Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 13
Þegar komið er að þessum þætti mannlífsins, höfum við i rauninni staðnæmzt við það efni, sem i daglegu tali eru nefnd „menningarmál“ og þessi ráðstefna fjallar einkum um, en er vissu- lega aðeins litið brot menningarinnar í víðasta skilningi. Hluti tómstundaiðkana fólksins, sem lifir í strjálbýli, er samt enn sem fyrr bundinn hinu nána sambandi jjess við náttúrlegt umhverfi. Þetta kemur auðvitað skýrast fram hjá börnum og unglingum, þar sem náttúran sjálf er leikvöll- urinn og hlýtur að orka á barnshugann ólíkt og ferhyrndur malarblettur milli húsa í borg. Störf þess fólks, sem stundar búskap í sveit og umgengst skepnur og gróður eða sækir sjó, veita því i sjálfu sér meiri lífsfyllingu en skrifstofu- manninum við sína reiknivél eða verksmiðju- verkamanninum við sitt færiband, sem lokaðir eru allan vinnudag sinn inni í kassa, sem búinn er til af mönnum og er dauð veröld. Fyrir því held ég, að tómstundaiðkanir séu fólki við þess háttar frumframleiðslu, sem hér á landi er, ekki sama nauðsyn — og vandamál — eins og borgarbúanum. Starf þess er einfaldlega stærri hluti af lífinu. 4. Eðli tómstundaiðkana 4.1 Menn verja tómstundum sínum í aðalatriðum á tvennan hátt: sem þolendur þess, sem þeir dvelj- ast við, eða gerendur. Sjálfsagt er æskilegt, að ein- hvers konar jafnvægi ríki milli þessara þátta. En um það verður ekki deilt, að þau atriði, sem gera okkur að þolendum í tómstundum, sækja fast á. Hvorn háttinn, sem við veljum fyrir okkur, má aftur greina í tvennt: hreina afþreyingu eða eitthvað, sem reynir á hugsun eða líkamsþol. Umræðan á þessari ráðstefnu snýst um það, hvernig sveitarstjórnir a. hjálpa til að rétta okkur upp í hendur — á silfurdiski, þegar bezt lætur — Jjætti úr menningunni eða b. hjálpar okkur til þess að eiga frumkvæði sjálfir að ástundun þeirra. 4.2 Fyrri atriðin, þar sem almenningur er viðlalt- andi, eru xn. a. þessi: 4.2.1 Afnot fjölmiðla hvers konar, sem taka orðið mikið af tómstundum fólks. 4.2.2 Skemmtanaiðnaður, þar sem dansleikir, kvik- myndasýningar og ýmiss konar trúðleikar eru gildustu þættir. 4.2.3 Afnot ýmiss konar safna. 4.2.4 Kappleikir í hvers kyns íþróttum. Á Héraðsvöku er jafnan flutt margvíslegt efni til fróðleiks og skemmt- unar. Bæði er þar um að ræða aðfengið efni og heimatilbúið. Ljósmyndin sýnir atriði heimamanna; á sviðinu eru Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Vallanesi; séra Ágúst Sigurðsson, þáv. prestur í Vallanesi og Ólafur Hallgrímsson, þáv. kennari á Hallormsstað. (Ljósm. Sig Bl.). 4.3 Síðaii atiiðin, þar sem almenningur á frum- kvœði, eru m. a. þessi: 4.3.1 Þátttaka í félagslífi hvers konar. 4.3.2 Iðkun íþrótta og útilífs. 4 33 Ástundun fagurra lista og bóklestur almennt. 4.3.4 Fegrun umhverfis. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.