Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Side 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Side 30
að meta tafirnar til verðs, en án þeirra gæti þurft að leita liðsinnis dómstóla til að ná rétti sínum. Matið á því, itve marga daga verkið hefur raun- verulega tafizt, getur hins vegar komið til kasta dómstóla eða gerðardóms, ef um slíkt er samið. í þessari grein eru líka ákvæði um rétt verk- taka til að krefjast framlengingar á skilafresti, hafi á verkinu verið gerðar breytingar, sem seinka framkvæmdum, verkkaupi hefur ekki látið í té í tæka tíð uppdrætti, efni, vinnu eða annað, sem hann átti að lcggja verktaka til, eða óviðráðanleg atvik tálma íramkvæmdum verulega. Óhagstæð veðrátta telst sarnt ekki til óviðráðanlegra at- vika, nema annað sé tekið fram í útboðsgögn- um. Vanefndir, úttekt og ábyrgð á verki Almenn ákvæði eru í 25. og 26. grein um van- efndir af beggja hálfu og hvernig að skuli farið, ef slíkt hendir, og í 28. gr. eru reglur um úttekt. „Verktaki tekur ábyrgð á verkinu í eitt ár, frá því að hann skilaði því af sér.“ Þessi ákvæði 29. greinar þýða, að verktaki á að bæta úr göllum, sem fram kunna að koma á verkinu í heilt ár eft- ir afhendingu þess, stafi þeir af því, að efni eða vinna var lakari að gæðum en skylt var eftir samningi. Komi gallar í ljós síðar, er ekki Jjar með sagt, að verktakinn sé laus allra mála, hon- um ber „að svara skaðabótum, ef gallarnir sann- anlega stafa af svikum eða gáleysi hans sjálfs eða starfsmanna hans,“ en um fyrningu slíkra galla fer eftir ákvæðum laga um fyrningu skulda o. fl. (nr. 14/1905). ' j) Meðferð ágreiningsmála í lokagreinum staðalsins eru ákvæði um reikn- ingsskil og ágreiningsmál. Um reikningsskilin er jtað m.a. að athuga, og rétt að undirstrika alveg sérstaklega, að alltof oft veldur getuleysi verk- kaupa til að standa í skilum á réttum tíma niikl- um erfiðleikum fyrir verktakann. Þetta ætti ekki að koma fyrir, ltafi verkkaupinn gert sér grein fyrir því, hve mikið verkið muni kosta og aflað sér J>ess fjár, sem til Jjarf. Hann hefur tekið á sig verulegar skyklur með verksamningsgerðinni um greiðslu tiltekinna fjárhæða á ákveðnum tíma. Ég hefi stiklað á stóru. Hægt hefði verið að eyða mun lengri tíma í Jietta efni en til reiðu er. Að lokum vil ég endurtaka þá ábendingu mína, að nota staðalinn við verksamningagerð, hvort sem verk eru boðin út eða ekki og livort sem verkin eru stór eða smá; 10 Jms. kr. verksamn- ingur við iðnaðarmann eða stórverktakasamn- ingur upp á 20 millj. kr. eru jafnvel leystir með staðlinum. Þarna standa margir hlutir, sem okk- ur finnst ef til vill vera svo sjálfsagðir, að ekki sé jrörf að minnast á Jrá, en geta samt sem áður skipt verulegu máli, [icgar eitthvað bjátar á í samstarfinu milli verktaka og verkkaupa. Ég vona, að þessir þankar rnínir hafi orðið til Jaess, að einhverjir áheyrenda minna geri sér betri grein en áður fyrir þörfinni á að undirbúa framkvæmdir nægilega vel, bæði tæknilega og fjárhagslega. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.