Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Síða 52
MÁLEFNI ALDRAÐRA Þurfa sveitarfélögin að hugsa sinn gang? Hrajh Sœmundsson fulltrúi, Félagsmálastofnun Kópavogs Allt breytist. Líka starfsemi sveit- arfélaganna. Þetta höfiam við upplif- að í ríkum mæli undanfarin ár. Stór- ir málaflokkar hafa færst yfir til sveitarfélaganna og aðrir em á leið- inni. Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á starfi sveitarfélaganna o.s.ffv. En eitt breytist lítið. Gangur lífsins. Fólk fæðist. Fólk elst upp og gengur í skóla. Fólk fer út á vinnu- markaðinn. Og fólk deyr. En áður en það síðasta gerist verða tímamót í ævi mannsins sem eiga sér engar hliðstæður aðrar á lífsleiðinni. Þetta er sá atburður sem allir ganga í gegnum haldi þeir lífi svo lengi. Einn dag, eftir 67 ára líf í sveitarfé- laginu, fær einstaklingurinn tilkynn- ingu um að nú sé hann orðið „lög- gilt gamalmenni". Að nú sé hans formlegu ábyrgð á sjálfum sér og öðmm lokið. Að nú geti einstakling- urinn sest í „helgan stein“ og að ein- hvem veginn verði séð fyrir honum þangað til gröfín taki við honum og veiti honum húsnæði til frambúðar. Þarf að breyta Þessum síðasta þætti í lífi manns- ins þarf að breyta. Ekki með lögum eða reglugerðum heldur með við- horfsbreytingu. Þessi kaflaskil í lífi mannsins eru engin náttúmlögmál. Það vita allir, bæði af eigin raun og í umhverfi sínu. Þama þarf sem sagt að koma til hugarfarsbreyting hjá sveitarstjómarfólki eins og öðmm. Þarna er því miður pottur brotinn. Þegar aðrir málaflokkar í sveitar- félögunum eru stöðugt að breytast, þegar ný og fagleg vinnubrögð em tekin upp á öllum sviðum, stendur einn málaflokkur, félagsleg málefni aldraðra, í stað. Stiklad á sögunni Aðdragandi að núverandi ástandi málaflokksins er í örstuttu máli þessi: Það búsetuform sem kallað hefur verið „stórijölskyldan“ hafði verið við lýði í landinu alla tíð, það er að segja að þrjár kynslóðir bjuggu undir sama þaki. A þessum heimilum var vinnustaður fólks að hluta, uppfræðsla barna og verk- kunnátta fluttist þarna milli kyn- slóða. Þarna fæddist yngsta kyn- slóðin og elsta kynslóðin dó í rúmi sinu inni á heimilinu. Fyrsta vem- lega röskunin á þessu fjölskyldu- formi varð um miðja öldina. I seinni heimsstyrjöldinni gliðnaði þetta fjölskylduform mest. Stórfjölskyld- an hmndi á nokkmm áratugum og það sem kallað var „kjamafjölskyld- an“ tók við. Við þessar breyttu að- stæður raskaðist allt kerfíð. „Vanda- málin“ sem „leyst“ vom i „baðstof- unni“ voru flutt út í þjóðfélagið. „Velferðarþjóðfélagið" eins og við þekkjum það fór að þróast. Mesta byltingin I þjóðfélaginu spmttu nú upp nýj- ar stofnanir, velferðarstofnanir. I heilbrigðismálum, í skólamálum, í tryggingamálum, i félagslegri þjón- ustu. Þessar stofnanir þjónuðu vel- flestum þjóðfélagsþegnum. En ein stétt varð útundan á félagslega svið- inu. Fullorðna fólkið. Gamla fólkið. Að visu hafði það nóg að bíta og brenna og miklu meira en nokkm sinni áður. En félagslega hliðin varð útundan. Tökum dæmi: Aður var fullorðið fólk hluti af stórfjölskyld- unni. Þetta var alls ekki gott fyrir- komulag félagslega séð og engum dettur í hug að taka það upp aftur. En þá var ekki i önnur hús að venda. Þegar ellin sótti að og gamla fólkið lagðist í kör voru það ekki opinberir aðilar sem önnuðust fólkið heldur einhveijir fjölskyldumeðlim- ir. Þegar þær breytingar urðu að „samfélagið“ tók við þessari þjón- ustu hófst harmleikurinn. Þjóðfélag- ið vissi ekki hvemig bregðast ætti við þessu nýja verkefni. Og var ekki tilbúið að taka við því. í geymslunum Viðbrögð þjóðfélagsins urðu þau að leysa málið með steinsteypu. Hrúga fólkinu saman í geymslur skipulagslaust eða skipulagslítið án félagslegra sjónarmiða og þarfa gamla fólksins. Hér verður fullyrt að með þessum ákvörðunum þjóð- félagsins hafí byrjað sú kolsvarta saga sem á sér enga hliðstæðu í nýja velferðarkerfínu. Vegna samvisku þjóðarinnar og komandi kynslóða verður að gera þessari sögu skil. Hér er aðeins drepið á þennan þátt til skýringar á tilgangi þessarar greinar. Það verður erfítt að skrá alla þessa sögu. Sumt liggur þó ljóst fyrir. Fólk var iðulega og er jafnvel enn flutt „hreppaflutningum“ vegna „hagræðis". Gamalt fólk var sett einhvers staðar í geymslur. Það var 306

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.