Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 37
UMHVERFISMÁL Ýmis sveitarfélög standa frammi fyrir kostnaðarsömum fráveituframkvæmdum. í öðrum eru þær að baki. Reynir Sveins- son tók myndina í Sandgerði. samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nefndin hef- ur haldið 29 fundi frá upphafí starfs- tíma síns. Svo sem vænta má fór all- nokkur tími i að móta starfsreglur fyrir nefndina en nefndin hafði frá upphafi sérstakan starfsmann, Smára Þorvaldsson, verkfræðing í umhverfisráðuneytinu, sem jafn- framt vinnur að öðrum verkefnum fyrir ráðuneytið. Smári hefur viða- rnikla þekkingu á því sviði sem nefndin fjallar um. Nefndin einsetti sér að túlka ákvæði laganna rúmt til hagsbóta fyrir umsækjendur en þó eru að sjálfsögðu ákveðin grund- vallaratriði sem ekki verður komist framhjá við ákvörðun styrkveitinga. Eitt fyrsta verk starfsmanns nefnd- arinnar var að rita bréf til allra sveit- arstjórna með leiðbeiningum um efnisatriði og form styrkveitinga ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Lögð var rik áhersla á gerð heildar- áætlana um fráveituframkvæmdir en úthlutanir voru síðan byggðar á raunkostnaðartölum framkvæmda næstliðins árs. Umsóknir byggðust hins vegar á áætlunartölum um framkvæmdir yfirstandandi árs. I meginatriðum varð raunin sú að áætlun og endanlegar kostnaðartölur fóru saman með litlum frávikum þó í einstaka tilfellum. Þá kom fyrir að sveitarfélög hættu við fyrirhugaðar framkvæmdir sem olli misræmi milli umsóknarupphæða og endan- legra kostnaðartalna til úthlutunar. Styrkveitingar fyrir árið 1996 vegna framkvæmda ársins 1995 voru 72.554.258 kr. Fyrir árið 1997 vegna framkvæmda ársins 1996 75.914.092 kr. og styrkir árið 1998 vegna framkvæmda ársins 1997 voru 162.884.236 kr. Niðurstöðutöl- ur umsókna vegna fráveitufram- kvæmda ársins 1998 nema 954.837.600 kr. sem leiðir til styrk- greiðslna að upphæð 190.967.520 kr. Það er í fyrsta sinn sem styrk- veitingar nálgast hámark samkvæmt lögunum. Það er því ljóst að fram- kvæmdir hafa farið miklu hægar af stað en gert var ráð fyrir við setn- ingu laganna. Því má með réttu segja að sveitarfélögin hafa tapað hluta styrkmöguleika sem lögin gera ráð fyrir. Eg mun víkja nánar að þessu atriði síðar. Skal nú vikið að jöfnun kostnaðar milli sveitarfélaga sem byggist á mismunandi framkvæmdakostnaði við fráveitur miðað við íbúa. Sam- kvæmt fyrirliggjandi heildaráætlun- um er kostnaður á íbúa allt frá 11. þús. kr. og uppí 150 þús. kr. Heim- ild til jöfnunar er að finna í annarri málsgrein fjórðu greinar laganna og er gert ráð fyrir að nefndin geri til- lögur um beitingu þessa ákvæðis til ráðherra. A fúndum sínum í lok ársins 1997 og í byrjun árs 1998 fjallaði nefndin um beitingu heimildarákvæðis til jöfnunar rnilli sveitarfélaga miðað við heildarkostnað á íbúa og gerði tillögur þar um til ráðherra. Sam- þykkt var að miða jöfnun við há- marksstyrk 30% vegna fram- kvæmda á árinu 1997. Áður hafði nefndin rætt um 15% gólf í skerð- ingu og jafnframt samþykkt að ákveða árlega efri og neðri viðmið- unarmörk og hlutfall styrks. Jöfhun vegna framkvæmda ársins miðaði við 55 þús. kr. á ibúa sem meðaltalskostnað. Eitt hundrað þús- und króna kostnaður á íbúa og þar yfir gaf 30% styrkveitingu. Skerð- ing var mest 0,73% (Kópavogur) eða 247 þús. kr. Kostnaður á íbúa 11.200 kr. Skerðing vegna Reykjavíkur nam 1,8 millj. kr. og vegna Hafnarfjarðar 460 þús. kr. Bessastaðahreppur fékk hins veg- ar aukinn styrk að upphæð 1,5 millj. kr., Rangárvallahreppur 268 þús. kr. og Blönduósbær, sem framkvæmdi fyrir 5,1 rnillj. kr., 360 þús. kr. vegna jöfhunar. Hins vegar er það ljóst að þegar 29 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.