Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 60
FRÁ STJÓRN SAMBANDSINS Gunnlaugur A. Júlíusson deildarstjóri hagdeildar sambandsins Gunnlaugur A. Júliusson, hag- fræðingur og fv. sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps, hefur verið ráðinn deildarstjóri hag- deildar sambandsins frá 1. ágúst sl. Gunnlaugur er fæddur á Patreks- firði 8. september 1952 og eru for- eldrar hans Jóhanna Gunnlaugsdótt- ir frá Bakka i Þorkelshólshreppi og Júlíus Reynir Ivarsson frá Melanesi í Rauðasandshreppi, en þau bjuggu á Móbergi í Rauðasandshreppi. Gunnlaugur varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1971 og lauk B.Sc.-prófi í búfræði frá framhaldsdeild skólans 1975; stund- aði nám í landbúnaðarhagfræði við Landbúnaðarháskólann í Svíþjóð 1980-1983 og doktorsnám í land- búnaðarhagfræði við dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn 1983-1987. Hann var landbúnaðarráðunautur hjá búnaðarsamböndunum í Eyja- firði og á Vestfjörðum 1975-1979, framkvæmdastjóri Ræktunar- sambands V-Barðastrandarsýslu 1977-1979, hagfræðingur Stéttar- sambands bænda 1987-1990, sér- fræðingur í landbúnaðarráðuneytinu og aðstoðarmaður landbúnaðarráð- herra 1990-1991 og á ný hagfræð- ingur Stéttarsambands bænda 1991 uns hann réðst sem sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps í október 1994. Því starfi gegndi hann til 25. júní 1999. Gunnlaugur skrifaði kennslubók fyrir skóla og bændur, Landbúnað- arhagfræði, sem kom út árið 1987. Kona hans er Sigrún Sveinsdóttir lyfjafræðingur. Þau eiga þijú böm, tvo drengi og eina dóttur. Gunnlaugur var áður kynntur í 4. tbl. Sveitarstjórnarmála 1994, er hann var ráðinn sveitarstjóri Raufar- hafnarhrepps. Lögfræðideild sett á stofn Stjórn sam- bandsins hefur samþykkt að setja á stofn sér- staka lögfræði- deild frá 1. nóv- ember sl. Deild- arstjóri hennar hefúr verið ráðinn Sigurður Óli Kol- beinsson sem starfað hefur hjá launadeild sambandsins frá því í nóvember 1996. Sigurður Óli er fæddur 4. desem- ber 1966 í Reykjavík. Foreldrar hans em Ingibjörg Sigurðardóttir og Kolbeinn Ólafsson, sem er látinn. Sigurður Óli lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1986 og embættisprófi í lögffæði 1996. Að loknu stúdentsprófi starfaði hann hjá Flutningsmiðluninni hf. í eitt ár en hóf þá rekstur eigin fyrir- tækis þar til hann hóf nám við laga- deild Háskóla íslands haustið 1991. Hann hefúr starfað hjá sambandinu eins og áður segir frá því í nóvem- ber 1996. A námsámm í lagadeild tók Sig- urður Óli virkan þátt í félagsstörfúm og var fyrsti varafulltrúi Vöku í stúdentaráði auk þess að vera gjald- keri félagsins. Þá var hann fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfu Orators og átti síðan sæti í útgáfúráði bóka- útgáfúnnar til ársins 1999. Eiginkona Sigurðar Óla er Marta Dögg Sigurðardóttir leikskólakenn- ari. Þau eiga tvær dætur. Umhverfisdeild sam- bandsins lögð niður Jafnframt því sem ákveðið var að setja á stofn lögfræðideild á skrif- stofu sambandsins samþykkti stjómin að leggja niður umhverfis- deild þess sem stofnuð hafði verið 1. júlí 1992. Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur, sem veitt hafði deildinni forstöðu frá því að hún var stofnuð, hvarf til annarra starfa hinn 1. september sl. í kveðjuhófi, sem Guðrúnu var haldið, vom henni þökkuð góð störf f þágu sambandsins og sveitar- félaganna. ^^^^"VERKFRÆOISTOR^N irv forverkef 3 1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.