Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Page 15
FRÆÐSLUMÁL Undirbúningur að samnings stjórnun í Reykjanesbæ Skúli Þ. Skúlason, forseti bcejarstjómar í Reykjanesbœ Inngangur Mér er minnisstæð spurning frá foreldri á fjölmennum fundi um skólamál sem haldinn var í Reykja- nesbæ fyrir rúmu ári. Spurningin var þessi? Hvað kostar að hækka meðaleinkunn á samræmdu prófi um einn heilan? Það er þess vert að lesandinn velti þessari spurningu svolítið fyrir sér, því hún er býsna merkileg. Ég hef reyndar ekki getað reiknað þetta dæmi. En hafí einhver svarið þá vildi ég gjaman að mér yrði sent það eða svarið birt í næsta tölublaði. Öll sveitarfélög hafa mikinn metnað fyrir þá þjónustu sem þau veita og allir sveitarstjómarmenn eru tilbúnir að hlúa sem best að rekstri sinna málaflokka og þetta á ekki aðeins við um grunnskólann þó að hann sé nú mest til umræðu. Það sem setur sveitarfélögum samt skorður er annars vegar að standa straum af kostnaði og hins vegar að velja réttar breytingar í ört vaxandi samfélagi sem tryggja eðlilega þró- un málaflokka. Það hlýtur því að vera markmið sveitarstjórnarmanna að fá sem mest fyrir hveija krónu sem lögð er til rekstrar og fjárfestingar í mála- flokkunum. Starfsemi sveitarfélaga er í stöðugri þróun. Sveitarstjómir gera sér grein fyrir þvi að þjónusta sem sveitarfélag veitir tekur breyt- ingum og þarf sífellt að vera i end- urskoðun og þróun þjónustunnar er nauðsynleg svo hún falli að vænt- ingum samtímans. Ekki er nóg að þjónustan falli að væntingum íbú- anna heldur verður hún einnig að standast kröfúr sveitarstjómarmanna um útgjöld, umfang og gæði. Ymsar leiðir, sem sveitarstjómir hafa tileinkað sér, em fyrir hendi til að ná þessum markmiðum. Ein leið- in í þessu sambandi er samnings- stjómun eða „kontraktstyring", eins og Danir hafa kosið að kalla hana. Með samningsstjórnun geta kjörnir fulltrúar markvisst fengið upplýsingar um hvað raunverulega sveitarfélagið fær fyrir peninginn. Samningsstjómun felur einnig í sér að starfsfólkið og þeir sem ábyrgð bera á rekstri viðkomandi stofnunar vita nákvæmlega hvað ætlast er til af þeim, m.a. varðandi markmið og gæði þjónustunnar. Samningsstjómun felur í sér að gerður er samningur við stjómendur viðkomandi stofhunar sveitarfélags. Samningurinn er tvíþættur, annars vegar um reksturinn þar sem til- greindar em stjómunarlegar og fjár- málalegar heimildir skólans í okkar tilviki, og hins vegar um markmið og kröfúr um árangur. Samningur- inn gerir í raun kröfú til viðkomandi stjórnenda um hæfileika til fjár- mála- og starfsmannastjómunar. Markmiðastjómun af þessu tagi hvetur stjómendur skóla og starfs- fólk til að leita að ódýmstu lausn starfseminnar sem jafnframt upp- fyllir markmið um umfang og gæði. í Reykjanesbæ var hinn 16. sept- ember 1998 settur á stofn vinnuhóp- ur þriggja bæjarfulltrúa sem vann áfangaskýrslu þar sem niðurstaðan varð að gera tilraun með samnings- stjómun í skólum bæjarins. Þá er átt við í gmnnskólunum, leikskólunum og tónlistarskólunum. Staða málsins nú er sú að skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar hefúr verið falið að undirbúa gerð samninga. Við velt- um því reyndar fyrir okkur vegna mikilla breytinga við einsetninguna og mikils álags sem fyrirsjáanlegt er vegna ffamkvæmda við einsetning- una hvort við byrjum ekki á leik- skólaumhverfinu eða jafnvel tónlist- arskólanum. Skólastefna Reykjanes- bæjar Leiðarljós okkar er Skólastefna Reykjanesbæjar. Undirbúningur stefnunnar tók á þriðja ár og lögðu margir sitt af mörkum við gerð hennar. Skólastefnan nær til gmnn- skólanna, leikskólanna og tónlistar- skólans. Stefnan er metnaðarfúll og framsækin skólastefna sem gerir kröfúr um árangur á öllum sviðum. Hún gerir kröfúr til sveitarstjómar- manna, starfsfólks skóla, foreldra og nemenda. Einn versti óvinur skólanna að mínu áliti var meðalmennskan. Tak- ið eftir að ég sagði var, en á síðustu ámm hefúr færst mikið líf í skóla- fólk og aðra velunnara skólamála. Kannski vegna þess að væntingar til úrbóta hafa aukist við yfirtöku sveitarfélaganna. I Skólastefnu Reykjanesbæjar er hvatt til meira sjálfstæðis skólanna, og hér eru nokkrir punktar úr stefnunni sem undirstrika það: • Skólaskrifstofan verði hvetj- andi í ffamþróun og umbótum í skólum bæjarins og efli fag- legt starf. • Skólar nýti sem best það fjár- magn sem veitt er ár hvert. • Efla skal skóla sem sjálfstæðar fagstofnanir þar sem umbætur 269

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.