Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 40
40 útivist og hlaup Helgin 23.-25. maí 2014 Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is Byrjum rólega Allir sem byrja að hlaupa og hafa ekki samfelldan hreyfigrunn til einhverra ára eiga á hættu að byrja of hratt og setja sér of há markmið og hlaupa þar af leiðandi á vegg. Öll þjálfun byggir á því að betrum- bæta vefi líkamans og byggja þá upp til að standast frekari álag. Ef álagið er of bratt hefur líkaminn ekki undan við að styrkja sinar og vöðva. Þreyta gerir þá vart við sig og hætta á meiðslum eykst. Þegar fólk byrjar að hlaupa eftir 35 ára aldur má búast við því að breytingar á sinum og vöðvum séu hægari en þegar við erum 16 ára og því mikilvægt að setja sér hófleg markmið, ætla sér að ná markmiðum á löngum tíma. Stundum styrktarþjálfun Styrktarþjálfun er mjög mikilvæg þeim sem stunda hlaup, sér- staklega þeim sem eru komnir yfir þrítugt og hafa ekki samfelldan hreyfigrunn en samfelldur hreyfi- grunnur er þjálfun í einhverju öðru til margra ára. Teygjum á Mikilvægt er að hita vel upp fyrir hlaup eða að byrja fyrstu mínúturnar rólega. Teygjur eftir hlaup eru mik- ilvægar og draga úr þreytu og stirðleika eftir langar og erfiðar æfingar. Höfum æfingarnar fjöl- breyttar Þrepaskipt æf ingaálag er mikilvægt en þá eru hlaupnir til dæmis 30 kíló- metrar eina vikuna, 33 þá næstu og síðan 35 í þriðju vik- unni. Í fjórðu vikunni eru hlaupn- ir 25 kílómetrar því líkaminn þarf reglulega hvíld þannig að hann nái að aðlagast aukningunni fyrri þrjár vikurnar. Þannig þarf að auka og minnka álag reglulega til að forð- ast einhæft og of mikið álag. Breyt- ingar á milli vikna mega ekki vera meiri en 10 prósent. Skokkum niður Niðurskokk, eða rólegt skokk eftir hlaup, er góð leið til að draga úr álagi og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig rólega eftir æfingu. Hlaup í vatni er einnig góð leið til að æfa meira hlaup án þess að auka álag á liðamót líkamans. Góðir skór gera gæfumuninn Góðir skór eru nauð- synlegir og göngu- greining getur verið góð til að velja réttu skóna. Góð ráð til að forðast álagsmeiðsli Mikilvægt er fyrir alla hlaupara að gefa sér góðan tíma til að ná árangri. Annars er voðinn vís og aukin hætta á meiðslum. Róbert Magnússon sjúkraþjálfari gefur góð ráð um hvernig á að æfa rétt og forðast álagsmeiðsli. Róbert Magnússon sjúkraþjálfari. Ljósmynd/Hari Þegar fólk byrjar að hlaupa eftir 35 ára aldur má búast við því að breytingar á sinum og vöðvum séu hægari en þegar við erum 16 ára og því mikilvægt að setja sér hófleg markmið, ætla sér að ná markmiðum á löngum tíma. Ljósmynd/NordicP- hoto/GettyImages A ðalheiður St. Eiríksdóttir, göngugarpur með meiru, gengur reglulega á fjöll og segir hvert skref fullkomlega þess virði til að komast á fjallstopp og virða fyrir sér fegurð landsins. „Út- sýnið í silfurtæru fjallaloftinu er frá- bært, þvílík fegurð og tign. Ísland er náttúruperla og það að standa á fjallstoppi og virða hana fyrir sér er engu líkt. Þetta er tilfinning sem hægt er að upplifa en ekki að útskýra. Hressandi heilsurækt og frískandi upplifun í kyrrð, fegurð og góðum félagsskap.“ Fyrir mörgum árum síðan stofn- aði Aðalheiður gönguhópinn Týndir hálsar og hafa þau gengið víða um landið. Hún hefur einnig verið far- arstjóri fyrir Ferðafélag Íslands frá Emstrum inn í Þórsmörk. „Svo hef ég líka verið leiðsögumaður hópa, með fjölskyldunni, vinum, vinnufé- lögum og öðrum. Ég er líka í tveim- ur öðrum gönguhópum, Toppförum og Fjallavinum, og eru það stórkost- legir göngufélagar,“ segir hún. Allar gönguleiðir skemmtilegar Aðspurð hver sé uppáhalds gönguleiðin í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins segir Aðalheiður að allar leiðir séu skemmtilegar en mis langar og erfiðar. „Ótal fallegar gönguleiðir eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fjöllin allt um kring eru forréttindi sem vert er að njóta til hins ítrasta.“ Af mörgum skemmtilegum göngu- leiðum þá segir hún mjög fallegt og skemmtilegt að ganga Bláfjalla- hrygg. Þá er gengið upp Suðurgil og eftir öllum Bláfjallahryggnum og endað á Vífilsfelli. „Mögnuð fegurð er á þessari leið allan ársins hring. Einnig er spenn- andi að ganga Blikadalshringinn; Dýjadalshnúkinn (722 m) og taka stefnuna á Háubungu (912 m) og svo til vesturs með stefnu á Kerhólakambinn. Svo áfram um Kambshorn og eftir Smáþúfum Fjöllin eru forréttindi Aðalheiður St. Eiríksdóttir stundar fjallgöngur af miklu kappi og segir þá tilfinningu að standa á fjallstoppi engu líka. Hún mælir með því að byrjendur skrái sig í gönguhóp. Árangurinn skilar sér strax á fyrstu tveimur vikunum og þolinmæði og þrautseigja eru eiginleikar sem borga sig margfalt því upphafsbaráttan þarf bara að fara fram einu sinni. Besta leiðin til þess að halda sér í góðu gönguformi er að detta aldrei úr því.  Vatn, gott er að blanda bragðefni eða enn frekar orkuefnum í vatnið.  Samlokur, sælgæti og orkuríkt fæði.  Nokkur súkkulaði eða orkustykki.  Heitt drykkjarvatn er góður val kostur á köldum dögum. Hér fyrir neðan er listi til viðmiðunar yfir útbúnað og nesti. Slíkt fer þó eftir gönguþörfum hvers og eins en er ekki eitthvað sem keypt er strax. og lág-Esjunni. Þetta eru um 23 kílómetrar sem er dágóð dagleið og reikna má fastlega með átta til níu tíma göngu en fer eðlilega eftir aðstæðum.“ Snæfellsjökull í uppáhaldi Eins og göngugarpi sæmir hef- ur Aðalheiður ferðast víða um Ís- land. Einu sinni til tvisvar á ári fer hún á Snæfellsjökul sem er henni einkar kær. „Leiðin á Snæfellsjökul er gríðarlega skemmtileg og falleg enda er hann eitt formfegursta og sögufrægasta fjall landsins. Á björt- um dögum er mjög víðsýnt af jökl- inum og Snæfellsnesið blasir við í allri sinni dýrð, Faxaflóinn í suðri, Breiðafjörðurinn í norðri og Vest- fjarðakjálkinn handan hans. Að ganga á jökulinn í björtu og góðu veðri er eitthvað sem gleymist aldrei.“ Úlfarsfellið gott fyrir byrjendur Aðalheiður segir fjallgöngur að sumarlagi á Íslandi, í lítilli hæð, á flestra færi. Með því að ganga á fjöll hér í nágrenninu sé sjón- deildarhringurinn víkkaður og það kemur flestum á óvart hve útsýnið er fallegt af saklausum fjöllum í Reykjavík. „Úlfarsfellið er mjög gott fyrir byrjendur. Ég mæli einnig með því fyrir byrj- endur að skrá sig í gönguhóp. Það er fyrsti árangur allrar þjálfunar til þess að halda út í nokkrar vikur þar til formið er raunverulegra orðið betra. Árangurinn skilar sér strax á fyrstu tveimur vikunum. Þolinmæði og þrautseigja eru eiginleikar sem borga sig marg- falt því upphafsbaráttan þarf bara að fara fram einu sinni. Besta leiðin til þess að halda sér í góðu gönguformi er að detta aldrei úr göngufromi. Sjálf þekki ég nokkra göngugarpa sem eru komnir yfir 75 ára aldur og sumir yngri göngugarpar hafa ekki roð í þá. Þetta segir manni og kennir að best er að byrja strax.“ Virðing við náttúruna Aðalheiður leggur áherslu á að göngufólk læri að umgangast náttúruna og beri virðingu fyrir henni og sínu nánasta umhverfi, klæði sig eftir veðri, hlusti á veður- fregnir áður en lagt er í ferðalög. „Þegar gengið er á stærri fjöll og jökla á Íslandi er nauðsynlegt að njóta leiðsagnar fagmanna þar sem veður getur breyst á svip- stundu. Aðalheiður St. Eiríksdóttir er í nokkrum gönguhópum og gengur reglulega á fjöll. Að hennar mati er allar gönguleiðir skemmti- legar, aðeins mis erfiðar og langar. LiSTi fyrir fjALLAferðir  Góðir gönguskór.  Ullar- eða flíspeysa og aukapeysa þegar kalt er.  Vatns- og vindheldur jakki og buxur, helst öndunarfatnaður.  Legghlífar.  Góðir göngusokkar úr ull.  Góðir vettlingar, ullar vel vatns heldir með innri vettling úr flís.  Hlý húfa.  Bakpoki 30 til 50 lítra.  Göngustafir, sólgleraugu, helst skíðagleraugu og sólarvörn NeSTið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.