Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 76

Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 76
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is AnnA ÞorvAldsdóttir  Bakhliðin Mögnuð manneskja Aldur: 36 ára. Maki: Hrafn Ásgeirsson heimspekingur. Börn: Engin. Menntun: Doktor í tónsmíðum frá Kaliforníuháskóla í San Diego. Lærði í Listaháskóla Íslands áður. Starf: Tónskáld. Fyrri störf: Alltaf starfað við tónlist. Áhugamál: Heilbrigður lífsstíll og jóga, og að ganga úti í náttúrunni. Stjörnumerki: Krabbi. Stjörnuspá: Stundum skilur fólk ekkert í því að það stofnaði til sambands í upphafi, en það er engin tilviljun að þið séuð saman. Auður er þinn fæðingar- réttur. Sko. Hún Anna er alveg ótrúlega næm og með mikið innsæi, sem gegnumsýrir allt sem hún gerir,“ segir Berg- lind María Tómasdóttir, vinkona Önnu. „Hún er ekki bara næm í tónlistinni heldur líka næm á allt sitt umhverfi og þar með talið vini. Hún er ótrúlegur vinur því hún les mann svo vel. Svo hefur hún svo mikinn andlegan styrk og er svo sterk. Hún er bara mögnuð manneskja og ég get ekki sagt neitt neikvætt um hana. Það sem er neikvætt er samt já- kvætt. Hún er svo fylgin sér að þegar hún er að vinna tekur hún það alla leið og þá er ekki hægt að trufla hana.“ Anna Þorvaldsdóttir tónskáld heims- frumsýnir verkið „In the light of air“ í tengslum við Listahátið í Hörpunni á laugardag. Það var hinn virti bandaríski tónlistarhópur International Contempor- ary Enseble sem pantaði verkið af Önnu, en verk Önnu eru flutt reglulega í Evrópu og Bandaríkjunum og hafa hlotið marg- víslegar viðurkenningar. Hrósið... fær Fann ey Hauks dótt ir sem í vikunni tryggði sér heims meist ara titil ung linga í bekkpressu í -63 kg flokki er hún lyfti 135 kílóum. Fallegar Útskriftargjafir Laugavegur 45 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.