Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Síða 38

Fréttatíminn - 23.05.2014, Síða 38
Nú er það brúnt Þ Það er ekkert grín að vera stjórnmála- maður. Fyrir utan það að hafa atvinnu af því að rífast við sessunauta sína, yfirleitt hið geðslegasta fólk, og hitta viðkomandi síðan yfir kjötbollum í mötuneytinu og láta eins og ekkert hafi í skorist, þurfa þeir að vanda sig sérstaklega í klæðaburði – en kannski ekki eins svakalega og Lars Løkke Rasmussen, formaður danska stjórnmálaflokksins Venstre. Fjölmiðlar þar í landi greindu nýverið frá því að Lars Løkke hefði viljað hafa til skiptanna í þinginu og því hefði hann látið flokk sinn splæsa á sig sparifötum fyrir þrjár millj- ónir króna. Formaðurinn fær því varla athugasemdir þingforseta vegna klæða- burðar. Kjólakaup Guðrúnar Helgadóttur, sem fyrst kvenna gegndi embætti þingforseta, blikna í þessum samanburði. Karlar sem fram til ársins 1988 höfðu verið þingfor- setar mættu alltaf í jakkafötum með bindi. Vandi Guðrúnar var hins vegar sá að meiri kröfur voru gerðar til klæðaburðar kvenna en karla í háum embættum. Því varð Guð- rún að fá lán hjá launagreiðanda sínum svo hún gæti gegnt tignarstöðunni með sóma. Kjólakaupalánið var umtalað í samfélaginu á sínum tíma og ýmsir urðu til að gagn- rýna þingforsetann – sem væntanlega vildi bara vera þingi og þjóð til sóma. Þessi tími er löngu liðinn og nú þurfa karlar í hópi þingmanna ekki lengur að hnýta bindi um háls sér áður en þeir mæta í vinnuna og konur geta mætt í buxum, þurfa ekki að leggja í dýr kjólakaup eins og Guðrún forðum. Enn gerir arftaki hennar á stóli þingforseta, Einar K. Guð- finnsson, þó athugasemdir við klæðaburð þingmanna, ekki síst kvenna. Frægt varð í jólamánuði ársins 2012, þegar hann rak sjálfan menntamálaráðherrann, Katr- ínu Jakobsdóttur úr lopapeysu sem hún klæddist. Það var svolítið sérstakt, miðað við árstíma að minnsta kosti. Vera kann að kyndingin í þinghúsinu sé bærileg en það er hráslagalegt í Reykjavík fimm dögum fyrir jól. Þá eiga menn að klæðast síðum nærbuxum innst og góðri lopapeysu, svo ekki sé minnst á flókainniskó. Fátt dugar síðan annað en gæruúlpa og ullarhúfa, hætti menn sér úr húsi. Forseta þótti þingið hins vegar setja niður við klæðaburð menntamálaráðherr- ans sem gegndi tilmælum hæstráðanda og fækkaði fötum. Hið sama höfðu þingmenn- irnir Oddný Harðardóttir og Árni Johnsen gert nokkru áður. Þau voru líka gómuð í lopapeysu. Öngvu virtist það skipta Vest- fjarðajarlinn Einar K. þótt Katrín væri í „ægilega huggulegri peysu með vestfirsku lopapeysumunstri,“ eins og hún lýsti þess- um hlýja fatnaði. Fátt er enda klæðilegra en vel prjónuð lopapeysa og væri sómi að því að þingmenn væru í slíkum peysum köldustu vetrarmánuðina. Gallabuxur eru ekki síður umdeildur klæðnaður þingmanna en lopapeysur. Það fékk Elín Hirst að reyna þegar henni var gert, á sumarþingi í fyrra, að skipta um buxur en hún mætti til vinnu á Alþingi í bláum gallabuxum. Það mátti Einar Vestfirðingur samt eiga að hann leyfði þingkonunni að klára ræðuna í buxunum. Eftir að Elín hafði farið úr þeim (og í annað) kvaddi hún sér hljóðs, í miðri efnahagsumræðu, og flutti tölu til varnar gallabuxum. Líklegt er að hún hafi einkum mælt til þingforsetans, flokks- bróður síns, þegar hún bað þingmenn vin- samlegast að passa sig á því að verða ekki of forpokaðir. Í þingræðu sinni skýrði Elín það fyrir þingheimi að þrátt fyrir það að gallabuxur væru hannaðar og seldar af öllum helstu tískuhúsum heims væru þær alltaf settar skör neðar í virðingar- stiganum en aðrar buxur. Þær þættu ekki nógu fínar, og breytti þar engu þótt stíf- straujaðar væru, vegna þess að galla- buxur hefðu löngum verið tákn kúreka og hafnarverkamanna. Elín lét ekki þar við sitja heldur andmælti því misrétti sem viðgengist á hinu háa Alþingi að þar mættu þingmenn vera í rauðum, grænum og jafnvel drapplituðum gallabuxum – en ekki bláum. Sá litur ætti, ef grannt er skoðað, heldur að gleðja þingforsetann – en það er önnur saga. Elínu var misboðið þótt hún hlýddi fyrirmælum forseta, rétt eins og Katrín, Oddný og Árni áður. Á það má líka benda að Alþingi á að endurspegla samfélagið og því ættu með réttu að vera þar, innan um lögfræðinga og ýmsa aðra fræðinga, hafnarverkamenn og kúrekar. Elín var fín í tauinu þegar hún var frétta- stjóri á skjám landsmanna en þess utan hefur hún væntanlega verið í peysu og gallabuxum, rétt eins og flestir kollegar í fjölmiðlastétt. Auðvitað eiga menn að klæða sig eftir tilefni en ætli það sé ekki nokkuð langt gengið að banna þing- konu að klæðast tískubuxum, svo ekki sé minnst á lopapeysu með vestfirsku munstri. Svo flott peysa getur ekki talist neitt annað en viðhafnarbúningur. Gott er að minnsta kosti að vera í vinnu þar sem enginn gerir athugasemd við það þótt mætt sé í gallbuxum, hvort heldur eru bláar eða í öðrum litum. Þó verður maður að vanda sig þegar kemur að litavali. Að því komst ég í liðinni viku þegar ég mætti í vinnuna í bláum gallabuxum, svörtum sokkum og brúnum skóm. Yngri sonur minn og samstarfsmaður gerði alvarlega athugasemd við sokkavalið, sagði svarta alls ekki ganga við brúna skó. Best væri að vera í brúnum sokkum, ella í fjörugum lit – bara ekki svörtum. Hann nefndi ekki hvíta enda eru þeir víst útlægir. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ég hélt í einfeldni minni að svartir sokkar gengju við allt. Ég er því kominn í sömu stöðu og Lars Løkke og Guðrún Helgadóttir og þarf að endurnýja fataskápinn, starfs míns vegna. Það er samt huggun harmi gegn að þurfa aðeins að leggja út fyrir brúnu sokkapari en ekki fínum kjól – svo ekki sé minnst á jakkaföt fyrir þrjár milljónir. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 13.05.14 - 20.05.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Skuggi sólkonungs Ólafur Arnarson Dægradvöl Benedikt Gröndal 20 tilefni til dagdrykkju Tobba Marinós Lost in Iceland mini Sigurgeir Sigurjónsson Frosinn - Þrautir Walt Disney 155 Ísland áfangastaðir.. Páll Ásgeir Ásgeirsson Eða deyja ella Lee Child Lífsmörk Ari Jóhannesson Verum græn - Ferðalag í átt að 38 viðhorf Helgin 23.-25. maí 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.