Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 33
BARNAVERND börnum sem sætt hafa kynferðis- ofbeldi sérhæfða meðferð en áður vantaði víða á í þeim efnum. Þá er snar þáttur í starfsemi hússins að veita nefndum og starfsmönnum þeirra ráðgjöf um fyrstu skref við vinnslu mála þegar þau koma upp. Viðvera lögreglu frá Lögreglunni í Reykjavík hafði mikla þýðingu fyrir lögreglumenn á landsbyggðinni á meðan hennar naut við, en hún veitti ráðgjöf og annaðist lögreglu- rannsókn mála ef þess var óskað. Segja má að starfsemi Bamahúss- ins hafi gengið vonum framar frá upphafi. Fljótlega tókst afar góð og árang- ursrík samvinna allra þeirra opin- bem stofhana sem að húsinu stóðu. Barnahúsið tók til starfa hinn 1. nóvember 1998 og eftir aðeins eins árs starfstíma hafði málum 125 barna verið vísað þangað til með- ferðar. Af þessum málum vom 55 úr Reykjavík, 30 úr nágrannasveit- arfélögum og 40 víðs vegar af land- inu. Um 80% em stúlkur. Meira en 70% málanna hefur verið vísað til lögreglurannsóknar eða málum 89 barna. Af þeim 125 börnum sem komið hafa í rannsóknarviðtal hafa 89 staðfest grun um kynferðisof- beldi. Þess ber að geta að af þeim 36 sem ekki staðfestu gmn höfðu 29 aldrei tjáð neitt í þá vem þótt gmnur hafi vaknað af öðmm ástæðum. Alls hafa 54 böm fengið greiningu, ráð- gjöf og meðferð í Barnahúsi og á sama tímabili höfðu 20 böm fengið læknisrannsókn en 10 annars staðar (bráðaskoðanir á Landspítala og á Neyðarmóttöku). Aldurssamsetning bama sem vís- að hefur verið til Bamahúss er sem hér segir: 2 til 5 ára 22 6-9 ára 38 10 - 13 ára 25 14 - 17 ára 40 Meintir gerendur i þessum málum vom alls 119 og af þeim vom fúll- orðnir samtals 88. Athygli vekur að í 31 tilviki vom gerendur yngri en 18 ára eða rúmlega fjórðungur. Þessar niðurstöður kreQast þess að sjónum verði beint að þörf fyrir meðferð yngri gerenda og vinnur Bamavemdarstofa nú að undirbún- ingi aðgerða á því sviði. Þegar þetta er ritað hefur orðið nokkur opinber umræða um ffamtíð Bamahúss. Tilefhið er að 1. maí sl. öðluðust gildi breytt ákvæði laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, sbr. lög nr. 36/1999, sem fólu í sér að héraðsdómarar bera nú ábyrgð á framkvæmd skýrslutöku á bömum í stað lögreglu áður. í ágúst sl. tók Héraðsdómur Reykjavíkur í notkun aðstöðu til skýrslutöku á bömum. Frá þeim tíma má segja að skýrslutaka af börnum sem sætt hafa kynferðisofbeldi í Reykjavík hafi nánast lagst af í Bamahúsi og hefur Lögreglan í Reykjavík því kallað starfsmann sinn á lögreglu- stöðina á ný. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár voru veittir fjármunir til héraðsdómstólanna á Akureyri og í Hafnarfirði til þess að koma upp sambærilegri aðstöðu. Félagsmálaráðherra hefur bent á að verði þróunin sú sama þar og í Reykjavík blasi við að ekki verði unnt að halda starfsemi Bamahúss áfram. Frá gildistöku hinna nýju laga- ákvæða hinn 1. maí 1999 og fram til þess að aðstaða var tekin í notkun í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst sl. virtust dómarar ekki sjá neitt at- hugavert við að nota Barnahúsið enda gerðu þeir það yfirleitt. Dómarar utan Reykjavíkur hafa jafnframt notað Bamahúsið í flest- um málum og gera enn. Barna- vemdarstofa hefur frá upphafi lagt áherslu á að dómstólaráð setti leið- beinandi reglur um framkvæmd skýrslutöku af bömum þar sem gert væri ráð fyrir þeirri meginreglu að skýrslutaka barna yngri en 14 ára færi fram í Bamahúsi. Á móti hefúr stofan boðið fram aðstoð sérfræð- inga hússins vegna skýrslutöku eldri barna á aldrinum 14 til 18 ára í húsakynnum dómstóla ef svo ber undir, hvar sem er á landinu. Þegar þetta er ritað hafa engin viðbrögð orðið við þeirri málaleitan. í fréttatilkynningu dómstólaráðs, sem birtist í Morgunblaðinu nú í desember, kemur fram það sjónar- mið að jafnræðisregla réttarfarslaga sé betur tryggð með skýrslutöku í dómhúsi en í Barnahúsi. Barna- verndarstofa hefur andmælt þessu sjónanniði og bent á að jafnræðis- reglan hafi ætið verið í heiðri höfð í 287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.