Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Side 24

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Side 24
FRÆÐSLUMÁL - FÉLAGSMÁL Samstarf um skólamál og félagsþjónustu við utanverðan Eyjafjörð og í Hrísey Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppur og Ólafsfjarðarbær undirrituðu hinn 2. júlí sl. samning um samstarf á sviði sérfræðiþjónustu skóla, þjón- ustu við fatlaða og um eflingu heilsugæslu. Samningurinn öðlaðist gildi hinn 1. ágúst sl. Sveitarfélögin hafa á undanföm- um mánuðum unnið sameiginlega að undirbúningi að samþættingu skóla- og félagsþjónustu sveitarfé- laganna í kjölfar þeirrar ákvörðunar að Skólaþjónusta Eyþings hætti starfsemi hinn 1. ágúst sl. Sveitarfélögin skipuðu haustið 1998 sameiginlegan starfshóp til þess að gera tillögur um hvernig skipa skuli þjónustu á sviði félags- og skólamála sveitarfélaganna við utanverðan Eyjaíjörð. Starfshópur- inn skilaði tillögum sínum í apríl sl. til sveitarstjómanna sern afgreiddu tillögumar i maí og byrjun júní og tilnefndu fulltrúa í verkefnisstjóm. I samstarfssamningi sveitarfélag- anna er kveðið á um samstarfsform og markmið, helstu verkefni og framkvæmdaratriði auk kostnaðar- skiptingar. Með þessu samstarfi hyggjast sveitarfélögin: • skipuleggja samstarf og sameigin- leg verkefni skóla og stofnana sveitarfélaganna á sviði skóla- mála og félagsþjónustu og hafa forgöngu um skipulegt samstarf við heilbrigðisstofnanir. • efla uppeldisstarf og forvamastarf í byggðarlögunum með samhæfð- um aðgerðum og samstarfí fag- fólks og stuðningi við foreldrafé- lög. • vinna að gerð og framkvæmd rammasamnings og verkefhasamn- inga við Háskólann á Akureyri. • vinna að gerð og framkvæmd samninga við önnur sveitarfélög og opinbera aðila varðandi að- gengi að sérhæfðum þjónustuúr- ræðum. I samningnum er kveðið á um ráðningu sameiginlegs verkefnis- stjóra, samstarfsteymi skóla, félags- þjónustu og heilsugæslu, sálfræði- þjónustu, málefhi fatlaðra og bama- vemdarmál. Benedikt Sigurðarson MEd. hefúr verið ráðinn verkefhis- stjóri. Helstu viðfangsefni hans eiga að vera: • að vinna að kynningu á staðfestu þjónustuformi gagnvart íbúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í samráði við stjómendur sveitarfé- laganna. • að vinna að gerð vinnuleiðbein- inga fyrir starfsfólk grunnskóla og leikskóla varðandi úrvinnslu einstaklingsmála og kalla stjóm- endur og fagfólk til samstarfs um gerð slíkra leiðbeininga. • að vinna að endanlegri útfærslu á 278 Dalvíkurskóli. Holtsdalur I baksýn. Ása- fjall til vinstri og Böggvisstaðafjall til hægri.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.