Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Qupperneq 44

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Qupperneq 44
FRÁ___Q REYKDÆLA- Hitaveita Fyrir seinustu áramót var tekin í notkun hitaveita við Laugar og nágrenni í Reykdælahreppi. Snemma seinasta árs var borað eftir heitu vatni í hlíðinni ofan við skólahúsið, og fengust þar upp um 70 1/sek af 04° heitu vatni. Aður var í skólahúsinu gömul hitaveita frá laugum, sem spretta upp þarna í hlíðinni, en sú veita var orðin alls ófullnægjandi, eftir því sem húsakynni jukust á staðn- um. A sl. sumri var því hafinn undirbúningur að nýrri hitaveitu frá borholunni. Hita var hleypt á Jiessa lögn nú i desember, en liún er að mestu úr efni frá Úretan lif. í Reykjavík, en Fjarhitun hf. sá um alla hönnun. Kostnaður við borholuna mun hafa orðið hátt í 10 milljónir, og við lögnina um 12 millj. króna. 60% kostnaðar við holuna fckkst að láni úr Orku- sjóði, en eftirstöðvar voru greidd- ar af skóla og sveitarfélagi til helminga. Kostnaður við lögnina hefur verið greiddur af sveitarfé- lagi, skóla og með láni frá Spari- sjóði Reykdæla. A skólasetrinu eru 9 hús, 5 sem Héraðsskólinn á, 2 eign Hús- mæðraskólans og tvö hús barna- skóla sveitarinnar. Auk Jiessara húsa var lögð hitaveita í 12 íbúðir auk verzlunarhúss og tveggja verk- stæðisliúsa. 1 hverfinu eru á annað hundrað íbúar auk nær 200 nemenda, sem Jrarna stunda nám yfir veturinn. Teitur Björnsson, oddviti. 1 Reykdælabreppi eru rúmlega 400 íbúar og hefur íbúatalan hald- izt svipuð undanfarin ár. „Það hefur gengið vel að halda í horfinu með byggðina hjá okk- ur, og fækkun hefur ekki orðið í sveitinni á undanförnum áratug- um," sagði Teitur Björnsson, odd- viti á Brún, í samtali vð Sveitar- stjórnarmál nýlega, „i kringum skólasetrið að Laugum hefur myndazt nokkur byggðakjarni, sem skapar byggðinni kjölfestu. í sveitinni eru ágæt búskaparskil- yrði, vel gróin lönd og ræktun mikil á bæjum. Búskaparhættir hafa breytzt undanfarin ár úr því að vera sauðfjárbúskapur svo til eingöngu yfir í nautgripabúskap, jiem nú er yfirgnæfandi í sveitinni. Unga fólkið hefur nokkuð setzt að heima fyrir, þótt auðvitað finnist okkur full margt af Jrví fara á brott", sagði Teitur Björns- son í samtalinu. 50 ára skólastofnun Sl. vor var Laugaskóla slitið í 50. sinn. A liálfrar aldar starfs- ferli sínum hefur hann óneitan- Laugar hafa löngum verið íþróttamiðstöð ungmennafélaganna í Þingeyjarsýslu, þar hin bezta aðstaða til hvers konar kappleikja og útihátíðahalda. SVEITARSTJÓRNAKMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.