Morgunblaðið - 26.11.2011, Side 10

Morgunblaðið - 26.11.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Hin svokölluðu „nef“ semstarfa hjá franska ilm-vatnsfyrirtækinu L’Art-isan Parfumeur í París hafa lokið átta ára námi. Námi þar sem fólki er kennt að nota nefið til að blanda saman ólíkri lykt svo úr verði ilmandi góð útkoma. Hópur „nefja hjá L’Artisan Parfumeur er meðal þeirra færustu og fá þau að vera skapandi í gerð ilmvatnanna. Ilmvötn og vörur frá L’Artisan Parfumeur fást nú í versluninni Aur- um í Bankastræti. Tilfinning úr barnæsku „Hver einasta lykt er minning frá nefinu sem býr hana til. Nefið er að reyna að endurvekja heimsókn til lands eða einhverja tilfinningu úr barnæsku. Þannig var fyrsta lyktin sem búin var til brjómberjalykt en hún minnti stofnanda fyrirtækisins á Nefin þefa sig í gegnum lönd Ilmvötnin frá franska ilmvatnsframleiðandanum L’Artisan Parfumeur segja sögu og geta jafnvel flutt fólk landa á milli í huganum. Í gegnum tíðina hefur framleiðandinn verið óhræddur við að senda frá sér djarfar og óhefðbundnar samsetningar ilms í bland við klassískan. Ilmvötn og vörur frá L’Artisan Parf- umeur fást nú í versluninni Aurum en merkið er mörgum Íslendingum kunnugt. Ilmir Franska ilmvatnsfyrirtækið L’Artisan Parfumeur hefur vakið at- hygli fyrir að fara gjarnan ótroðnar slóðir í samblandi ilma. Oft segja myndir meira en orð og sú hugmynd er líklegast á bak við vef- síðuna dearphotograph.com. Þar get- ur fólk sett inn ljósmyndir ýmist nafnlaust eða undir nafni. Þarna má t.d. finna myndir sem foreldrar hafa sett af börnunum sínum og rifjað upp góðar og gamlar minningar. Aðrir minnast látinna ástvina með mynd og fallegum orðum. Það sem er sérstakt við þessa síðu er að fólk tekur mynd af myndinni sem það vill setja inn. Til að mynda hefur ung kona sett inn gamla mynd af frænda sínum og sér til minningar um hann. Þau standa fyrir utan hús og er ný myndin tekin af þeirri gömlu fyrir utan húsið. Þannig fellur myndin inn í umhverfi dagsins í dag og minn- ir á það sem vantar eða er liðið þegar eldri myndin er tekin niður. Á vefsíð- unni er mikið af skemmtilegum og fallegum myndum. Vefsíðan www.dearphotograph.com Minning Gömul mynd fellur inn í þá nýju og sameinar þær. Ný mynd af gömlum minningum Hin langa og viðburðaríka ferð Ódys- seifs varð málaranum Daða Guð- björnssyni innblástur í sýningu sem hann opnaði á Kjarvalsstöðum síð- astliðinn laugardag. Á sunnudaginn klukkan þrjú mun Daði kynna sýn- inguna fyrir gestum, en áður en leið- sögn hans hefst fræðir Geir Þórarinn Þórarinsson, stundakennari í klass- ískum fræðum við Háskóla Íslands, gesti stuttlega um innihald Ódys- seifskviðu eftir forngríska skáldið Hómer. Sýning Daða ber yfirskriftina Á slóðum Ódysseifs en listamaðurinn lítur á Ódysseifskviðu sem dæmisögu um andlega leit sálarinnar þar sem málverkin eru líkami þeirrar sálar. Á sýningunni eru annars vegar verk sem Daði hefur málað á und- anförnum þremur árum og hins vegar eldri verk frá árunum 1998-2008. Daði hóf feril sinn þegar „Nýja mál- verkið“ svokallaða kom fyrst fram á Íslandi og einkennast eldri verk hans af hrárri og sjálfsprottinni framsetn- ingu, en stíll hans hefur þróast í átt að mýkri og fágaðri tjáningarmáta. Endilega … … fetið í fót- spor Ódysseifs Morgunblaðið/Ómar Leiðsögn Daði Guðbjörnsson. Í dag hefst aðventuævintýri á Ak- ureyri þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Dan- mörku, og sér Helgi Jóhannesson, konsúll Dana á Norðurlandi, um af- hendingu þess. Þá mun Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, flytja ávarp en Anna Marý Jónsdóttir sér um að tendra ljósin. Dagskráin hefst klukkan 14.50 og flutt verður fjölbreytt jólatónlist af Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni, Helga Svavarssyni, Kaldo Kiis og Barnakór- um Akureyrarkirkju undir stjórn Sig- rúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Einnig munu þeir Hurðaskellir, Kjötkrókur og Kertasníkir láta duglega til sín taka. Við sama tækifæri verður kveikt aftur á hjartanu í Vaðlaheiðinni og jólakötturinn mun taka sér stöðu á Ráðhústorgi í námunda við jólatréð. Sama dag leikur Big Band Tónlist- arskólans á Akureyri jólalög undir stjórn Albertos Carmona í menning- arhúsinu Hofi. Aðventuvævintýri á Akureyri heldur svo áfram fram að jólum en hægt er að skoða dagskrána á www.visitakureyri.is. Aðventuævintýri á Akureyri Jólaköttur og jólasveinar á ferð um bæinn Ljósadýrð Fjölbreytt dagskrá verður á Ráðhústorginu í dag. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! Pólarolía góð fyrir líkamann Í nýlegri doktorsrannsókn Linn Anne Bjelland Brunborg kom í ljós að selolía, sem var gefin í gegnum sondu beint niður í skeifugörn, linar liðverki, dregur úr liðbólgum og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum inniheldur hlutfallslega mikið magn af omega 6 fitusýrum í samanburði við omega 3 fitusýrur. Þetta getur orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem að einhverju leyti getur útskýrt af hverju margt fólk þjáist af offitu og ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Besta leiðin til að greiða úr þessu ójafnvægi er að auka neyslu á sjávar- fangi sem almennt er auðugt af lang- keðju omega fitusýru og samtímis að minnka neyslu á matvörum sem eru ríkar af omega fitusýrum. Þarmabólga og liðverkir Rannsókn Brunborgs á selkjöti bendir til að það sé bæði holl og örugg fæða. Selspikið er mjög ríkt af langkeðju omega fitusýrum sem hefur áhrif á staðbundin hormón, sem meðal annars eru mikilvæg fyrir bólguviðbrögð líkamans.Virkni sel- olíunnar á bólguviðbrögð var prófuð í klínískri tilraun á sjúklingum með liðverki og IBD. IBD-sjúklingar hafa oft minnkandi starfsgetu og lífsgæði vegan sjúkdómsins og möguleikar á lækningu eru litlir. Lyf sem draga úr liðverkjum geta gert þarmabólguna verri. Brunborg sýndi með tilraunum að selolía, sem var gefin í gegnum sondu, linar liðbólgur, liðverki og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Að neyta nægilegs sjávarfangs með omega fitusýrum getur haft fyrirbyggjandi áhrif þegar um þróun sjúkdóma eins og IBD og annarra bólgusjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma er að ræða. Selolía fæst í öllum helstu apótekum og heilsu- búðum og ber nafnið Polarolje. A U G L Ý S I N G Linar verki og minnkar bólgur na

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.