Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 30
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST Elstu þátttakendurnir í kvennahlaupinu heiðraöir með blómum. stöðum á landinu. Konur utan höf- uðborgarsvæðisins höfðu sýnt áhuga á að efna til kvennahlaups í heimabyggðum sinum. Var ég tengiliður við þær. Framhald ákveðið A fyrsta fundi framkvæmda- stjórnar ÍSÍ eftir hlaupið lapði Sveinn Bjömsson, þáv. forseti ISÍ, til að hlaupið yrði haldið aftur að ári og skyldi kallað Kvennahlaup ÍSÍ. Þetta var samþykkt. Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar hinn 23. ágúst 1990 var samþykkt að skipa kvennanefnd sem fékk það hlutverk að gera tillögur til ráðsins um eflingu íþrótta meðal kvenna. Ég átti sæti í þessari nefnd ásamt fúlltrúum ffá íþrótta- og_ tómstunda- ráði. Við lögðum til að ÍSÍ yrði sent bréf um að Kvennahlaup ÍSÍ yrði áfram í Garðabæ. Það samþykkti framkvæmdastjóm ÍSÍ á árinu 1991. Sérstakt framkvæmdaráð var skipað vegna kvennahlaupsins árið 1991. I því vom auk min, sem var formaður, þær Anna R. Möller, Laufey Jóhannsdóttir og Ragna Lára Ragnarsdóttir. Iþrótta- og tóm- stundafulltrúi Garðabæjar, Gunnar Einarsson, starfaði við undirbún- inginn eins og áður. Um hlaupin úti á landi sá kvennanefnd ISÍ. Það gerði hún líka árið eftir. Annað hlaupið tókst einnig vel eins og hið fyrra. I bréfi sem mér barst eftir hlaup- ið frá bæjarstjór- anum, Ingimundi Sigurpálssyni, segir svo: „Á fundi bæjar- stjórnar Garða- bæjar, sem hald- inn var þann 4. júlí sl., var m.a. fjallað um undir- búning og þátt- töku í kvenna- hlaupi, sem hald- ið var i Garðabæ 23. júní sl. Fram kom í máli manna, að þátttaka í hlaupinu hafi verið afar góð og vel hafi tekist til með framkvæmd þess af hálfu undirbúningsaðila. Af þessu tilefni er mér f.h. bæjar- stjórnar Garðabæjar ljúft að færa yður og öðmm þeim, sem að undir- búningi og skipulagningu hlaupsins stóðu, sérstakar þakkir fyrir lofsvert framtak og glæsilega framkvæmd. Var það aðstandendum öllum til sóma og bæjarfélaginu ótvíræð lyftistöng.“ Samtökin íþróttir fyrir alla taka viö Árið 1993 fól ÍSÍ samtökunum íþróttir fyrir alla (ÍFA) að hafa yfír- umsjón með framkvæmd hlaupsins um land allt. Samtökin áttu m.a. að annast sameiginlega kynningu á hlaupinu, fjölga stöðum þar sem kvennahlaup færi fram og annast kaup á bolum og verðlaunapening- um. Iþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæjar undirritaði samninga við IFA vegna kaupa á bolum og verðlaunapeningum og öðru er tengdist ffamkvæmd kvennahlaups- ins á árunum 1993-1996. Árið 1997 undirritaði bæjarstjóri Garðabæjar samning milli bæjarins og IFA um framkvæmd Kvennahlaups ÍSÍ i Garðabæ. Aukin þátttaka Þátttaka í kvennahlaupinu í Garðabæ hefúr aukist verulega með ári hverju. Á sama tíma hefur kvennahlaupið breiðst út um landið og þeim stöðum farið fjölgandi þar sem hlaupið hefur farið fram sama dag og aðalhlaupið í Garðabæ. Árið 1993 tóku rúmlega 6000 konur þátt í hiaupinu í Garðabæ en rúmlega 12.000 á landinu öllu. 19. júní-sjóöur um kvennahlaup Nokkur hagnaður hefúr verið af hlaupinu frá upphafi. Byggist hann að mestu á því að Garðabær hefúr boðið fram mikið vinnuafl. T.d. hafa ýmsir starfsmenn bæjarins unnið við hlaupið. Hagnaðurinn af fyrstu þremur hlaupunum varð til þess að ffam kom tillaga um mynd- un sjóðs sem hefði það hlutverk að efla íþróttir kvenna. Árið 1993 sendi framkvæmdanefnd hlaupsins tillögu þess efnis til íþrótta- og tómstunda- ráðs Garðabæjar. Þar var hún sam- þykkt og síðan samþykkti bæjar- stjóm Garðabæjar stofnskrá sjóðsins hinn 7. okt. 1993. Sjóðurinn heitir „19. júní-sjóður um kvennahlaup í Garðabæ" og tilgangur hans er að styrkja og efla íþróttir kvenna í Garðabæ með því að veita fé til uppbyggingar á því sviði. Á næsta ári mun verða veitt úr sjóðnum í fýrsta sinn. Lokaoró Kvennahlaupið hefur sannarlega tekið út hraðan vöxt. Síðustu árin hefur það verið stærsti íþróttavið- burður hvers árs á íslandi. Konur geta verið stoltar af því. í öll skiptin hefur aðalhlaupið farið fram í Garðabæ. Ohætt er að segja að eng- inn íþróttaviðburður hefur vakið jafn mikla athygli á bænum. í Garðabæ hefur samstæður hópur staðið að undirbúningi hlaupsins all- ar götur síðan 1991 og bæjarfélagið hefúr talið sæmd í því. 284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.