Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Qupperneq 32

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Qupperneq 32
BARNAVERND herbergi ef vill. Unnt er að beina spurningum til barns fyrir milli- göngu dómara með sérstökum bún- aði sem tengdur er í hlustir viðmæl- enda barnsins. Með þessari fram- kvæmd er unnt að tryggja jafnræðis- reglu réttarfarslaga þannig að hags- muna barnsins sé jafnframt gætt. Viðtalið er tekið upp á myndband og það má síðan til dæmis nota við aðalmeðferð máls fyrir rétti. Sýnt hefúr verið fram á að fram- burður barns hefur gjarna úrslita- þýðingu um hvort mál upplýsist eða ekki. Læknisfræðileg sönnunargögn er aðeins að fínna í vel innan við 10% mála og vitnum er sjaldnast til að dreifa. Þess vegna verður að vanda vel til framkvæmdar rann- sóknarviðtals, ekki sé spurt leiðandi spurninga og að sá sem spyr hafi þekkingu á hugtakanotkun barns, tjáningarhæfni og minnisþroska. Þá skiptir miklu máli að umhverfi bams sé til þess fallið að því líði vel. Rannsóknir hafa leitt í ljós að sé bam kvíðið kemur það niður á getu þess til að tjá sig um atvik sem geta skipt sköpum í meðferð máls. Barnahúsið veitir börnum sem hafa þolað kynferðisofbeldi sér- hæfða meðferð. Hún hefst þegar rannsókn máls er afstaðin og að lok- inni greiningu barnsins. Sú vinnu- regla er viðhöfð að sá sérfræðingur sem annast rannsóknarviðtalið ber ekki ábyrgð á meðferð barnsins. Ymist koma börnin í Barnahúsið eða sérffæðingamir fara út á land og veita bami meðferð þar þegar það á við. Segja má að með tilkomu Bamahúss hafi bamavemdamefnd- um verið gert auðveldara að full- nægja lagaskyldu sinni um að veita Rannsóknarviðtal. Það fer fram í sérhönnuðu herbergi. í þessu herbergi Barnahússins er fylgst með rannsóknarviðtali á sjónvarpsskjá sem er fyrir miðri mynd. Á myndinni eru Ragna Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi, Vigdís Erlends- dóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Barnahúss, og Guðjón Bjarnason, sérfræðingur á Barnaverndarstofu. ið hefúr verið upp sérstakri aðstöðu til læknisskoðunar. Keyptur var fullkominn búnaður erlendis frá, svonefnt „colposcope“ til að fram- kvæma slíkar skoðanir, sem þau Jón R. Kristinsson bamalæknir og Þóra Fischer kvensjúkdómalæknir annast en þau hafa hátt í tveggja áratuga reynslu af rannsóknum á börnum sem sætt hafa kynferðisofbeldi. Segja má að rannsóknarviðtalið við bamið sé undirstaða málsmeð- ferðar. Það sameinar lögbundið hlutverk réttarvörslukerfisins um skýrslutöku af barni ásamt því að vera nauðsynlegt upplýsingaviðtal fyrir bamavemdamefndir, meðferð- araðila og lækna svo þessir aðilar geti rækt hlutverk sín. Rannsóknarviðtalið er fram- kvæmt af sérfræðingum Bamahúss undir stjóm dómara, en fram til 1. maí sl. var lögreglan ábyrg fyrir þeirri framkvæmd. Það fer fram í sérstöku herbergi en viðtalinu er sjónvarpað beint í annað herbergi þar sem dómari, réttargæslumaður bams, verjandi sakbomings, starfs- maður barnaverndarnefndar, lög- regla og fúlltrúi saksóknara eru við- stödd. Sakbomingur getur sjálfúr fengið að fylgjast með viðtalinu, í öðru 286
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.