Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 23.05.2014, Qupperneq 56
56 heilsa Helgin 23.-25. maí 2014 KYNNING Í sland er í okkur öllum og þá er átt við Ísland allt, hinar af-skekktu slóðir á útnesjum og hinar fjölförnu rétt við þéttbýlið. Allt á þetta land streng í hjörtum okkar og með því að heimsækja það og allar þess grónu rústir þá vitum við enn betur en áður hver við erum,“ segir Páll Ásgeir Ás- geirsson göngugarpur, leiðsögu- maður og útivistarfrömuður sem var að senda frá sér bókina „155 Ísland: Áfangastaðir í alfaraleið.“ „Þessi bók á sér þá forsögu að sumarið 2008 kom út bók sem hét 101 Ísland-áfangastaðir í alfaraleið. Hún fékk góðar viðtökur og því var ráðist í það að stækka hana og endurbæta og fjölga viðkomustöð- um um ríflega 50%. Þetta þýddi að við Rósa Sigrún, eiginkona mín og félagi til margra ára, þvældumst um gervallt Ísland í fyrrasumar í leit að heppilegum viðbótum. Eins og við fyrri bókina var það haft að leiðarljósi að benda fólki á staði sem væru minna þekktir en vin- sælustu ferðamannastaðir,“ segir Páll Ásgeir. Páll Ásgeir hefur áður skrifað allnokkrar bækur um ferðir og útivist, þar á meðal Útivistarbók- ina, Hálendishandbókina og Horn- strandir - gönguleiðir og áfanga- staðir. Hann viðurkennir að í nýju bókinni séu býsna margir staðir á Vestfjörðum svona miðað við heildina „og skrifast það á æsku höfundar sem ungur bast þeim fjórðungi böndum sem slitna ekki,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  GönGur 155 áfanGastaðir Í alfaraleið við þjóðveGi landsins 50% meira Ísland Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir þvældust saman um allt land til að finna efni í bókina. Mynd/Hari G uðrún Helga Kristjánsdóttir, mynd-listarkona úr Grindavík, hefur dvalið á Heilsuhóteli Íslands að Ásbrú í Reykja- nesbæ og leiddi dvölin til ýmissa óvæntra ævintýra og síðast en ekki síst til betri heilsu. Færeyskur listamaður, sem er tíður gestur á hótelinu, hefur skipulagt ferð Helgu og níu annarra íslenskra listamanna til Færeyja í næstu viku. Þar er ætlunin að heimsækja listamenn og söfn, mála landslagið og halda óformlegar samsýningar með færeyskum listamönnum. Streitan á bak og burt Dvölin á Heilsuhóteli Íslands hefur verið Guð- rúnu Helgu góð reynsla og segir hún streituna líða úr sér við að ganga inn á hótelið. „Það er virkilega þægilegt að dvelja á Heilsuhótelinu. Herbergin eru mjög notaleg og inni á þeim er eldhúskrókur og sjónvarp. Á morgnana er boðið upp á hollan morgunverð og þeir gestir sem vilja geta látið mæla blóðþrýsting og blóðsykurstuðul hjá hjúkrunarfræðingi sem þar starfar.” Boðið upp á hollt grænmetisfæði, súpur og safa. Ekki er neinn fiskur, kjöt eða kaffi á boð- stólum. Gestir geta borðað eins og þeir vilja og boðið er upp á vatn og te að drekka. „Ég fann strax hvað mataræðið var hreinsandi og gott. Það var virkilega gott að sleppa kaffinu,” segir Guðrún Helga. Einn dag í viku er vatnsdagur á hótelinu og þá hreinsa gestir líkama sinn og borða ekkert, heldur drekka aðeins te og vatn. „Það er hugsað til að hreinsa líkamann af öllum óæskilegum efnum. Ég var orðin svöng um há- degi og velti því fyrir mér hvort ég myndi lifa daginn af. Þetta var svo í fínu lagi og greini- legt að hugarfarið skiptir miklu máli í slíkum hreinsunum.“ Án tölvunnar Að dvölinni lokinni fann Guðrún Helga mikinn mun á líðan sinni og segir hún það ekki síst því að þakka hvað hún hvíldist vel á Heilsuhót- elinu en hún ákvað að vera ekki með síma og tölvu með sér þar. „Þessi tæki eru svo miklir orkuþjófar að það var mjög gott að sleppa þeim og hvílast.“ Ýmis afþreying er í boði á kvöldin fyrir þá gesti sem það kjósa. Þegar Guðrún Helga dvaldi þar kom Sig- ríður Klingenberg í heimsókn sem og Ásdís Einarsdóttir, grasalæknir úr Reykjanesbæ. Þá er gott safn bóka og kvikmynda fyrir gesti. Guðrún Helga þekkir marga sem dvalið hafa á Heilsuhótelinu og segir hún algengt að fyrstu vikuna sé fólk að ná streitunni úr sér. „Það eru svo margir sem fara aftur og aftur og koma til að baka fullir af orku og fróðari um mataræði og mikilvægi þess að fá góðan svefn. Eftir dvölina finnur maður hvað það virkar vel í dagsins amstri.“ Hollustan góð fyrir listina Guðrún Helga er með vinnustofu í Grindavík þar sem hún sinnir starfi sínu og einbeitir sér að kraftmiklum og litaglöðum olíumálverkum og fær innblástur úr náttúrunni á Reykjanesi. Eftir dvölina á Heilsuhótelinu er hún betur meðvituð um það sem hún borðar og er miklu orkumeiri þegar mataræðið er valið vel. „Það er mikilvægt að hafa orku til að fá innblástur. Ef maður er vel hvíldur hefur maður meiri orku til að framkvæma og vinna úr hugsunum sínum.“ Nánari upplýsingar um verk Guðrúnar Helgu má nálgast á síðunni http://helgakrist- jans.com/. Litrík dvöl á Heilsuhóteli Íslands Eftir dvöl á Heilsuhóteli Íslands var Guðrún Helga Kristjánsdóttir, myndlistarkona úr Grindavík, endurnærð og margs vísari um mikilvægi góðs mataræðis og hvíldar. Hún segir mikilvægt að hafa orku til að vinna úr hugsunum sínum í listsköpun. Myndlistarkonan Guðrún Helga Kristjánsdóttir fann mik- inn mun á líðan sinni eftir dvöl á Heilsuhóteli Íslands. Þar er aðeins boðið upp á hollt grænmetisfæði, súpur og safa, vatn og te. „Ég fann strax hvað mataræðið var hreinsandi og gott. Það var virkilega gott að sleppa kaffinu,“ segir hún. Það eru margir sem fara aftur og aftur og koma til að baka fullir af orku og fróðari um mataræði og mikilvægi þess að fá góðan svefn. Eftir dvölina finnur maður hvað það virkar vel í dagsins amstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.