Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 43
UMHVERFISMÁL 50% MJÖg FnBkar Hvofk Frekar aftariega M)ögaftariega fremariega framariega framariegané aflariega 3. mynd. Telur þú Reykjavíkurborg standa framarlega eða aftarlega í umhverfismálum? Rúmlega helmingur borgarbúa telur Reykjavík standa framarlega í umhverfismálum. Aðrar spumingar lutu að viðhorfum og hegðun manna í umhverfismál- um í Reykjavík. Hér má nefna spamað í orkunotkun, umgengni um borgina, hversu miklu máli um- hverfismál borgarinnar skipta við- mælendur, stendur Reykjavík ffam- arlega eða aftarlega í umhverfismál- um, útivistarsvæði, endurvinnslu og endumýtingu sorps ásamt mengun. I upphafi var fólk beðið um að for- gangsraða níu umhverfísatriðum eftir mikilvægi þeirra. Atriðin vom fengin fram með forkönnun meðal borgarstarfsmanna og meðlima í Grafarvogsráði sem em hverfissam- tök Grafarvogs. Á 2. mynd má sjá hvaða atriði vom oftast sett í fyrsta til fimmta sæti í könnun Félagsvís- indastofnunar. Loftmengun vegna umferðar, umferðaröryggi og flokk- un og endurvinnsla á sorpi vom oft- ast nefnd. Fræðsla um umhverfis- mál, hljóðmengun vegna umferðar og nýting náttúruauðlinda vora á hinn bóginn sjaldnast nefnd. Helsta umhverfisvandamál Reykjavíkur er tengt samgöngum. Því er ekki óeðli- legt að sjá tvö af þrem efstu atriðum á listanum tengd bílaumferð. Þrátt íyrir þetta hefúr loftmengun vegna útblásturs bifreiða farið minnkandi samkvæmt mælingum Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur. Mælireynsla síðustu ára á loftmengun í Reykja- vík sýnir að hún er mest um það leyti er könnunin var framkvæmd. Einnig var veðurfar hagstætt fyrir myndun lofmengunar í borginni vikumar á undan. Það er því hugs- anlegt að loftmengun hafi verið sett í fyrsta sæti af þessum orsökum. Umferðaröryggi er í öðm sæti á for- gangslistanum. Nú þegar er í gangi umferðaröryggisáætlun á vegum borgarinnar þar sem stefnt er að 20% minnkun umferðarslysa fyrir árið 2000. Fleiri aðgerðir eru í gangi, t.d. lækkun umferðarhraða i íbúðahverfúm í 30 km/klst. I þriðja sæti er flokkun og endurvinnsla sorps. í ársbyijun 1999 var kynnt ný samþykkt um sorphirðu í Reykja- vík. Samþykktin miðar að því að minnka sorpmagn og auka endur- vinnslu og endumýtingu. Hreinsun- ardeild borgarverkfræðings er að skoða ýmsar leiðir til að minnka úr- gang og er ljóst að hægt er að ná umtalsverðum árangri með breytt- um áherslum. Af ofantöldu má sjá að Reykjavíkurborg er meðvituð um þau atriði sem almenningur nefnir sem mikilvæg umhverfismál. Það kom nokkuð á óvart að hljóð- mengun vegna umferðar var sett neðar en loftmengun. Vandamál vegna hljóðvistar er í íbúðum við umferðaræðar borgarinnar. Á þess- um stöðum veitir Reykjavíkurborg íbúðareigendum styrk til að bæta hljóðmengun húsa sinna, þannig að hljóðstig innanhúss standist kröfur sem til þess em gerðar. Unnið hefúr verið að verkefninu síðastliðin þrjú ár og mun það væntanlega halda áfram nokkur næstu ár. Forvitnilegt er að skoða viðhorf Reykvíkinga til þess hvort borgin standi framarlega eða aftarlega í umhverfismálum (3. mynd). Tæp- lega helmingur borgarbúa telur borgina standa mjög eða frekar framarlega. Um fimmtungur telur borgina standa frekar aftarlega en einungis 5% mjög aftarlega. Þetta má túlka sem svo að íbúar Reykja- víkur séu frekar ánægðir með að- gerðir borgarinnar í umhverfismál- um enda heíúr verið unnið markvist undanfarin ár og áratugi í mikilvæg- um málaflokkum. Hér má nefna frá- veitumál ásamt þeim atriðum sem nefnd em hér að ffaman. Lokaorö Vinnu við gerð Staðardagskrár 21 fyrir Reykjavík miðar vel áfram. Næstu skref verða að búa til ffam- kvæmdaáætlanir byggðar á mælan- legum markmiðum samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir. Ferli framkvæmdaáætlana í um- hverfismálum er þó aldrei lokið. Það verður að vera í stöðugri endur- skoðun þar sem áherslur em aðlag- aðar breyttum forsendum í sveitar- félaginu og vilja almennings. Reykjavíkurborg hefur mikla sér- stöðu í alþjóðasamfélaginu. Með réttum áherslum ætti höfuðborgin að eiga bjarta framtíð og vera öðr- um borgum til fyrirmyndar í um- hverfismálum 21. aldarinnar. Höfundur starfar hjá embætti borgar- verkfrœöingsins í Reykjavik. 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.