Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 21
FRÆÐSLUMÁL Broddanesskóli, horft til norðausturs. Ljósm. Jóhannes Helgi Laxdal. greinarhöfundur hefur einnig unnið að ffamkvæmd þess. Ekki tókst að hrinda tilrauninni í ffamkvæmd veturinn 1998/1999 þar sem i ljós koma að símatengingar milli Broddaness og Hólmavíkur voru svo lélegar að þær báru ekki nauðsynlegan gagnaflutning. Fundir voru á hinn bóginn haldnir með kennurum skólanna og skóla- stjómm þar sem farið var yfir verk- efnið og rætt um þá möguleika sem fjarkennsla getur veitt nemendum í fámennum skólum. Fljótlega kom i ljós að kennara- hópurinn var mjög áhugasamur um verkefnið og skildi vel mikilvægi þessarar tilraunar. Skólastjómendur beggja skólanna, Skarphéðinn Jóns- son og Victor Victorsson á Hólma- vík og Jónína Guðmundsdóttir í Broddanesi, tóku að sér að vinna að framgangi verkefnisins og gera skýrslur um niðurstöður. Sl. sumar vom svo gerðar endur- bætur á símasambandinu og þar með skapaðist gmndvöllur til þess að gera tilraunina. Samið var við Nýherja hf. um kaupleigu á nauðsynlegum tækja- búnaði og uppsetningu hans. Há- skólinn á Akureyri hefur umsjón með kennslufræðilegum þætti verk- efnisins og veitir kennurum skól- anna leiðbeiningar um ijarkennsl- una. Um þann þátt sér Rúnar Sig- þórsson fyrir HA. Tækjabúnaðurinn var settur upp í skólunum sl. haust og kennarar hafa verið að reyna hann þótt hin eigin- lega tilraun verði ekki framkvæmd fyrr en í byrjun ársins 2000. Þótt of snemmt sé að draga álykt- anir af tilraun sem ekki er hafin ennþá er nú þegar ljóst að þessi tækni getur veitt mikla möguleika. Nemendur eiga auðvelt með að stunda nám með þessum hætti. Þeir fá tilfmningu fyrir að vera í sama skóla þótt tugir kílómetra skilji að. Kennarafundir em sameiginlegir og í vaxandi mæli em skólamir reknir sem einn skóli. Það verður augljóslega ekki svo að annar skólinn (sá litli) verði ein- göngu þiggjandi. Reynt hefur verið með góðum árangri að kenna frá litla skólanum til þess stóra. Takist þessi tilraun vel, eins og allar líkur benda til, þá opnast alveg nýir möguleikar fyrir dreifbýlis- skóla. Nemendur sem venjast fjar- námi strax frá fyrstu dögum skóla- göngu, sem læra að vinna með tækni nýrrar aldar, verða áreiðan- lega betur undirbúnir til framhalds- náms en almennt gengur og gerist. Gert er ráð fyrir að í sumarbyijun hafi allar niðurstöður af þessari ein- stæðu tilraun verið dregnar saman og þá verða þær kynntar rækilega. Takist tilraunin vel, eins og gera má ráð fyrir, þá hlýtur það að verða forgangskrafa allrar Iandsbyggðar- innar að símatengingum verði kom- ið í það horf að sveitir landsins geti nýtt sér tækni nútímans hvort heldur er til menntunar eða starfa. Radisson S4S SAGA HOTEL REYKJAVIK 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.