Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Síða 31
GUNNAR TORFASON, verkfræðingur:
VERÐBREYTINGAR
OG
SUNDURLIÐUN
VERKKOSTNAÐAR
Við gerð kostnaðaráætlana, útreikning tilboða
og samningu skilgreina, höfum við hjá verkfræði-
stofunni Hagverk s.f., þráfaldlega rekið okkur
á vöntun samræmingar við slíka vinnu.
Eru í því sambandi fjölmargir þættir, sem
endurskoðunar og endurbóta þyrftu við, og í
framhaldi af liinu ágæta erindi Skúla Guðmunds-
sonar langaði mig aðeins að drepa lítillega á
tvö atriði, sem snerta útboð verklegra frarn-
kvæmda og rekstur verksamnings. Eru það ann-
ars vegar verðbreytingar og liins vegar sundur-
liðun tilboða, en í staðlinum ÍST 30 eru engin
ákvæði um þessi mál.
Verðbreytingar
Nauðsynlegt er, að í útboðsgögnum korni skýrt
fram, eftir hvaða reglurn reikna skuli verðbreyt-
ingar. Bæði er, að hér á landi eru verðbreytingar
örar og því miður er nær eingöngu um verð-
hækkanir að' ræða, og hins vegar er hér oft um
viðkvæm mál að ræða, sem auðveldlega geta
valdið miklum deilum, töfum og jafnvel mála-
ferlum, ef ekki er tekinn af allur vafi strax í
útboðsgögnum. Sérstaklega á þetta við, ef verk
standa lengi yfir.
Líklega er ekki aðalatriðið, hvaða aðferð er
notuð við verðbótaútreikninga, og reyndar lík-
legt, að ekki verði unnt að beita einni og sömu
aðferðinni við allar tegundir verklegra fram-
kværnda. Er það mjög mikilvægt, að aðferðin,
sem fyrir valinu verður, sé afdráttarlaus og ein-
föld í meðförum.
Útreikningur verðbóta
Allir, sem um útboð og tilboð hafa fjallað,
kannast við hinar ýmsu aðferðir, sem beitt er.
Nægir að nefna sem dæmi:
L Samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar.
2. Samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar með
jafnri (línulegri) hækkun innan hvers
gildistímabils.
3. Skipting tilboðsupphæðar í liði t.d. akst-
ur, vélavinna, sement o. s. frv., og eru
hækkanir reiknaðar út frá þeirri hundraðs-
lilutahækkun, sem verða kann á einstökum
liðum á samningstímabilinu.
4. Verðuppbætur greiddar samkvæmt sannan-
legum verðhækkunum á efni, vélum og
vinnu á samningstímabilinu.
SVEITARSTJÓRNARMÁL