Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 2

Morgunblaðið - 26.11.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Litlu munaði að Þjóðleikhúsið tapaði fimm millj- ónum króna sem greiða átti fyrir risaflatskjá frá kínverskum framleiðanda, í hendurnar á glæpa- mönnum. Féð var komið inn á bankareikning glæpamannanna en með hjálp sendiherra Kína hér á landi tókst að endurheimta peningana áður en þeir tóku þá út. Nota á skjáinn í leiksýninguna Vesalingana sem frumsýnd verður í byrjun mars á næsta ári. Leitað var tilboða frá ýmsum framleiðendum en að lokum ákveðið að ræða við kínverskt fyrirtæki. „Síðan náðum við samkomulagi um verð og hvern- ig þetta ætti allt saman að vera og ég bað um að fá sendan reikning,“ segir Ari Matthíasson, fram- kvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Reikningurinn barst í tölvupósti í sumar með reikningsnúmeri sem átti að leggja fjárhæðina inn á. Stuttu síðar kom annars póstur frá sölustjóra kínverska fyr- irtækisins, að því er virtist, og úr sama netfangi. Pósturinn var að öllu leyti eins nema nú var gefið upp annað reikningsnúmer. Með síðari tölvupóstinum fylgdi sú skýring á breyttu reikningsnúmeri að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með erlendar millifærslur. Gengið var frá greiðslunni af hálfu Þjóðleikhússins en nokkrum dögum síðar barst á hinn bóginn tölvu- póstur frá kínverska framleiðandanum um að greiðsla hefði ekki enn borist. Líkt og fyrr fylgdi annar alveg eins tölvupóstur í kjölfarið með sömu skilaboðum en með öðru reikningsnúmeri. Ari hafði þá samband við sölustjóra kínverska fyr- irtækisins og bað um skýringar á þessu en sá kom af fjöllum. Á daginn kom að óprúttnir aðilar höfðu brotist inn í tölvukerfi kínverska fyrirtækisins og fylgst með samskiptunum við Ara og nýtt sér upp- lýsingarnar til svikanna. Í kjölfarið var haft samband við kínversku lögregluna og kom í ljós að greiðslan var enn á kínverskum bankareikningi þjófanna. Ekki tókst þó að fá færsluna bakfærða fyrr en Ari fékk kín- verska sendiráðið hér á landi til þess að beita sér í málinu. „Og auðvitað bauð maður kínverska sendiherranum á frumsýningu á Vesalingunum, það var ekki annað hægt,“ segir Ari. Deilt um tollflokkun risaskjásins „Þrengingum okkar með þennan skjá var þar með ekki lokið því ég þurfti síðan að slást við toll- stjórann í Reykjavík vegna málsins,“ segir Ari. Ekki var sátt um það hvaða toll flatskjárinn ætti að bera en að lokum fékkst botn í málið eftir að Ari kærði það til ríkistollanefnd- ar. Leiðrétt tollaflokkun sparaði Þjóð- leikhúsinu á aðra milljón króna. Stálu greiðslunni fyrir risaflatskjáinn  Óprúttnir aðilar fylgdust með tölvusamskiptum Þjóðleikhússins og kínversks fyrirtækis í því skyni að stela fimm milljóna króna greiðslu fyrir risaflatskjá Ljósmynd/Halldór Örn Óskarsson Skjár Risaflatskjárinn loks kominn á sinn stað. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Jesús litli, gamanleikur Borgarleik- hússins, er kominn aftur til Íslands eftir vel heppnaða leikferð til Spán- ar. Ekki fór þó betur en svo að hluti sviðsmyndarinnar varð eftir í tollin- um á Spáni og þurfti því að fresta fyrstu tveimur sýningunum sem fara áttu fram nú um helgina. „Svona getur gerst þegar verið er að flytja sýningar milli landa. Það urðu einhver mistök í tollaafgreiðsl- unni þarna úti þannig að við þurftum að færa til tvær sýningar á verkinu,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Borgarleikhússins. Sem betur fer er þó vitað hvar sviðs- myndina er að finna og ætti hún að skila sér til landsins eftir helgi. Sýn- ingarplanið er mjög þétt en með skjótum viðbrögðum var hægt að bæta aukasýningum inn í næstu viku og gekk vel að ná í þá áhorfendur sem áttu miða nú um helgina til að láta þá vita af breytingunum. Jesús litli, sem var valin besta leiksýning ársins á Grímunni 2010, er nú á fjölum Borgarleikhússins þriðja leikárið í röð sem er einstakt að sögn Magnúsar Geirs. En það eru ekki bara Íslendingar sem kunna að meta Jesú. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi á Spáni og var svo vel tekið að líklegt er að Jesús litli muni ferðast víðar um heiminn í framtíð- inni, ef marka má Magnús Geir. „Viðtökurnar voru framúrskarandi og það voru nokkur leikhús sem sýndu verkinu áhuga í kjölfarið.“ Jesús litli í tollavanda Morgunblaðið/Eggert Vinsæl Úr leiksýningunni Jesús litli.  Hluti sviðsmyndarinnar varð eftir á Spáni fyrir mistök  Tveim sýningum frestað  Jesús gæti þó enn gert víðreist Alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundu ofbeldi var haldinn í gær og í til- efni hans var farið í ljósagöngu í gærkvöldi frá Þjóðmenningarhúsinu á Hverfisgötu að Sól- farinu á Sæbraut. Nokkrir valdir ljósberar sáu um að leiða göng- una og var þeirra á meðal Thelma Ásdísardóttir hjá Drekaslóð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur hvers konar ofbeldis og aðstandendur þeirra. Morgunblaðið/Golli Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi „Ég myndi ætla að umræðan gæti verið upp- byggilegri og gagnlegri ef menn tala út frá staðreyndum, en einhverra hluta vegna hefur það verið stefna þess- arar ríkis- stjórnar að hafa leyndarhyggju yfir öllum hlutum, þar á meðal þessum,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur um nokkurra mánaða skeið farið þess á leit við fjármálaráðuneytið að fá afhent afrit af eigendasamn- ingum um Arion banka, Lands- bankann og Íslandsbanka og önnur fjármálafyrirtæki sem ríkið á eign- arhlut í. „Þetta eru samningar sem ríkisstjórnin gerir, ég sé engin mál- efnaleg rök fyrir því að halda þess- um upplýsingum leyndum.“ Guð- laugi hefur nú verið heitið svari í síðasta lagi 5. desember. Óskar upp- lýsinga um bankana  Engin rök fyrir að halda þeim leyndum Guðlaugur Þór Þórðarson „Skjárinn er kominn upp á vegg, hann er 25 fermetrar og hann er ógeðslega flottur. Þetta er flott- asti LED-skjár hér á landi og við erum svakalega ánægð með hann,“ segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhúss- ins, um risaskjáinn sem leik- húsið keypti nýverið frá Kína og er nú stað- settur í bakgrunni að- alsviðs þess. „Með þessu geturðu verið með fulla lifandi mynd eins og sjónvarps- mynd og stýrt ljós- gæðum alger- lega.“ 25 fermetra flatskjár KOMINN UPP Á VEGG Ari Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.