Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 57
FJÁRMÁL Innheimtan 1998 hjá Inn- heimtustofnun sveitarfélaga Hilmar Björgvinsson forstjóri Á árinu 1998 nam innheimta barnsmeðlaga samtals kr. 1.606.502.000. Var þar um nokkra aukningu að ræða frá árinu 1997, en þá innheimtust kr. 1.470.022.401. Skoðunarmenn ársreiknings töldu þessa aukningu gott skref i rétta átt. Starfsfólk Innheimtustofnunar er staðráðið í að bæta innheimtuna með hertum innheimtuaðgerðum, t.d. gagnvart launagreiðendum, þannig að þeir komist ekki upp með að vanrækja töku meðlags við út- borgun launa. Tölvukerfi stofnunarinnar og bún- aður hefúr verið bættur. Besti mælikvarðinn á innheimt- una hefur ávallt verið framlagsþörf úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Yfirlit þriggja síðustu ára segir söguna að nokkru leyti: Ár Framlag Innheimt jöfnunarsjóðs 1996 kr. 1.380.551.364 kr. 444,8 millj. 1997 kr. 1.470.022.401 kr. 530,1 millj. 1998 kr. 1.606.502.000 kr. 516,0 millj. Rekstrarkostnaður Innheimtu- stofnunar í hlutfalli við innheimtar kröfur var kr. 71.451.158, eða 4,45%. Stjóm Innheimtustofnunar sveit- arfélaga skipa nú Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, sem er formaður, Snorri Bjöm Sig- urðsson, sveitarstjóri í Sveitarfélag- inu Skagafirði, og Húnbogi Þor- steinsson, skrifstofustjóri í félags- málaráðuneytinu. Forstjóri frá 1. júlí 1998 er Hilm- ar Björgvinsson. Mat á kostnaði og tekjuþörf vegna yfirfærslu grunnskólans í samkomulagi sem gert var hinn 4. mars 1996 um kostnaðar- og tekjutilfærslu vegna flutnings gmnnskólans frá ríki til sveitarfé- laga var ákveðið að fyrir 1. ágúst árið 2000 yrði kostnaður og tekju- þörf við framkvæmd gmnnskólalag- anna endurmetin í ljósi reynslunnar. Ennfremur segir í samkomulaginu að verði veruleg röskun á þeim for- sendum sem samkomulagið byggir á skuli teknar upp viðræður milli samningsaðila með það að mark- miði að lagfæra það sem úrskeiðis hefúr farið. Það hefúr nú orðið að samkomu- lagi milli stjómar sambandsins og menntamálaráðuneytisins að fá hlut- lausan aðila til þess að leggja mat á kostnað og tekjuþörf í samræmi við framangreint ákvæði samkomulags- ins. I því skyni verði settur á stofn starfshópur til þess að fylgjast með framkvæmd matsins. Stjóm sambandsins hefúr tilnefnt í starfshópinn þau Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, formann sambandsins, Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfull- trúa og formann fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, og Garðar Jóns- son, bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Homafirði. Af hálfú ríkisins sitja í nefndinni Hrólfúr Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sem er for- maður nefndarinnar, Hermann Sæ- mundsson, deildarsérfræðingur í fé- lagsmálaráðuneytinu, og Leifúr Ey- steinsson, viðskiptafræðingur í fjár- málaráðuneytinu. Þrátt fyrir að nefndin komi til með að ráða hlutlausan aðila til að framkvæma mat á kostnaði vegna yfirfærslunnar hefúr sambandið fyr- ir sitt leyti ráðið Ólaf Darra Andra- son, fyrrverandi forstöðumann rekstrarsviðs á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, í tímabundið starf til að leggja mat á þær breytingar á gmnnskólakostnaði sem orðið hafa frá því samningurinn var gerður. Ólafur Darri mun afla upplýsinga um kostnað sveitarfélaga við þau verkefni sem yfirtekin vom af rík- inu og meta kostnaðarauka þeirra umfram forsendur samningsins og vinna að því verkefni í nánu sam- ráði við fulltrúa sambandsins í nefndinni og annað starfsfólk sam- bandsins. 3 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.