Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 9
KYNNING SVEITARFÉ LAGA Vorfagnaður í leikskólanum Bergheimum. í leikskólanum eru fjórar deildir og er gefinn kostur á fjögurra til níu stunda vistun barna. Ljósmyndirnar með greininni: Hafnarfréttir, Hjörtur Sandholt. urinn hefði mikil áhrif á atvinnulíf og umtalsverðir flutn- ingar yrðu um hann. Vegurinn myndi auðvelda sjósókn á fengsæl fiskimið austur með Suðurlandi og unnt væri að aka aflanum t.d. í flug til Keflavíkur. Þá skapast ótal möguleikar í ferðaþjónustu um allt Suðurland. Höfnin í Þorlákshöfn er 70 ára um þessar mundir og enn huga heimamenn að stækkun hennar. Alþingi sam- þykkti sl. vor að fela samgönguráðherra að hlutast ti! um að Siglingastofnun Islands hefji undirbúningsrannsóknir og hagrænar athuganir á stækkun hafnarinnar með það fyrir augum að auka vöruflutninga til og frá Þorláks- höfn. Með stærri höfn og meira landrými henni tengt stóraukast möguleikar Þorlákshafnar og nálægra byggð- arlaga til enn frekari uppbyggingar og þróunar. Eins og áður hefur verið nefnt eru landgæði Ölfússins mikil og eru þau sveitarfélaginu til ffamdráttar, sérstak- lega í allri atvinnuuppbyggingu. f þessu sambandi má nefna að víða er að fínna jarðhita og nýverið stofnaði sveitarfélagið ásamt Hveragerðisbæ og Rarik orkufyrir- tækið Sunnlensk orka ehf. Einnig er mikið af köldu vatni en Vatnsveita Þorlákshafnar er með gæðavottað innra eftirlit sem er matvælafyrirtækjum i bænurn mikilvægt. Af framanrituðu má sjá að framtíð Ölfússins er björt og að íbúar þess eru fúllir bjartsýni enda tækifærin alls staðar. 263

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.