Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Side 62

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Side 62
HÓLMSTEINN HELGASON KJÖRINN HEIÐURSBORGARI RAUFARHAFNARHREPPS Hreppsnefnd Raufarhafnar- hrepps hefur kjörið Hólmstein Helgason fyrsta heiðursborgara hreppsins. Er þetta gert í tilefni af því, að á árinu 1975 voru 30 ár frá því að hreppurinn var stofn- aður með skiptingu úr Presthóla- hreppi. Einnig áttu þau lijónin Hólmsteinn og Jóhanna Björns- dóttir gullbrúðkaup hinn 25. júlí sl., og þann dag valdi hrepps- nefndin til þess að heimsækja þau hjónin og færa þim lieiðursborg- arabréfið. Hólmsteinn er fæddur á Kálfa- strönd í Mývatnssveit árið 1893 og er því 82 ára að aldri. Hann gerðist ungur kennari í Presthóla- hreppi og sat í lireppsnfnd Prest- hólahrepps árin 1928—1945, er Raufarhafnarhreppur var stofnað- ur með skiptingu hreppanna. Þá var Hólmsteinn kosinn í fyrstn hreppsnefnd Raufarhafnarlnepps og átti í henni sæti samfellt til árs- ns 1962, er hann dró sig í hlé 69 ára gamall. Jafnframt var Hólmsteinn kosinn fyrsti oddviti Raufarliafn- arhrepps og var oddviti á árunum 1945—1950 og á ný árin 1958—1962 eða samfellt í 9 ár. Hólmsteinn hefur tekið þátt í margvíslegum félagsmálastörfum á Raufarhöfn. Var í stjórn Kaupfé- lags Norður-Þingeyinga frá 1938 lii 1960, er félaginu var skipt, og síðan formaður Kaupfélags Rauf- arhafnar til 1968, er það hætti störfum. Hann var form. skóla- nefndar 1942—1946 og 1950—1959 og formaður og gjaldkeri Sjúkra- samlags Raufarliafnar frá stofn- un þess árið 1950. Auk þess hefur liann verið í fararbroddi í Búnað- arfélagi Austur-Sléttu og í Jarð- ræktarfélagi Raufarliafnar, gerði lengst út á vélbáti og sat á Fiski- þingum. Hann hefur verið af- greiðslumaður fyrir Eimskipafélag Islands á Raufarhöfn frá 1930 eða í 45 ár. Kona Hólmsteins er Jóhanna Björnsdóttir frá Grjótnesi í Prest- hólahreppi. Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi. Þar á meðal er Björn Hólmsteinsson, núverandi oddviti hreppsins. NYR BORGAR- BÓKAVÖRÐUR Elfa Björk Gunnarsdóttir hefur verið ráðin borgarbókavörður í Reykjavík. Elfa Björk er fædd í Reykjavík 29. september árið 1943, og er því 32 ára að aldri. Eoreldrar Sigríður Halldórsdóttir og Gunn- ar Þórir Halldórsson. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um i Reykjavík vorið 1965 og hóf nám sama haust við Stokkhólms- háskóla, þar sem hún hefur num- ið bókmenntasögu og ensku. SVEITARSTJÓRNARMÁL Árið 1967 réðist hún til starfa hjá Borgarbókasafninu í Stokk- hólmi og vann þar og í fleiri bóka- söfnum í Svíþjóð um hríð og kynnti sér einkum bókaþjónustu við sjúkrahús, vistheimili, vinnu- staði og fangelsi. Haustið 1969 hóf liún nám í bókasafnsfræðum i Borgarbóka- safninu í Stokkhólmi og lauk það- an námi í desember árið 1973. Frá og nteð 1. maí 1974 hóf Elfa Björk starf hjá Borgarbóka- safninu i Reykjavík, og tók þá að sér að hleypa af stokkunum nýrri bókaþjónustu í þágu fatlaðra og blindra. Hún var ráðin borgar- bókavörður frá 1. nóvember 1975.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.