Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 82

Fréttatíminn - 23.05.2014, Page 82
M ikilvægt er að sinna við-haldi og endurnýjun fasteigna, bæði fyrir eigendur þeirra og notendur. Sé ástand fasteigna slæmt eða nota- gildi þeirra óhentugt, hefur það áhrif verðmæti, ásýnd og fleira. Því er mikilvægt að fasteignum sé vel við haldið. Sérfræðingar hjá Verk- sýn ehf. sinna ráðgjöf á sviði við- halds og endurbóta á mannvirkj- um og búa yfir áratuga reynslu af störfum við mannvirkjagerð. Að sögn Andra Más Reynisson- ar byggingafræðings sinna sér- fræðingar Verksýnar öllum þáttum ráðgjafar við framkvæmdir innan- húss jafnt sem utan; úttektum og ástandsgreiningum, útboðum, gerð teikninga, verksamninga og svo umsjón og eftirliti með verk- legum framkvæmdum. „Húsfélög og fasteignafélög eru algengir við- skiptavinir, en einnig fyrirtæki og einstaklingar með fasteignir í sinni umsjá. Við höfum sérhæft okkur í viðhaldsmálum og viljum laga okkar starfsemi að þörfum viðskiptavina á þeim markaði,“ segir hann. Algengt er að stjórnendur hús- félaga leggi mikla vinnu í umsjón og jafnvel eftirlit með framkvæmd- um. Framkvæmdirnar eru í mörg- um tilvikum umfangsmiklar og flóknar. Þjónusta Verksýnar nær yfir flesta þætti sem annars myndu hafna á borðum stjórnarmanna í húsfélögum. Almennt er skynsamlegt og ekki síður hagkvæmt fyrir eig- endur fasteigna að huga tímanlega að undirbúningi framkvæmda, til dæmis á vetrarmánuðum fyrir komandi framkvæmdasumur. „Góður undirbúningur leiðir yfir- leitt til vandaðri og betri fram- kvæmdar fyrir eigendur og not- endur fasteigna,“ segir Andri. Ákveðnir þættir framkvæmda, eins og til dæmis málun og múr- vinna, eru háðir veðri. Andri seg- ir hins vegar hægt að sinna ýmis konar viðhaldsframkvæmdum yfir vetrartímann, eins og til dæmis klæðningum, glugga- og glerskipt- um og fleiru. „Vetrarframkvæmd- ir kalla á ákveðnar ráðstafanir en vel er hægt að nýta annan tíma en hásumarið til framkvæmda. Það er einnig hagkvæmt fyrir eigend- ur og verktaka að lengja fram- kvæmdatímann ef kostur er á því.“ KYNNING 6 viðhald húsa Helgin 23.-25. maí 2014 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Hljóðeinangrandi Auðveld í þrifum Ofnæmisprófuð Slitsterk TeppiTeppi - á stigaganginn Sérhæfð ráðgjöf um viðhalds- framkvæmdir hjá Verksýn Hjá Verksýn er veitt ráðgjöf um viðhald og endurbætur á mannvirkjum. Sérfræðingar fyrirtækisins búa yfir ára- tuga reynslu af mann- virkjagerð. Framkvæmdin verður betri með góðum undirbúningi. N ú eru ábyrgir og fram-sýnir húseigendur farnir að huga að eignum sínum og gaumgæfa hvað þurfi og megi fyrir þær gera í vor og sumar. Stöðugt og reglubundið viðhald er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt til að viðhalda og auka verðmæti fasteigna. Það borgar sig og er eigendum til mikilla hagsbóta að halda eignum sínum vel við og endurbæta þær í takt við tímann og nýjar og breyttar þarfir og kröf- ur. Viðhaldsfé er ekki á glæ kastað og það skilar sér oftast margfalt til baka. Um það er reynslan ólygin. Um þessar mundir er viðhalds- iðnaðurinn að vakna til lífsins og horfa til verka og þar er mikið undir. Hús eru forgengileg og ganga úr sér hvað sem tautar og raular óháð efnahagsástandi og fjárhag eigenda á hverjum tíma. Ef hús fá ekki það viðhald sem þarf og nauðsynlegar endurbætur í takt þá nagar tímans tönn þau miskunnar- laust og verðmæti þeirra og nota- gildi rýrnar. Það kemur eigendum í koll ef þeir sinna ekki brýnu viðhaldi. Þegar um einbýlishús er að ræða, er viðhald að mestu einkamál eiganda þess. Öðru máli gengir um fjöleignarhús. Þar eru eigendur sameiginlega ábyrgir. Viðhald húseigna er mikið þjóð- þrifa- og almannaheillamál þar sem hagsmunir allra fara saman. Viðhald er nauðsynlegt til að verð- mæti fasteigna haldist og aukist. Það er eigendum til hagsbóta og líka veðhöfum og tryggingarfélög- um. Viðhald skapar vinnu, tæki- færi og verðmæti. Þegar fé skortir til stórra hluta er einmitt ástæða og lag til að hlúa að því sem fólk á fyrir og búa í haginn. Á viðhaldsviðinu getur vel orðið mikil athafnasemi öllum til hags og heilla; húseigendum, við- haldsgeiranum, iðnaðarmönnum, verktökum og samfélaginu öllu. Viðhalds- og byggingariðnaðurinn er risi í álögum, nú í dvergslíki, og má ekki sofa lengur og koðna niður og staðna. Með öllum ráðum og samstilltu átaki þarf að rjúfa þá stöðnun og þann doða sem ríkt hefur. Hér eru fín hjól sem liðka má og hafa burði og möguleika til að snúast og virka og það vel. Í rússíbanareiðinni og þensl- unni miklu var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Grasið þótti grænna í nýbyggingum og viðhald húsa sat á hakanum. Nú er öldin önnur. Það er ljós í myrkr- inu fyrir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samningum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstafanir til hvetja til við- halds og að örva viðhaldsgeirann með endurgreiðslu virðisauka- skatts (100% af vinnu á byggingar- stað. Að því leyti árar vel til við- halds. Verktakar eru því miður margir veikburða eftir áföll og hremm- ingar. Það skapar áhættu og óvissu fyrir viðsemjendur þeirra og kallar á vönduð vinnubrögð af hálfu húsfélaga. Þá fylgir sá bögg- ull skammrifi að eigendur eiga yfirleitt ekki digra viðhaldssjóði né aðrar feitar fúlgur og allra síst á tímum kaldakols. Lánamöguleikar eru ekki samir og fyrrum þegar gullið flóði. Peninga skortir víða til viðhalds og á því stranda mörg góð áform. Ef þeir eru ekki fyrir hendi er tómt mál að tala um viðhald þótt þörf sé brýn og aðstæður að ýmsu öðru leyti ákjósanlegar. Þessu næst nokkur orð og ráð til eigenda og húsfélaga í fram- kvæmdaham. Hvernig skal að málum standa og hvað er til ráða og hvað er að varast. Góður undirbúningur viðhalds- framkvæmda í hvívetna er lykilat- riði og mjög mikilvægur og einnig það að velja góðan og ábyrgan ráð- gjafa og verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsframkvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og í flestum tilfellum er um að kenna slælegum undirbúningi og lélegri ráðgjöf og einnig röngu vali á verktökum. Það skammgóður vermir að spara á undirbúnings- stiginu. Þar er grunnurinn lagður og ef hann er veikur þá er ekki við góðu að búast. Ekki er til nein einhlít regla um það. Verk eru mismunandi og aðstæður sömuleiðis. Í fjöleignar- húsum þarf að liggja fyrir lögleg ákvörðun. Þegar hún liggur fyrir, er rétt að fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand hússins og við- gerðarþörf. Í því ástandsmati felst yfirleitt gróf lýsing á ástandi ásamt sundurliðum verkliðum með áætl- uðum magntölum. Húseigendur eru hvattir til að snúa sér til tækni- manna og fyrirtækja sem fram- kvæma slíkt mat en framkvæma þau ekki sjálfir eða fá fúskara til þess. Sé um minni verk að ræða er hægt að óska eftir tilboðum frá verktaka, byggðum á magntöl- um og verklýsingu samkvæmt ástandsmati. Við stærri verk eru úttektaraðilar jafnan fegnir til að fullgera útboðs- og verklýsingu og standa að útboði. Mikilvægt er fyrir eigendur að gæta þess að viðurkenndir meist- arar standi fyrir viðhaldsverkum þar sem slík verk eru oft mjög vandasöm. Þá er líka mikilvægt að leitað sé til hæfra ráðgjafa. Húseigendur skulu forðast eins og heitan eldinn að eiga viðskipti Hollráð til hús eigenda

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.