í stöðluðum stærðum eða skv. máli 20-40% afsláttur Dýnudagarstanda til lok júní.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.