Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 60
Áhaldahús og slökkvistöð Suðureyrarhrepps. Húslð var relst (yrlr (áum árum. hníga í sömn átt. Þess vegna var það fyrir nokkrum árum, þegar til athugunar kom um sameiningu hreppa í Fram-Eyjafirði, að þá ósk- aði hreppsnefnd Svalbarðsstrandar- hrepps aðild að slíkri könnun. Ef framhald yrði á þeirri atltugun og til sameiningar hreppa kæmi hör um slóðir, þá finndist mér eðlileg- ast, að þeir hreppar, sem saman standa um unglingaskólann að Hrafnagili, rynnu saman í eina fé- lagsheild. En til þess að svo gæti orðið, þarf að koma til lagasetning, því að hrepparnir eru nú í tveimur sýslufélögum, þ\’í að breytingu á sýslumörkum má ekki gera nema með lögum.“ „Breyting í þessa áttina hefur nokkuð verið orðuð heima fyrir, en ekki orðið úr aðgerðum," sagði Hreinn Ketilsson, oddviti, að lok- um. SUÐUR EYRAR HREPPUR Jarðhiti fundinn „Síðast liðið sumar náðist já- kvæður árangur af borun hjá Laug- um í Súgandafirði. í ljósi þess virð- ist einsýnt, að hitaveituframkvæmd- ir á Suðureyri eru í dag brýnasta hagsmunamál byggðarlagsins,“ sagði Ólafur Þórðarson, oddviti, í samtali við Sveitarstjórnarmál á dögunum. „Búið er að gera kostn- aðaráætlun unt verkið. Hljóðar hún upp á 158 millj. króna. Ef frestað er framkvæmd við aðra borholuna í þeirri áætlun, má gera ráð fyrir, að unnt sé að korna hita- veitu í gagnið fyrir 134 millj. króna. Stefnt verður að því, að koma hitaveitunni upp fyrir næsta vetur. Hvort það tekst, eigum við SVEITARSTJÓRNARMÁL undir lánastofnunum, en það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar, að orkuframkvæmdir skuli hafa for- gang, og í þessu sambandi er um rnjög arðbæra og gjaldeyris-spar- andi framkvæmd að ræða.“ „Það er rétt að bæta því liér við," sagði Ólafur ennfremur, „að víða á Vestfjörðum er lieitt vatn, og ekki ólíklegt, með þeirri tækni, sem í dag er við boranir, að takast megi að fá nægilegt heitt vatn í hitaveitur við flesta jjéttbýlisstað- ina á Vestfjörðum. Arangurinn af boruninni í Súgandafirði var því stórviðburður i orkumálum Vest- fjarða." Fjörkippur í húsbyggingum „Húsnæðisskortur liefur verið á Suðureyri, en gera má ráð fyrir miklurn bvggingarframkvæmdum næsta sumar. Sveitarfélagið liyggst fara út í byggingu 7 leiguíbúða, fáist framkvæmdalán til þeirra hluta, en við höfum ástæðu til að ætla, að svo verði. Einstaklingar liyggjast byggja 12—13 íbúðarhús, og mun byggingarfélagið Þörf hf. sjá um byggingu flestra húsanna. Aldrei áður liefur staðið til að reisa jafn mörg íbúðarhús á einu og sama sumrinu. Síðast liðið sum- ar var aðeins byrjað á einu íbúðar- húsi á staðnum." Umhverfismál „Síðast liðið sumar var byrjað á varanlegri gatnagerð á Suðureyri og steyptur 260 m langur kafli af aðalgötunni í þorpinu. Haldið verður áfram gatnagerðarfram- kvæmdum, en ekki er endanlega ákveðið, hve stór áfangi verður tek- inn fyrir næst. Hirðing sorps hefur verið ábóta- vant á undanförnum árum, og eitt af því, sem nauðsynlega þarf að konta í betra horf. Ráðgert er að koma upp súgbrennara í sumar, en reynslan sker úr um [)að, hvort það verður fullnægjandi. Fyrirmynd að slíku er t. d. í Borgarnesi, og þykir hafa gefizt þar vel. Þarft væri að girða Suðureyrar- þorpið af og auðvelda þannig unn- endum garðyrkju og gróðurs að fegra sitt nánasta umhverfi. I þá framkvæmd væri skynsamlegt að fara um leið og hinn nýi flugvöllur staðarins verður girtur af. En líta ber á það sem nauðsyn af öryggis- ástæðum. Hvort í það verður farið í sumar, þori ég ekki að fullyrða."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.