Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 72

Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 72
Staðalbúnaður Ég fer varla út úr húsi án þess að vera í svörtu Dr. Denim bux- unum sem ég á nokkur stykki af. Fatastílinn minn einkennist oftast af þeim eða gallabuxum, venjulegum bolum eða skyrtum, og svo kápu yfir, kimono eða gollu. Ég er frekar mikið fyrir svona síðar yfirhafnir. Þegar ég fer til útlanda á ég til í að missa mig svolítið í H&M, ég myndi segja að hún væri uppáhalds. Svo fíla ég Nike-skó mjög mikið, þeir eru flottir og þægilegir og þeir framleiða líka bestu takka- skóna. Svo standa Vagabond- skórnir alltaf fyrir sínu. Þá nota ég mjög mikið loðhettuna mína sem ég fékk í Spakmannsspjör- um en hún passar nánast við allt. Hugbúnaður Mér finnst mjög þægilegt að fara í sund eftir góðar æfingar og eins á frídögum en þá verður Suðurbæjarlaug yfirleitt fyrir valinu. Ég er að útskrifast núna úr Flensborgarskólanum og spila fótbolta með Breiðabliki. Oftast er ég bara með kærast- anum eða vinkonum að gera eitthvað skemmtilegt en þegar í bæinn er farið endum við oftast á hinum klassíska stað b5 eða Austur. Mér finnst gaman að fara í bíó, en ég horfi líka mikið á bíómyndir sem ég dánlóda í tölvunni,. Stelpurnar tala stund- um um að þær geti ekki horft á myndir með mér því ég sé búin að sjá þær allar. Ég var að detta inn í Devious Maids núna á dögunum og er strax búin með fyrstu seríuna, en þegar ég byrja að horfa á nýja þætti verð ég „húkt“. Ég elska Desperate Housewives og Sex and the City, það er mest uppáhalds og get alltaf hent þeim í tækið og einnig Grey’s Anatomy. Þó ég fíli svokallaða stelpuþætti finnst mér líka gaman að horfa á harð- hausamyndir. Vélbúnaður Ég nota tölvuna mína ekki svo mikið, oftast bara fyrir lærdóm- inn og þegar ég horfi og dánlóda þáttum og bíómyndum. Síminn hefur tekið yfir tölvuna. Ég á iPhone eins og margir Íslending- ar en þar kíki ég reglulega á Fa- cebook, Snapchat og er algjört Instagram-frík. Ég er á Twitter en nota það lítið sem ekkert þó ég fylgist af og til með fótbolta- twittum. Aukabúnaður Ég er mjög mikil matarmann- eskja en aftur á móti kann ég ekki neitt að elda. Það er alltaf svakalegur hausverkur hvert á að fara út að borða en oft verður Sushi Samba fyrir valinu. Það er samt alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst naut og bernes mjög gott, laxinn hans pabba, humar og svo ég elska matinn heima hjá tengdó. Fótbolti er mitt áhugamál og hef ég ferðast mikið vegna hans í alls konar æfinga- og keppnis- ferðir. Ég hef komið til margra landa, en skemmtilegasta ferðin var í Toskana-héraðið á Ítalíu þar sem við stórfjölskyldan eyddum tveim vikum í stóru húsi lengst upp í fjalli með útsýni yfir Toskana. Þar sem ég ólst upp á Reyðarfirði finnst mér alltaf rosa gaman að fara þangað og heilsa upp á ömmu og afa og dvelja í kofanum úti í garði með öllum álfunum. Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna!  Í takt við tÍmann aldÍs kara lúðvÍksdóttir Elska matinn hjá tengdó Aldís Kara Lúðvíksdóttir er tvítugur Hafnfirðingur sem ólst upp á Reyðarfirði. Hún spilar fótbolta með Breiðabliki og er að útskrifast úr Flensborg. Aldís Kara fílar stelpuþætti en finnst líka gaman að horfa á harðhausamyndir. Lj ós m yn d/ H ar i  appafengur Kayak Kayak er ferða- app par exellance sem hjálpar þér að skipuleggja ferðalagið frá upphafi til enda. Þú einfaldlega velur brottfarar- flugvöll og stað- inn sem þú ert að fara til, og appið sýnir þér laus flug. Þú getur síðan bókað flugið í gegn um appið. Kayak fylgist svo vel með og lætur þig vita ef breytingar verða á fluginu, já, og það sýnir þér líka tímamis- muninn ef hann verður til staðar á ferðalaginu. Með appinu getur þú fundið og bókað bíla- leigubíl sem þú sækir á flugvöllinn, það hjálpar þér að finna rétta hótelið og sýnir bæði verð og staðsetningu á korti Í appinu er meira að segja hægt að nálgast pökkunarlista yfir það sem pakka þarf í ferða- töskuna, og það flokkað eftir því hvernig ferðin er; viðskiptaferð, fjölskylduferð eða eitthvað rómó. Þá er auðvitað reiknivél til að umbreyta myntum. Og símanúmeralisti yfir öll helstu flugfélög ef eitthvað skyldi koma upp á. Ekki má heldur gleyma því að hægt er að fletta upp öllum helstu flugvöllum, sjá hvaða veitingastaðir og verslanir eru þar, ásamt því hvar á flugvellinum það er að finna. Ég er að segja ykkur það: Þetta er ferða- appIÐ. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 72 dægurmál Helgin 23.-25. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.