Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 31
BARNAVERND Barnahús — samstarfsvettvangur vegna kynferðisbrota gegn börnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamavemdarstofu í byijun árs 1997 lágu fyrir niður- stöður könnunar Bamavemdarstofii á umfangi kynferðisbrota gegn börnum, sem gerð var i tilefni af fyrirspum á Alþingi. Niðurstöður hennar komu mörg- um í opna skjöldu. Þær leiddu í ljós að á fimm ára tímabili höfðu bama- verndarnefndir á íslandi mál 560 bama til meðferðar vegna meints kynferðislegs ofbeldis eða sem vörðuðu að meðaltali um 110 böm árlega. Áætlað var að lögreglurannsókn hefði einungis farið ffam á helmingi málanna og innan við 30% var vís- að til ríkissaksóknara. Saksóknari ákærði í um 10% málanna og sak- felling náðist fram í 8 til 9%. Nú er unnið að frekari rannsókn á þessum atriðum og má búast við að niður- stöður liggi fyrir næsta vor. Ofangreind könnun gaf ekki ein- ungis vísbendingu um að umfang kynferðisbrota gegn bömum á Is- landi væri miklu meira en áður hafði verið talið heldur jafhffamt að víða mætti bæta starfshætti við vinnslu málanna verulega jafhffamt því sem efla þyrffi stuðning og með- ferð fyrir fórnarlömb kynferðis- brota. Segja má að þetta hafi verið aðdragandinn að stofnun Bamahúss en tillaga að stofnun þess var lögð fram i ríkisstjórn strax sumarið 1997. Fyrirmynd þess er sótt vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem sambærileg úrræði eru orðin ráð- andi við vinnslu kynferðisbrotamála gegn bömum. Gmndvallarhugmyndin sem býr að baki Bamahúss er sú, að í stað þess að bamið þurfi að laga sig að þeim stofnunum samfélagsins sem hlutverki hafa að gegna við meðferð þessara mála, sé það þeirra að að- laga starfshætti sína að þörfum barnsins. Kynferðisofbeldi gegn bömum er fjölþætt viðfangselhi, allt í senn bamavemdarmál, mál réttar- vörslukerfisins og heilbrigðisþjón- ustunnar. Að rannsókn og meðferð slikra mála koma því bamavemdar- nefndir sveitarfélaganna, lögregla, læknar, saksóknari, réttargæslu- menn, verjendur og dómarar. Ef hver þessara aðila um sig gerir kröfu til að vinna málið á eigin for- sendum er hætt við að velferðar bamsins sé ekki gætt. Rannsóknir erlendis hafa sýnt ffarn á skelfilegar afleiðingar þess að börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi þurfi að fara frá einni stofnun til annarrar og segja ólíkum viðmælendum frá sársaukafullri lífsreynslu. Slíkt getur jafnvel orðið barni þungbærara en upphaflega ofbeldið. Þá er jafhframt sú hætta fyrir hendi að ffásögn bams af atvikum brengl- ist eftir því sem viðmælendur verða fleiri og það getur torveldað máls- meðferð þegar ffam í sækir. Bama- húsinu er ætlað að ráða bug á þess- um vanda með því að vera sam- starfsvettvangur allra þeirra opin- beru aðila, sem hlutverki hafa að gegna við vinnslu þessara mála, undir sama þaki þannig að barnið þurfí einungis að leita á einn stað og ræða við einn viðmælanda um það áfall sem það hefur orðið fyrir. Mjög var vandað til undirbúnings að starfrækslu Bamahúss. Að þeim undirbúningi komu ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn í Reykjavík, Bamaspítali Hringsins, Bama- og unglingageðdeild Land- spitalans, Samtök félagsmálastjóra á íslandi, Félagsþjónustan í Reykjavík auk Bamaverndarstofu, sem rekur húsið. Við undirbúninginn voru m.a. fengnir sérfræðingar frá Bandaríkjunum sem veittu fræðslu og ráðgjöf. í byrjun árs 1998 var Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur ráðin til að veita Bamahúsi forstöðu og síðar Ragna Guðbrandsdóttir fé- lagsráðgjafí. Báðar fengu þær um- fangsmikla þjálfun í Bandaríkjunum við framkvæmd rannsóknarviðtala og meðferð þeirra barna sem sætt hafa kynferðisofbeldi. Barnahúsi var valinn staður í kyrrlátu og grónu íbúðahverfi borg- arinnar. Leitast var við að gera það þannig úr garði að það sé vinsam- legt börnum. Litaval, húsgögn, myndir og leikfong eiga að stuðla að vellíðan bamsins. Góð aðstaða er fyrir foreldra eða aðra aðstandendur sem fylgja baminu en þeim er veitt ráðgjöf og áfallahjálp eftir því sem þarf. Sérstök vinnuherbergi em fyrir starfsmenn bamavemdamefnda og lögreglu, ásamt nauðsynlegum bún- aði, sem ekki síst standa til boða þeim sem koma utan af landi. Kom- 285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.