Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 36
UMHVERFISMAL Fráveitumál sveitarfélaga Knútur Bruun bœjarfulltrúi, fulltrúi sambandsins í jráveitunefnd umhverfisraðuneytisins Lög um stuðning við fram- kvæmdir sveitarfélaga í fráveitu- málum eru nr. 53 frá 1995. I grein- argerð með frumvarpinu kemur fram að hinn 12. febrúar 1992 skip- aði umhverfisráðherra nefnd til þess að gera úttekt á ástandi fráveitumála og móta stefnu í þeim málaflokki á grunni úttektarinnar. Nefndin lagði til að styrkur til sveitarfélaga næmi u.þ.b. fjórðungi af kostnaði við framkvæmdir. Á grundvelli þessara athugana komst umhverfisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að kostnaður við heildarfráveituframkvæmdir yrði á bilinu 15-20 milljarðar kr. og þá var reiknað með þvi að 3-4 milljarðar kr. kæmu í ríkissjóð í fonni virðis- aukaskatts. Af þessum framkvæmd- um, þ.e. samkvæmt frumvarpinu, var talið að styrkhæfar ffamkvæmd- ir næmu 10 milljörðum króna. I tengslum við fjárhagslega að- stoð ríkisins til sveitarfélaga voru einkum settar ffam þrjár mögulegar leiðir. I fyrsta lagi að breyta lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og endurgreiða þannig virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum, í öðru lagi að afmarka sérstaka tekjustofna til þessara framkvæmda og í þriðja lagi að ákveða bein framlög á fjár- lögum til stuðnings við fráveitu- framkvæmdir sveitarfélaga sam- kvæmt nánari reglum. Athyglisvert er að á þessum tíma var einnig rætt um breyttar reglur um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga með hliðsjón af því að frá- veitumál yrðu forgangsmál á næsta áratug, hugsanleg afskipti Lánasjóðs sveitarfélaga af þessum málum svo og þróunar- og rannsóknarstyrki á vegum ríkis og sveitarfélaga, sér- staklega með það að markmiði að reyna að draga úr framkvæmda- kostnaði við fráveitur. Fyrir valinu varð síðan sú leið sem birtist í ffam- angreindum lögum, þ.e. að endur- greiða sveitarfélögum allt að 20% raunkostnaðar við fráveitufram- kvæmdir af beinum framlögum á fjárlögum. Hvað lögin áhrærir skýra þau sig að mestu leyti sjálf; rétt er þó að skoða fáein atriði. Lögin eru tímabundin, þ.e. þau gilda um fráveituframkvæmdir á tímabilinu 1. maí 1995 til 31. des- ember 2005. Síðari tímasetningin kemur heim og saman við skuld- bindingar íslenska ríkisins sam- kvæmt alþjóðasamningum um þessi mál. Um þessi tímamörk er fjallað í 3. gr. laganna jafnframt því sem fjallað er um hvaða ffamkvæmdir í fráveitumálum eru styrkhæfar og hvaða framkvæmdir falla utan ramma laganna. 1 ijórðu grein er sett þak á árleg heildarútgjöld ríkisins vegna frá- veituframkvæmda sveitarfélaga, þ.e. heildarstyrkupphæð getur numið allt að 200 milljónum kr. að hámarki, þó aldrei hærri upphæð en sem nemur 20% af staðfestum heildar- raunkostnaði styrkhæfra fram- kvæmda næstliðins árs, eins og seg- ir í niðurlagi 1. málsgreinar 4. grein- ar laganna. í annarri málsgrein fjórðu greinar laganna er jöfnunarákvæði, þ.e.a.s. heimilt er að verja allt að fjórðungi styrkupphæðar (allt að 50 milljón- um króna) á hverju ári í þeim til- gangi að jafna svo sem kostur er kostnað einstakra sveitarfélaga við fráveituframkvæmdir þegar miðað er við heildarkostnað á íbúa. Þetta eru hin mikilsverðu efnisákvæði laganna. Fimmta til tíunda grein þeirra fjallar um skipan ffáveitunefndar og skilgreiningar á þeim formsatriðum sem sveitarfélag þarf að uppfylla til þess að koma til greina við styrkút- hlutun. Mjög fróðlegt er að fara yfír um- ræður um lagafrumvarpið á 118. löggjafarþingi (1994-1995) en það var lagt fram á allra seinustu dögum þingsins og fannst þingmönnum stjómarandstöðu illt að svona viða- mikið mál skyldi afgreitt á svona stuttum tíma. Enn eitt er athyglisvert, að allir þingmenn sem ræddu um málið tóku undir mikilvægi þess að ríkis- sjóður tæki þátt í kostnaði sveitarfé- laga vegna fráveituffamkvæmda og fannst reyndar að betur ætti að gera ef duga skyldi. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Alþingi samþykkti lögin í þeirri mynd sem þau eru nú. Fráveitunefnd og störf hennar í samræmi við fimmtu grein ffá- veitulaga skipaði umhverfisráðherra ffáveitunefnd en í henni sitja Magn- ús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, skipaður án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar, og auk hans Sesselja Ámadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, tilnefnd af félagsmálaráðherra, og Knútur Bruun, bæjarfulltrúi í Hveragerði, 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.