Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 46
ERLEND SAMSKIPTI Snorra-verkefnið 1999 Reynir Gunnlaugsson, framkvœmdastjóri Þjóðræknisfélags Islendinga og verkejhisstjóri Snorra-verkefnisins Haustið 1997 tók Norræna félagið þá ákvörðun að gera átak í að sinna ungmennaskiptum vestur um haf. Akveðið var að höfða til vestur-ís- lenskra ungmenna og gera tilraun um ungmennaskiptaverkefni sem líktist Nordjobb-verkefninu. Nord- jobb-verkefnið hefur nú starfað í 15 ár og hafa tugþúsundir ungmenna á öllum Norðurlöndunum starfað í öðrum norrænum löndum og þannig hafa bönd Norðurlandanna styrkst verulega. Þegar þessi ákvörðun hafði verið tekin var farið að leita eftir sam- starfsaðilum og náðust samningar við Þjóðræknisfélag íslendinga, en það félag hefur einmitt að megin- markmiði að efla tengsl Vestur-ís- lendinga við gamla landið. Vart hafði orðið við áhyggjur af að yngsta kynslóðin væri að missa tengslin við ísland og því þótti vel við hæfi að markhópurinn yrði á aldrinum 18-30 ára. Verkefnið hlaut nafnið Snorra- verkefnið og er með því vísað til Snorra Þorfinnssonar karlsefnis, fyrsta Islendingsins sem fæddist í Vesturheimi í kringum árið 1000 e. Kr. Undirbúningur félaganna hófst síðan á fúllu í bytjun árs 1998 og er skemmst frá að segja að gífurleg vinna liggur að baki við allan undir- búning komu fyrsta hópsins sl. sum- ar. Snorra-verkefnið var kynnt vest- anhafs, aðallega á Islendingaslóðum í Kanada en einnig lítils háttar í Bandaríkjunum. Mikill áhugi var á verkefninu og barst fjöldi fyrir- spuma og umsókna. Afráðið var að um sex vikna dvöl yrði að ræða og að hafa þennan fyrsta hóp tiltölu- lega lítinn, eða 20 manns. Vísa þurfti þó nokkmm frá, en til lands- ins komu 19 ungmenni í byrjun júlí sl., 18 frá Kanada og einn frá Bandaríkjunum. í hópnum vom 12 stúlkur og 7 piltar á aldrinum 18-28 ára. Dagskráin hófst með vikudvöl í Reykjavík, en þar vom þátttakend- urnir settir á skólabekk og fengu kennslu í íslensku, islenskri menn- ingu og sögu, með sérstakri áherslu á forsendur vesturferðanna og sögu forfeðra þeirra. Ennfremur voru helstu merkisstaðir i Reykjavík og nágrenni skoðaðir. Þá tók við fjögurra vikna dvöl úti á landi, en reynt var að velja fólkinu stað sem næst heimaslóðum for- feðra hvers og eins þátttakanda. Fólkinu var komið fyrir hjá ættingj- um ef hægt var, en hjá öðmm fjöl- skyldum þar sem ekki reyndist unnt að finna ættingja. Ungmennin unnu síðan við ýmis störf, bæði hjá sveit- arfélögum og einkafyrirtækjum, án þess að þiggja laun fyrir. Snorra- verkefnið greiddi þeim vasapen- inga, enda var litið svo á að um starfskynningu væri að ræða. Að loknum tveimur vikum af þessum Qómm var þeim stefnt til Hofsóss til að skoða Vesturfarasetrið. Þar var haldin kvöldvaka fyrir þau og siglt til Drangeyjar. Þá var aftur haldið til fjölskyldna þeirra og unnar seinni tvær vikumar. Að starfstímabilinu loknu safnað- ist hópurinn saman á Akureyri og þaðan var haldið í viku ævintýraferð um margar af fegurstu náttúmperl- um og sögustöðum Islands. Meðal annars var farið til Mývatns, Húsa- „Snorrar" á Bessastööum. Ljósm. Jón Svavarsson. 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.