Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 66
Melissa Whitaker, fiðrildafræðingur frá Harvard, er einn höfunda Wide Slumber sem frumsýnt verður á laugardag í Tjarnarbíói.
Hún verður einnig með námskeið í innrömmun fiðrilda í Tjarnarbíói auk þess að flytja fyrirlestur um heillandi hamskiptaferli
fiðrilda í Tjarnarbíói á sunnudag. Ljósmynd/Hari
Listahátíð Nýtt tóNLeikhúsverk frumsýNt í tjarNarbíói
Draumóramenn og
brjálaðir vísindamenn
geta bjargað heiminum
Wide Slumber er nýtt tónleikhúsverk sem frumsýnt verður um helgina á Listahátíð í Reykjavík.
Verkið kemur úr smiðju VaVaVoom leikhópsins og plötuútgáfunnar Bedroom Community. Að
verkinu kemur fjöldi listamanna en þar að auki hefur hópurinn fengið til liðs við sig vísindamenn
á sviði svefnrannsókna og fiðrildarannsókna. Melissa Whitaker, einn höfundanna og starfandi
fiðrildafræðingur við Harvard háskóla er komin til Íslands til að vera viðstödd frumsýninguna í
Tjarnarbíói á laugardag.
É g byrjaði á því að læra líffræði og vann við líffræðirannsóknir í nokk-ur ár. En svo þegar ég var að vinna
í doktornum rambaði ég inn á fiðrilda-
rannsóknarstofu og varð algjörlega ást-
fangin,“ segir Melissa Whitaker, doktor í
fiðrildafræðum við Harvard háskóla. Auk
þess að rannsaka fiðrildi hefur Melissa
hannað snjallsímaforritið „The Butterfly
Guide“ til að gera fiðrildafræði aðgengi-
legri almenningi. „Margir sem vinna í
þessu segjast hafa verið með fiðrildaháf í
hendi síðan þeir voru litlir en ég uppgötv-
aði ekki töfraveröld fiðrildanna fyrr en
ég var að nálgast þrítugt. Þá færði ég mig
alveg yfir í fiðrildin og næstu ár fóru í að
rannsaka þau. Á þeim tíma uppgötvaði ég
eina fiðrildategund sem er alveg mögnuð
en það eru „Lycaenid“ fiðrildin. Þessi
fiðrildi eiga í samlífi við maura og þau
eru alveg ótrúlega heillandi og á margan
hátt mjög furðuleg.“
Hamskipti túlkuð með leik,
söng og brúðum
Verkið er innblásið af ljóðabókinn „Wide
Slumber for Lepidopterists“ eftir A.
Rowlings en á sviðinu er heimur ham-
skiptanna skapaður með hjálp tónlistar,
leikhúss og brúðuleikhúss. „VaVaVoom
hafði samband við mig alveg út í bláinn
því þau vildu fá innsýn í þennan heim um-
skiptanna frá sérfræðingi. En svo var ég
bara svo ótrúlega spennt fyrir verkefninu
að þetta þróaðist út í meira samstarf.“
Melissa hefur unnið mikið í kringum
listamenn en aldrei tekið formlega þátt
í jafn umfangsmiklu verkefni. „Þetta er
svo áhugavert ferli því það eru engar
reglur. Við vorum ekkert alveg viss um
það sem við vorum að gera því það var
alveg nýtt fyrir okkur. En við horfðum á
hvert annað með aðdáun og virðingu fyr-
ir starfi hvers annars og reyndum svo að
flétta reynsluheimana saman. Samtalið
hófst í desember í gegnum tölvuna en svo
hittumst við í New York í vor þar sem ég
sá strax að þessi hópur listamanna er að
gera eitthvað alveg nýtt. Ég hef aldrei séð
hamskipti, ferli sem er mér kunnugt sem
líffræðingur, túlkuð á þennan hátt. Þetta
er önnur leið til að rannsaka, en leið sem
ég trúi virkilega á,“ segir Melissa sem
hefur mikla trú á samstarfi listamanna
og vísindamanna.
Samruni lista og vísinda mikilvægur
„Ég hef óbifandi trú á samruna lista
og vísinda og held að það sé áskorun
nútímans að vinna að frekari samstarfi
milli þessara annars aðskildu greina. Við
erum að horfast í augu við svo mikið af
vandamálum akkúrat núna í heiminum,
hvort sem það eru gróðurhúsaáhrif, dýr
í útrýmingu, fólksflutningar eða fæðuör-
yggi. Ég hef fulla trú á því að það séu til
lausnir við þessu öllu þarna úti einhvers-
staðar, við þurfum bara að finna þær. Þær
eru ekki ófundnar vegna skorts á tækni
eða þekkingu, heldur vegna skorts á
ímyndunarafli. Ég held að það sé ákveðið
bakslag í gangi núna þegar kemur að því
að virkja ímyndunaraflið og eina leiðin
til að bjarga því er með hjálp draumóra-
manna og brjálaðra vísindamannanna.
Þess vegna er svo mikilvægt listamenn
og vísindamenn vinni saman.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Á þeim tíma
uppgötvaði
ég eina fiðr-
ildategund
sem er alveg
mögnuð
en það eru
„Lycaenid“
fiðrildin.
Þessi fiðrildi
eiga í samlífi
við maura og
þau eru al-
veg ótrúlega
heillandi.
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)
Fös 23/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00
Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas
Síðustu sýningar
BLAM (Stóra sviðið)
Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas
Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas
Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!
Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið)
Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00
Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012
Ferjan (Litla sviðið)
Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Fös 6/6 kl. 20:00 36.k
Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k
Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k
Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fim 12/6 kl. 20:00
Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Fös 13/6 kl. 20:00
Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas
Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar
Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið)
Mið 28/5 kl. 20:00 1.k Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k
Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson
Dagbók Jazzsöngvarans – Síðustu sýningar
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
Góð samskipti milli þín og barna
þinna er besta leiðin til að vernda
þau gegn kynferðislegu ofbeldi!
66 menning Helgin 23.-25. maí 2014