Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Side 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Side 25
ingu slægjulanda til ágóða fyrir starfsemi sína, félagssjóð eða til framdráttar ákveðnum verk- efnum. Ungmennafélagar fóru í hópum til rækt- unarstarfa til efnaminni bænda, eða sem í erfið- leikum áttu af einhverjum sökum, og eru hand- sléttur ungmennafélaga í túnum ýmissa býla enn í dag talandi tákn um jiað starf. Á sama hátt var ekki óalgengt að félagar fylktu liði til heyskaparstarfa, og var jjá oft hraustlega tekið til hendinni við rakstur og slátt. Um áratugaskeið hafa ungmennafélögin unn- ið lofsvert starf á sviði skógræktarmála, og er Þrastaskógur talandi tákn um það starf, svo og hinir fjölmörgu skógarreitir félaganna og hér- aðssambandanna um land allt. Þá hafa félögin víða I sveitum landsins beitt sér fyrir og aðstoðað við gerð og ræklun heim- ilisgarða. f dag miðast landgræðslustörfin jöfn- um höndum við grasrækt og skógrækt, verkefnið er stórt og J)örf skipulagðra vinnubragða, sem mótast af raunsæi og jiekkingu á viðfangsefninu. Ungmennafélögin vinna nú markvisst að land- Sundiðkun var eitt fyrsta stefnumál ungmennafélaganna og mörg ungmennafélög höfðu forgöngu um byggingu sundlauga, sem enn eru í notkun víða um land. í ungmennabúðum er enn lögð mlkil áherzla á sund. Myndin sýnir skólabörn við sundiðkun. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.