Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 45
UMHVERFISMÁL fyrir að reyna að endumota vömna eftir að hefðbundnu notkunarskeiði hennar lýkur. Endumotkun er m.a. það þegar unnt er að nota vöm sem hráefni í sama framleiðsluferli án nokkurrar forvinnslu. Undir þetta fellur einnig endurnotkun hluta á borð við fatnað, húsgögn, tækja- búnað o.s.ffv. Endurvinnsla Sé ekki talið mögulegt að endurnýta vöru án forvinnslu er æskilegt að skoða möguleika á endurvinnslu áður en lengra er haldið. Umrædd vara er þá hreins- uð, brotin niður eða forunnin á annan hátt til að nýtast sem hráefni. í þessu sambandi ætti fyrst að kanna hvort unnt sé að endurvinna vömna á framleiðslu- eða notkunarstað, en slíkt mætti kalla „endurvinnslu heima“. Þannig er áhættu og kostn- aði við meðhöndlun og flutninga haldið í lágmarki. Sé ekki um slikt að ræða þarf að kanna möguleika á „endurvinnslu að heiman“. Dæmi um slíkt em aðferðir svokallaðrar „iðnaðarvistfræði“ (e. industrial ecology), þar sem úrgangur eða aukaafurðir frá tiltekinni fram- leiðslu eru notaðar sem hráefni í aðra vinnslu. Nauðsynlegt er að hafa í huga að endurvinnsla krefst í sumum tilvikum meiri orku en frumvinnsla og getur jafnvel haft meiri neikvæð áhrif á umhverfið. Hér sem annars staðar ber því að forðast alhæfmgar. Meöhöndlun Að endurvinnslu ffágenginni gerir úrgangsþríhyrningurinn ráð fyrir meðhöndlun sem næsta valkosti. Meðhöndlun getur verið af efna- fræðilegum, eðlisfræðilegum eða líffræðilegum toga. Þetta þrep á einkum við þegar um spilliefhi er að ræða. Tilgangurinn er að eyða hættulegum efnum úr úrganginum eða að minnka rúmfang hans. í meðhöndlun felst þó oft aðeins umbreyting úrgangs úr einu formi í annað, sem leiðir ekki endilega til úrbóta fyrir umhverfið. Brennsla/uróun meö orkunýtingu Hér er komið í lægstu þrep úrgangsþríhyrningsins í aðferðir sem ekki ætti að þurfa að beita nema við mjög takmarkaðan hluta úrgangs og þá að undangenginni vandlegri skoðun á valkostunum ofar í þríhyrningnum. Líta má á brennslu og urðun sem neyðarúr- ræði, en þurfi að grípa til slíkra ráða er sjálfsagt að nýta orkuna sem í úrgangnum felst sé þess nokkur kostur. Stundum er talað um nýtin- gu orku úr úrgangi sem „endurvinnslu á orku“. Dæmi um aðferðir af þessu tagi er sorp- brennsla þar sem varmaorkan er nýtt annaðhvort beint til upphitunar, til raforkuframleiðslu eða hvors tveggja. Söfnun og nýting metan- gass frá urðunarstöðum getur einnig fallið undir þessa skilgreiningu. Uróun/brennsla án orkunýtingar Urðun eða brennsla úrgangs án orkunýtingar er síðasti valkostur úrgangsþríhyrningsins. Slíkum aðferðum ætti aldrei að beita nema alira leiða hafi áður verið leitað til að nýta möguleikana ofar í þríhym- ingnum. Þessu lægsta þrepi fylgja ævinlega umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nýting lands til urðunar er í raun óafturkræf, þar sem niðurbrot úrgangs í vel frá- gengnum urðunarstöðum getur tekið aldir eða jafnvel árþúsund. Hérlendis hefúr oft verið talað um Af hálfú stjómar sambandsins og stjórnar Skógræktarfélags Islands hefur verið ákveðið að framlengja það samstarf sem verið hefúr milli þessara samtaka um skeið í formi samráðsnefndar. Stjóm sambandsins hefúr tilnefnt Sæmund K. Þorvaldsson á Núpi, bæjarfulltrúa í Isafjarðarbæ, og nýja urðunarstaði sem framtíðar- lausnir ef sýnt þykir að urðunarstað- urinn geti tekið við öllum úrgangi ffá tilteknu svæði í 2-5 áratugi. Þar er þó í raun aðeins um óafturkræfa skammtímalausn að ræða. Við þetta bætast umhverfisvandamál vegna sigvatns og lofttegunda sem berast frá urðunarstöðum. Brennslu úr- gangs fylgir ævinlega loftmengun, jafnvel þótt nýtt sé fullkomnasta tækni sem byggir á brennslu oj» eftirbrennslu við hátt hitastig. I mörgum tilvikum þarf einnig að nota eldsneyti við brennsluna. Aska frá brennslu úrgangs getur inni- haldið umtalsvert magn af meng- andi efhum og öskuna þarf að urða með þeim annmörkum sem því fylgja. Urðun eða brennsla án orkunýtingar felur í raun aðeins í sér umbreytingu mengunar úr einu formi í annað. Lokaorö Eins og fram hefúr komið er ekki til neitt einfalt og óyggjandi svar við þeirri spumingu hvaða lausnir séu bestar við meðhöndlun úrgangs. Dæmi eru um að áætlanir um „framtíðarlausn" þessara mála séu byggðar að mestu eða öllu leyti á neðsta þrepi úrgangsþríhymingsins, án þess að valkostir efri þrepanna hafi verið ígrundaðir. Þó að ekkert einfalt og óyggjandi svar sé til er að minnsta kosti óhætt að vara við mikilli fjárfestingu í slíkum „fram- tíðarlausnum“. Maríu Önnu Eiríksdóttur, hrepps- nefndarfulltrúa í Gerðahreppi, í samráðsnefndina og af hálfu Skóg- ræktarfélags Islands em í nefndinni Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri félagsins, Sigríður Jóhanns- dóttir í Kópavogi, gjaldkeri félags- ins, og Sigurður Amarson, kennari á Skriðdal á Fljótsdalshéraði. Samráðsnefnd sambandsins og Skógræktarfélags Islands 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.