Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 62
HÓLMSTEINN HELGASON KJÖRINN HEIÐURSBORGARI RAUFARHAFNARHREPPS Hreppsnefnd Raufarhafnar- hrepps hefur kjörið Hólmstein Helgason fyrsta heiðursborgara hreppsins. Er þetta gert í tilefni af því, að á árinu 1975 voru 30 ár frá því að hreppurinn var stofn- aður með skiptingu úr Presthóla- hreppi. Einnig áttu þau lijónin Hólmsteinn og Jóhanna Björns- dóttir gullbrúðkaup hinn 25. júlí sl., og þann dag valdi hrepps- nefndin til þess að heimsækja þau hjónin og færa þim lieiðursborg- arabréfið. Hólmsteinn er fæddur á Kálfa- strönd í Mývatnssveit árið 1893 og er því 82 ára að aldri. Hann gerðist ungur kennari í Presthóla- hreppi og sat í lireppsnfnd Prest- hólahrepps árin 1928—1945, er Raufarhafnarhreppur var stofnað- ur með skiptingu hreppanna. Þá var Hólmsteinn kosinn í fyrstn hreppsnefnd Raufarhafnarlnepps og átti í henni sæti samfellt til árs- ns 1962, er hann dró sig í hlé 69 ára gamall. Jafnframt var Hólmsteinn kosinn fyrsti oddviti Raufarliafn- arhrepps og var oddviti á árunum 1945—1950 og á ný árin 1958—1962 eða samfellt í 9 ár. Hólmsteinn hefur tekið þátt í margvíslegum félagsmálastörfum á Raufarhöfn. Var í stjórn Kaupfé- lags Norður-Þingeyinga frá 1938 lii 1960, er félaginu var skipt, og síðan formaður Kaupfélags Rauf- arhafnar til 1968, er það hætti störfum. Hann var form. skóla- nefndar 1942—1946 og 1950—1959 og formaður og gjaldkeri Sjúkra- samlags Raufarliafnar frá stofn- un þess árið 1950. Auk þess hefur liann verið í fararbroddi í Búnað- arfélagi Austur-Sléttu og í Jarð- ræktarfélagi Raufarliafnar, gerði lengst út á vélbáti og sat á Fiski- þingum. Hann hefur verið af- greiðslumaður fyrir Eimskipafélag Islands á Raufarhöfn frá 1930 eða í 45 ár. Kona Hólmsteins er Jóhanna Björnsdóttir frá Grjótnesi í Prest- hólahreppi. Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi. Þar á meðal er Björn Hólmsteinsson, núverandi oddviti hreppsins. NYR BORGAR- BÓKAVÖRÐUR Elfa Björk Gunnarsdóttir hefur verið ráðin borgarbókavörður í Reykjavík. Elfa Björk er fædd í Reykjavík 29. september árið 1943, og er því 32 ára að aldri. Eoreldrar Sigríður Halldórsdóttir og Gunn- ar Þórir Halldórsson. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um i Reykjavík vorið 1965 og hóf nám sama haust við Stokkhólms- háskóla, þar sem hún hefur num- ið bókmenntasögu og ensku. SVEITARSTJÓRNARMÁL Árið 1967 réðist hún til starfa hjá Borgarbókasafninu í Stokk- hólmi og vann þar og í fleiri bóka- söfnum í Svíþjóð um hríð og kynnti sér einkum bókaþjónustu við sjúkrahús, vistheimili, vinnu- staði og fangelsi. Haustið 1969 hóf liún nám í bókasafnsfræðum i Borgarbóka- safninu í Stokkhólmi og lauk það- an námi í desember árið 1973. Frá og nteð 1. maí 1974 hóf Elfa Björk starf hjá Borgarbóka- safninu i Reykjavík, og tók þá að sér að hleypa af stokkunum nýrri bókaþjónustu í þágu fatlaðra og blindra. Hún var ráðin borgar- bókavörður frá 1. nóvember 1975.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.