Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.05.2014, Síða 83

Fréttatíminn - 23.05.2014, Síða 83
Helgin 23.-25. maí 2014 viðhald húsa 7 Meistarar í Samtökum iðnaðarins eru með Ábyrgðasjóð sem tryggir þér vel unnið verk. Hver ábyrgist þinn meistara? Það er trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum að skipta við meistara og fagmenn sem hafa tilskilin réttindi. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild sem hefur á að skipa löggiltum fagmönnum til hvers kyns framkvæmda. Kynntu þér málið á www.si.is ert þú með skriflegan samning og tryggingu um fagleg vinnubrögð frá þínum meistara? Félag blikksmiðjueigenda www.blikksmidjur.is Félag skrúðgarðyrkjumeistara www.meistari.is málarameistarafélagið www.malarar.is meistarafélag byggingarmanna á norðurlandi www.mbn.is Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara www.dukur.is meistarafélag suðurlands www.mfs.is meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði www.si.is/mih meistarafélag húsasmiða www.mfh.is sart - samtök rafverktaka www.sart.is múrarameistarafélag reykjavíkur www.murarameistarar.is meistarafélag byggingarmanna suðurnesjum www.mb.is Hollráð til hús eigenda við fúskara og aðila sem ekki hafa fullnægjandi fagréttindi. Að velja verktaka er ekki auðvelt verk. Alls ekki er víst að sá sem býður lægst sé með hagstæðasta tilboðið þegar upp er staðið. Líta þarf til fleiri atriða svo sem hvort verktaki hafi fullnægjandi fagréttindi, hvort af honum fari gott orðspor. Er hann vandaður og traustur? Má treysta því að hann hafi fjárhagslegt bol- magn til að ljúka verkinu? Er hann engilbjartur í hvívetna eða með vafasama og flekkótta fortíð í fjár- málum og skuldahala Afla þarf upplýsinga um þessi atriði og vega og meta heildstætt en ekki bara einblína á tilboðs- fjárhæðina. Það er hægurinn fyrir ábyrgðarlausa fúskara að bjóða lágt og lofa miklu. Það er létt að lofa ef vilji og geta til efnda er ekki að flækjast fyrir mönnum. Um það vitna sorglega mörg dæmi. Vítin eru til að varast í þessu efni sem öðrum. Reyndir, færir og ábyrgir, ráðgjafar eru helsta trygging, skjöldur og slysavörn verkaupa gagnvart vafasömum verktökum. Þeir þekkja gjörla til fyrirtækja og manna í bransanum og verka þeirra og þá reynslu og það orð- spor sem af þeim fer. Góður ráð- gjafi er þannig gulls ígildi, ekki síður en góður verktaki Seint verður fullbrýnt mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. Allt of títt er að enginn skriflegur samningur er gerður eða að ekki sé vandað til samningsgerðar. Skapar það hættu á ágreiningi og deilum sem hefði mátt fyrirbyggja með skýrum samningsákvæðum. Mikilvægt er að í verksamningi séu skýr ákvæði um verklaun og greiðslu þeirra, verktímann og framvindu verksins og hvaða verkþætti sé um að ræða. Óljós verksamningur býður heim hættu á ágreiningi og að verktaki áskilji sér hærri greiðslur en upphaflega var samið um þar eð hann hafi unnið fleiri verkþætti en til stóð. Getur verkkaupi stundum lent í erfiðri stöðu eða klemmu í slíkum tilvikum. Ákvæði laga um þjónustukaup, sem gilda í samskiptum eigenda íbúðarhúsnæðis og verktaka geta þá komið til skoðunar. Þar er svo mælt fyrir að verktaki eigi ekki að vinna önnur verk en samningur kveður á um. Ef í ljós kemur þegar verk er unnið að eðlilegt sé að vinna önnur verk til viðbótar þeim sem samið var um ber verktaka að tilkynna fasteignareiganda þar um og óska eftir fyrirmælum hans. Geri hann það ekki getur hann ekki áskilið sér rétt til auka- greiðslna vegna þeirra verkþátta. Hafi verið samið um fast verð í verk- samningi getur verktaki almennt ekki við uppgjör krafist hærri fjárhæða en upphaflega var samið, nema hann hafi unnið fleiri verkliði en verksamningur hljóðaði um með samþykki viðsemjanda síns, enda verða verktakar eins og aðrir að standa og falla með því verði sem þeir bjóða í samningum. Í þessum geira eða bransa eru því miður margir svartir sauðir sem oft hafa enga eða takmarkaða fagþekk- ingu á viðgerðum. Þessir aðilar bjóða gjarnan töfralausnir, bæði í efnum og aðferðum. Húseigendur þurfa að varast þessa aðila. Yfirleitt stenst fátt og eng- inn verksamningur gerður og jafnvel um vinnu að ræða án reiknings, sem er ekki eingöngu ólöglegt heldur stórvara- samt. Án fullgilds reiknings hefur hús- eigandi ekkert í höndunum sem sannar hvað var gert eða að viðeigandi verktaki hafi yfirleitt komið nálægt verki og húsinu. Svart er svart. Því miður eru töluverð brögð að reikningslausum viðskiptum og virðast sumir húseigendur telja sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt ofmetur verkkaupi hag sinn í þeim við- skiptum. Verkkaupi stendur eftir án nokkurs eða veikburða réttar gagnvart verktaka og ábyrgð á verki er engin. Einnig er mikilvægt að benda á að virð- isaukaskattur fæst aðeins endurgreidd- ur af vinnu við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði, ef reikningar frá verktaka eru fullgildir. Sigurður Helgi Guðjónsson formaður Húseigendafélagsins 1. Fáið hæfan og hlutlausan ráðgjafa, sérfræðing, til að meta ástand eignarinnar og viðgerðaþörf. 2. Við minni verk er hægt að óska eftir tilboðum, byggðum á magntölum og verklýsingu. Við stærri verk fer yfirleitt fram útboð. 3. Meta þarf tilboð í sam- hengi við útboðsgögnin, heildarverð, einingaverð, uppsetningu tilboðsins og verktíma. 4. Þegar ákveðið hefur verið hvaða tilboði skal taka, er gengið til samninga við viðkomandi verktaka. Seint verður fullbrýnt mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verktaka hvort sem er um lítil eða stór verk að ræða. 5. Eftirlit með framkvæmd þarf að vera í vel skilgreint og föstum farvegi og oftast er ráðinn til þess hæfur og óháður aðili. 6. Lokauppgjör fer fram eftir að verki telst lokið. Mikilvægt er að taka út framkvæmdina og frágang á verkinu áður en loka- greiðsla fer fram. Heilræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.