Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Page 34

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Page 34
KOIMUR EIGA AÐ LATA SVEITAR STJÓRIMARMÁL MEIRA TIL SÍIM TAKA Samtal við Arnfríði Guðjónsdóttur, einu konuna, sem gegnir embætti oddvita á kjörtímabilinu. Á kjörtímabili því, sem nú stendur yíir, eiga 1162 einstaklingar sæti í sveitarstjórnum. Þar af eru 1140 karlar eða 96.3% og 42 konur eða 3.7%. Af 698 fulltrúum, sent kjörnir voru persónu- legri kosningu, eru 685 karlar eða 98.1% og að- eins 13 konur eða 1.9%. 12 þeirra voru kosnar í strjálbýlislireppum, en aðeins ein í kauptúna- hreppi, nánar tiltekið í Hrísey. Er það eina hreppsnefndarkonan á öllu svæðinu frá Auð- kúluhreppi vestur að Þórshöfn á Langanesi. Af listum voru kjörnir 464 sveitarstjórnar- menn, þar af 435 karlar eða 93.7% og 29 konur eða 6.3%. Konur eiga sæti í 37 af 224 sveitarstjórnum á landinu eða 16.5%. 15 eru í 12 kaupstöðum, 10 í 8 kauptúnahreppum og 17 í sveitahreppum. I 32 sveitarstjórnum á ein kona sæti í hverri þeirra, en í fimm sveitarstjórnum tvær konur. Þær eru borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórnir Grindavíkur og Seyðisfjarðar og hreppsnefndir Mosfellshrepps og Búðahrepps. Hlutfallslega standa konur bezt að vígi í hinum tveimur síðast- nefndu, að eiga tvo fulltrúa af 7 í sveitarstjórn. í báðum eiga þær aðild að meirihluta; í Mos- fellshreppi er Salome Þorkelsdóttir varaoddviti og í Búðahreppi er Arnfríður Guðjónsdóttir hreppsnefndaroddviti. Hún er jafnframt eina konan í embætti oddvita á yfirstandandi kjör- tímabili. Þetta er annað kjörtímabilið, sem Arnfríður situr sem aðalmaður í hreppsnefnd en kjörtíma- bilið þar á undan var hún varamaður. Hún átti sæti í aðalstjórn Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi á seinasta ári og var endurkjörin á seinasta aðalfundi, sem haldinn var á Seyðis- firði 6. og 7. september sl. Þar áttum við tal saman, meðan tóm gafst milli funda. Arnfriöur Guðjónsdóttir oddviti Búðahrepps. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.