Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Samkomulag ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga Hinn 16. desember sl. var undirrituð yfirlýsing milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags- og fjármála- ráðherra um ýmis mikilvæg atriði er varða fjámiálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þessi yfírlýsing markar á vissan hátt tímamót í samskiptum ríkis og sveitarfélaga og mun vonandi treysta og efla þýðingarmikið samstarf þessara aðila. Lögð er áhersla á nauðsynlegt samstarf rík- is og sveitarfélaga við stjómun efnahagsmála og er það i samræmi við tillögur Geirs H. Haarde fjármálaráöherra, sem hann kynnti á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í nóv- ember 1998. Stjóm sambandsins og fulltrúaráð þess tók undir tillög- ur ljármálaráðherra og er full ástæða til að ætla að í ffam- haldinu verði með skipulegu samstarfí þessara aðila náð meiri og betri árangri í opinberri efnahagsstjóm. Ekki er síður mikilvægt að slíkt samstarf stuðli að auknu aðhaldi í rekstri og framkvæmdum opinberra aðila. Til að staðfesta þetta samstarf enn ffekar er í yfirlýsingunni gert ráð fyrir að skipuð verði Qögurra manna embættismannanefnd með tveimur fulltrúum ffá hvomm aðila. Nefhdin hefði fyrst og ffemst það hlutverk að fjalla um þróun í fjármál- um og kjaramálum ríkis og sveitarfélaga, miðla upplýs- ingum og setja ffam tillögur og ábendingar. Sveitarstjómarmenn hafa oft og tíðum gagnrýnt lög- gjafarvaldið og framkvæmdavald ríkisins fyrir að setja lög og reglugerðir sem hafa í for með sér nýjar skyldur sveitarfélaganna samfara auknum kostnaði við að ffam- fylgja þeim án þess að nokkur grein sé gerð fyrir því á hvem hátt þeim kostnaði verði mætt af þeirra hálfú. Við yfirfærslu tiltekinna verkefna til sveitarfélaga hefúr þó verið reynt að gera sér grein fyrir þeim kostnaði sem fylg- ir viðkomandi verkefni og fyrirsjáanlegum viðbótarkostn- aði í næstu framtíð. Þetta var t.d. gert þegar hlutur ríkisins í rekstri grunnskólans var fluttur yfir til sveitarfélaganna. Þetta á hins vegar ekki við um margvíslegar skyldur sem smám saman hafa verið lagðar á herðar sveitarfélaganna, meðal annars á sviði umhverfismála og félagsþjónustu sveitarfélaga. Samkomulagið felur í sér að áhrif stjómarffumvarpa og reglugerða á fjárhag sveitarfélaga verði kostnaðarmet- in af hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga að höfðu samráði við fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Með þessu vinnulagi er þegar í upphafi vakin athygli á þeim kostnaði sem ákvæði nýrra laga og reglugerða eða breyt- ingar á þeim hafa í for með sér fyrir sveitarsjóðina og hægt að leggja slíkar upplýsingar ffam sem gmndvöll að samkomulagi um viðbótartekjustofna fyrir sveitarfélögin eða að ríkið á móti létti verkefnum af sveitarfélögunum. Nokkrar deilur hafa verið um meðferð á niðurstöðum starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði til að meta bein og óbein áhrif af upptöku skattalagabreytinga á fjár- hag sveitarfélaga. Samkomulag er um að þeim verði vísað til úrlausnar í nefnd þeirri sem nú vinnur að heildarendur- skoðun á tekjustofnun sveitarfélaga. Líklegt er að tölu- verðar breytingar verði gerðar á tekjustofnum sveitarfé- laga en óháð því munu fulltrúar sambandsins i þeirri nefnd gera kröfu um að tekjuskerðing vegna skattalaga- breytinga verði bætt sveitarfélögunum að fullu. Töluverð umræða hefur átt sér stað að undanfömu um fjármál sveitarfélaga. Fjármálastjóm sveitarfélaga er með misjöfnum hætti og auðvitað mætti hún vera með betri hætti hjá einstaka sveitarfélögum. Meginástæður fyrir auknum fjárhagsvanda sveitarfélaga eru þó fyrst og fremst þær að sveitarfélögin hafa á undanfomum ámm verið að leitast við að bæta nauðsynlega gmnnþjónustu við íbúa sína, m.a. í skóla- og leikskólamálum, íþrótta- og útivistarmálum, félagsþjónustu og umhverfismálum, þau hafa orðið fyrir tekjuskerðingu vegna ýmissa skattalaga- breytinga og síðast en ekki síst hafa sveitarfélög víða i dreifbýlinu misst frá sér íbúa og tekjur án þess þó að geta dregið saman þjónusm sína að sama skapi. Það er því mikilvægur áfangi og í raun viðurkenning á þeim vanda sem mörg sveitarfélög búa við, að samkomu- lag náðist um að Jöfhunarsjóður sveitarfélaga fengi á ár- inu 1999 tímabundið ffamlag úr ríkissjóði að upphæð 700 millj. kr. í sérstök íbúafækkunarframlög og þjónustufram- lög til viðbótar lögbundnu framlagi sínu. Góð samvinna og gagnkvæmt traust milli ríkis og sveitarfélaga er nauð- synleg forsenda þess að meiri árangur náist í efnahags- stjóm opinberra aðila og aðhalds og hófsemi sé gætt í framkvæmdum og rekstri. Það er von mín að nýlegt sam- komulag ríkis og sveitarfélaga auðveldi leiðina að þeim mikilvægu markmiðum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.