Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 60

Fréttatíminn - 23.05.2014, Side 60
Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS Það verður sannkallað fótboltafjör í sumar þegar heimsmeistara- mótið í knatt- spyrnu 2014 hefst í Brasilíu í júní. Allir 64 leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á stöðvum SkjásHeims og verða því aðgengilegir áskrifendum SkjásHeims í sumar. Hægt er að horfa á leik- ina í háskerpu enda lang- flestir leikirnir sýndir á HD rásum norrænu stöðvanna og upplifunin því eins og þær gerast bestar! Þá verður ítar- leg umfjöllun um keppnina á Eurosport sem einnig sendir út í HD. Hægt er að nálgast alla 64 leikina í Evrópupakka SkjásHeims sem kostar einungis 3.790 krónur á mán- uði og opnar aðgang að 34 hágæða sjón- varpsstöðvum. Alla leikina í SkjáHeimi má finna á www. skjarinn.is/hm. Ekki missa af leik og smelltu þér á HM í háskerpu fyrir einungis 3.790 krónur á mánuði! Blair Underwood í nýjum lögregluþáttum! Hjartaknúsarinn Blair Underwood leikur grjótharða rannsóknarlög- reglumanninn Robert T. Ironside, sem bundinn er við hjólastól, í nýjum þáttum sem hefjast á SkjáEinum í júní. „Hlutverkið reyndi mun meira á líkamlegt þrek en ég bjóst við, miðað við að ég leik mann í hjólastól,“ sagði Blair í viðtali um hlutverkið. Ironside er hörkutól en reynir að ná til glæpamanna með óhefðbundnum leiðum sem kalla oft á að reglurnar séu beygðar. Hann er alltaf á ferðinni og það koma fyrir atriði sem reyna verulega á líkamlegt þrek. „Ég held ég hafi sjaldan þurft að reyna jafn mikið á mig, líkamlega, eins og fyrir þetta hlutverk,“ segir Blair og vísar í hversu líkamlega krefjandi það er að leika aðeins með efri hluta líkamans. Ironside hefst miðvikudag- inn 11. júní klukkan 22.00! Allir leikir HM sýndir í SkjáHeimi! Hver verður nýjasta röddin? Spennan nær hámarki á föstudagskvöldið þegar lokaþátturinn í vinsælustu söngvakeppni Bandaríkjanna, The Voice, verður á sýndur á SkjáEinum. Nú standa eftir þrír kepp- endur sem berjast um sigur- inn og munu þeir láta ljós sitt skína í síðasta sinn áður en nýr sigurvegari verður krýnd- ur í lok þáttar. Eftir standa söngfuglarnir Christina Grimmie, Josh Kaufman og Jake Worthington og munu þau flytja tvö lög hvert, eitt lag valið af þjálfara þeirra og annað valið af áhorfendum. Lokaþátturinn verður sann- kölluð tónlistarsveisla, en auk keppenda munu heimsklassa tónlistastjörnur á borð við Ed Sheeran, Ryan Tedder og Coldplay taka lagið. Aðbúnaður betri í Svíþjóð en hér á landi Í næsta þætti af Málinu fjallar Sölvi um Hjartagátt Landspítal- ans. Farið verður til Svíþjóðar og allur aðbúnaður, þjónusta og starfsemi borin saman við íslenskt heilbrigðis- kerfi. Mikið hefur verið rætt um slæman aðbúnað á Landspítal- anum og ræddi Sölvi við heilbrigðisstarfs- fólk á Íslandi og Svíþjóð sem gefa innsýn í daglega starfsemi í löndunum tveimur. „Samanburðurinn er alls ekki góður. Vissulega er verið að reyna að laga ákveðna hluti á Landspítalanum og eins er aðbúnaðurinn og öll aðstaða á spítölum í Svíþjóð sennilega ein sú albesta í heimi en það er ljóst að gera verður mikla bragarbót á þessum hlutum ef ekki á illa að fara,“ segir Sölvi um þáttinn en vill þó taka sérstaklega fram að starfsfólkið á Land- spítalanum sé til fyrir- myndar. „Mikilvægasti hlutinn í þjónustu spítala er að sjálfsögðu mannauðurinn og þar stöndum við flestum snúning.“ Misstu ekki af næsta þætti af Mál- inu á mánudag klukkan 20.45! Í sumar hefjast tökur á íslensku útgáfunni af Minute To Win It sem sýnd verður í sept-ember á SkjáEinum. Stjórnandi þáttanna verður Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, og fetar hann í fótspor amerísku sjónvarpsstjörnunnar Guy Fieri sem hefur gert garðinn frægan sem sjónvarpskokkur á Food Network og sem þáttastjórnandi bandarísku út- gáfunnar af Minute To Win It. Þrautabraut í Smáralind um helgina! Það verður erfitt að sitja kyrr í sófanum þegar úrslitin nálgast í kvöld, föstudag, klukkan 20.30. „Starfið leggst mjög vel í mig og ég hlakka bæði til að kynna þáttinn en ekki síður til að spreyta mig á þrautunum,“ segir Ingó og sem er spenntur fyrir sumrinu en SkjárEinn og N1 munu ferðast um land- ið og bjóða landsmönnum að spreyta sig á þraut- unum. „Ég er meistari með blýanta og kókdósir og hef trú á mér í flestar þrautirnar.“ Fyrsta þrautabrautin verður sett upp í Smáralind um helgina. Þá gefst fólki tækifæri til að spreyta sig á æsispennandi þrautum og skrá sig til leiks í þættina. Keppnin í Smáralind er frá klukkan 15 til 19 í dag, föstudag og frá klukkan 11 til 17 á morg- un, laugardag. „Þetta verður frábær fjölskyldu- skemmtun í Smáralind þar sem stórir sem smáir eru hvattir til að mæta og taka þátt í stórskemmti- legum þrautum sem reyna á snerpu, nákvæmni og einbeitingu,“ segir Ingó sem ætlar að mæta í Smáralind um helgina og láta ljós sitt skína. Skráning í þættina er hafin á skjarinn.is og er 18 ára aldurstakmark í þættina en allir eru þó velkomnir að spreyta sig í Smáralind. SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 Á LEIÐINNI Í SKÓLANN 60 stjörnufréttir Helgin 23.-25. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.