Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 39

Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 39
sumaríslendingar Upplifið sól og sumaryl með ekta rjómaís með kókos, ástaraldin, mangó og súkkUlaðidropum Sýning helguð Michel Butor Sýning á bókverkum Michels Butor og tólf listamanna verður opnuð í Þjóðar- bókhlöðu á Listahátíð í Reykjavík á mánudaginn, 26. maí klukkan 16. Michel Butor er sagður einn af fremstu höfundum hóps sem umbylti skáldsögunni í Frakklandi um 1960 undir merkjum nýju skáldsögunnar („nouveau roman“). Butor hætti að skrifa skáldsögur á sjöunda áratugnum. Síðan hefur hann skrifað mjög mikið af ritgerðum, ljóðum, ferðasögum og alls kyns tilrauna- textum. Áratugum saman hefur hann einbeitt sér að textum fyrir mynd- listarbókverk, hefur gert fjölda slíkra verka með afar mörgum myndlistar- mönnum og haldið fyrirlestra um bókverk víða. Sýningarstjóri er Bernard Alligand sem hefur valið á sýninguna bókverk tólf listamanna sem hafa unnið með Michel Butor. Frumkvæði að verk- efninu á Sigurður Pálsson skáld sem hefur jafnframt unnið bókverk með Bernard Alligand. Þeir Sigurður og Alligand sýndu fyrsta sameiginlega bókverk sitt í Þjóðarbókhlöðunni árið 2007. Sýningin stendur til 29. ágúst. Við opnunina flytja ávörp Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands, Sigurður Pálsson og Michel Butor. Tónlistarhópurinn KÚ- BUS vakti athygli þegar hann lék Kvartett um endalok tímans fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói í haust. Nú er komið að öðrum viðburði hópsins í Iðnó næstkomandi sunnudag, klukkan 20, undir heit- inu Gekk ég aleinn. Við- burðurinn nú er stærri að umfangi og hefur undir- búningur tekið um eitt ár. KÚBUS fékk til liðs við sig Hjört Ingva Jóhanns- son píanóleikara, tónskáld og meðlim í hljómsveit- inni Hjaltalín til að útsetja og semja dagskrá byggða á sönglögum eftir Karl Ottó Runólfsson. Söngv- ararnir Hildigunnur Ein- arsdóttir mezzósópran og Jón Svavar Jósefsson baritón túlka lögin ásamt kammerhóp og Friðgeir Einarsson leikstjóri hefur umsjón með sviðsetningu. KÚBUS langar, að því er fram kemur í tilkynn- ingu, að varpa nýju ljósi á lög Karls Ottós sem eru samin í einstökum og persónulegum stíl og búa yfir sannri og djúpri róm- antík þar sem dramað fer alla leið. Mörg þeirra eru þekkt og dáð en hópurinn lagðist yfir allt höfundar- verk Karls og gróf einnig upp óþekkta og gleymda gimsteina. - jh Stórsveita- maraþon í Hörpu Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni á veitinga- staðnum Munnhörpunni í tónlistarhús- inu Hörpu á sunnudaginn klukkan 13-16. Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í um það bil 30 mínútur. Að þessu sinni koma eftirfarandi stórsveitir fram: Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar, Stórsveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, Stórsveit Tónlistar- skóla Garðabæjar og Stórsveit Öðlinga. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í 18. sinn en þessi skemmtilega uppá- koma er þáttur í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Dagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 120. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir. Michel Butor.  TónlisT Dagskrá byggð á sönglögum karls OTTós runólfssOnar Gekk ég aleinn Dagskrá KÚBUS á sunnudaginn byggir á söng- lögum eftir Karl Ottó Runólfsson. Helgin 23.-25. maí 2014 menning 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.