Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 57
VILHJÁLMUR GRÍMSSON, bæjartæknifræðingur í Keflavík: TÆKNIMÁL SVEITARFÉLAGA Laugardaginn 24. janúar sl. komu saman til fundar í Reykjavík 10 bæjarverkfræðingar og bæjartæknifræðingar víðs vegar að af landinu. Fundarefnið var að kanna grundvöll fyrir stofn- un samtaka meðal þessara starfsmanna sveitar- félaganna. Er skemmst frá því að segja, að allir þeir, sem fundinn sátu, voru á einu máli um nauðsyn og gagnsemi samtaka Jjessara starfsmanná sveitar- félaganna. Til Jaess að annast áframhaldandi undirbúning að stofnun formlegra samtaka voru kjörnir, auk undirritaðs, þeir Magnús R. Guð- mannsson, bæjarverkfræðingur í Njarðvík, og Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur í Reykjavík. í umræðum á fundinum kom fram, að rétt væri að leggja áherzlu á, að starfsemin byggðist eingöngu á faglegum grundvelli. Má t. d. benda á nytsemi Jtess að skiptast á upplýsingunt um ýmis tæknileg og verkfræðileg atriði um mörg sameiginleg verkefni, svo sem uppbyggingu vatnsveitna, gatnagerð og sorpeyðingu, svo að eitthvað sé nefnt af sameiginlegum áhugamálum. Fundarmenn voru sammála um að óska eftir aðstoð og stuðningi Sambands íslenzkra sveitar- félaga við uppbyggingu og starfsemi samtaka okkar. Enda hefur stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga ávallt haft mikinn áhuga á tækni- málum sveitarfélaga, eins og hinar mörgu ráð- stefnur og fundir sambandsins á undanförnum árurn um ýmsa Jjætti tækni- og skipulagsmálefna bera með sér. Er J)ess að vænta, að sambandið haldi Jtessari starfsemi áfrant, öllum aðilum til gagns, svo sem verið hefur. Ef til vill væri möguleiki, að samtök Jtau, sem hér eru væntanlega í uppsiglingu, gætu veitt einhverja aðstoð við undirbúning ráðstefnu- halds um tæknimál, ef stjórn sambandsins ósk- aði að færa sér Jtað í nyt. Það er von okkar, sem stöndum að stofnun samtaka verk- og tæknifræðinga sveitarfélaganna, að það megi verða okkur og ekki síður sveitar- félögunum til gagns í framtíðinni. Þátttakendur í undirbúningsstofnfundinum voru Jjessir: Ásgeir Valdimarsson, bæjarverkfr., Seltjarnarnesi Björn Árnason, bæjarverkfr., Hafnarfirði Gústaf Jónsson, byggingarfulltr., Garðabæ Magnús R. Guðmannsson, bæjarverkfr., Njarðvík Páll Zóphoníasson, bæjartæknilr., Veslm.eyjum Vilhjálmur Grímsson, bæjartæknifr., Keflavík Þorgrímur Stefánsson, byggingarfulltr., Borgarnesi Þórarinn Magnússon, bæjarverkfr., Neskaupstað Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfr., Reykjavík Þorvaldur Magnússon, bæjartæknifr., Húsavík. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.