Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er „smartara“ að vera dauður
en að vera með endurskinsmerki,“
hafa unglingar sagt við Herdísi
Storgaard, verkefnastjóra í slysa-
vörnum barna. Hún segir það vera
mikið áhyggjuefni hvað það sé erfitt
að fá fólk, ekki síður fullorðna en
unglinga og börn, til að ganga með
endurskinsmerki.
„Þetta á ekki bara við um börn-
in,“ sagði Herdís. „Ég skil ekki í
fullorðnu fólki sem labbar án end-
urskins á milli heimilis og vinnu-
staða og bara sést ekki! Það eru all-
ir svo dökkklæddir. Ég held að fólk
geri sér ekki grein fyrir þessu. Það
sér ágætlega sjálft en áttar sig ekki
á því að stór hluti ökumanna er
kominn með svonefnda öldr-
unarsjón þótt þeir séu ekki svo
gamlir og sjá ekki vel í myrkri. Fólk
á að bera ábyrgð á eigin öryggi og
nota þennan einfalda og ódýra bún-
að sem getur skilið á milli lífs og
dauða.“
Lögreglan hefur áhyggjur
Áberandi er hvað fáir nemendur í
grunn- og framhaldsskólum bera
endurskinsmerki að sögn lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún
segir þetta vera sérstaklega baga-
legt snemma á morgnana þegar
myrkur grúfir yfir og margir eru á
ferð við skóla, bæði gangandi og ak-
andi. Lögreglan hvetur alla gang-
andi vegfarendur til þess að bæta úr
þessu. Einnig vísar hún til ábyrgðar
foreldra og forráðamanna hvað
þetta varðar.
Lögreglan bendir líka á þá skyldu
hjólreiðamanna að búa reiðhjól sín
ljóskeri í myrkri eða skertu skyggni
sem lýsir hvítu eða gulu ljósi að
framan og öðru að aftan sem lýsir
rauðu ljósi. Hún segir að á þessu
hafi verið misbrestur og að það sé
ekki einkamál reiðhjólamanna.
Áhrif tískunnar eru mikil
Hildur Ragnarsdóttir, versl-
unarstjóri Gallerí Sautján í Kringl-
unni, þekkir vel til fatasmekks
framhaldsskólanema. Hún telur að
mörgum krökkum þyki það hrein-
lega ekki „flott“ að hengja á sig
endurskinsmerki sem lafa í spotta.
Það sé frekar að þau fáist til að nota
bönd sem vefjast um handleggi.
„Ég man að þegar ég var ung-
lingur þá þótti ekki sérstaklega töff
að vera með eitthvað hangandi utan
á sér,“ sagði Hildur. Hún sagði að
yfirhafnir sem þau selji ungu fólki
séu yfirleitt ekki með endurskins-
merkjum. Spurningin sé hvort hægt
sé að innleiða það svo það komist í
tísku. Hildur taldi að félagaþrýst-
ingur hefði töluverð áhrif á notk-
unarleysi endurskinsmerkja.
Krakkarnir fylgi gjarnan fjöldanum.
„Maður vill ekki vera þessi eini
með endurskinsmerki. Þetta er svo-
lítið þannig,“ sagði Hildur. „Ég
hugsa að sumum þyki þetta ekki
flott og hinir fylgi á eftir og þori
ekki að vera með endurskinsmerki.“
Endurskinsmerki fást víða
Víða er hægt að fá endurskins-
merki, ýmist gefins eða keypt. Her-
dís Storgaard sagði að skátar hafi
t.d. gefið börnum og unglinum end-
urskinsmerki. Þá hafa trygginga-
félögin dreift endurskinsmerkjum
til viðskiptavina sinna auk fleiri fyr-
irtækja og félaga. Gott úrval er af
endurskinsmerkjum í flestum apó-
tekum og íþróttavöruverslunum
sem t.d. eru með endurskinsmerki
og borða fyrir hlaupara. Eins hafa
endurskinsmerki fengist í stór-
mörkuðum og bensínstöðvum. Her-
dís sagði að lausir borðar sem vafið
er um handlegg eða fótlegg séu
mjög hentugir. Límd merki tolli
frekar á yfirhöfnum barna en end-
urskinsmerki sem nælt er í fötin.
Herdís kvaðst ráðleggja fólki að
nota endurskinsmerki sem eru límd
á fatnað, skólatöskur og fleira. Best
sé að líma merkin í mjaðmarhæð og
eins utan um ermar á flíkum svo
ökumenn sjái viðkomandi sem best.
Krökkunum þyki það ekki eins ljótt
að hafa endurskinsmerkin límt á yf-
irhafnir eins og að bera endurskins-
merki sem lafa í spotta.
„Smartara“ að vera dauður
Lögreglan og fleiri hafa áhyggjur af lítilli notkun á endurskinsmerkjum Unglingum þykir ekki
„flott“ að vera með endurskinsmerkin Fullorðnir þurfa líka að taka sig á og vera með endurskin
Morgunblaðið/Golli
Tryggilega merkt Leikskólabörn voru tryggilega merkt þar sem þau voru á göngu í Vesturbæ Reykjavíkur.
Gangandi vegfarendur sjást illa í
myrkri, þrátt fyrir götulýsingu og
ökuljós bíla. Þess vegna er notk-
un endurskinsmerkja nauðsyn-
leg, að því er segir á heimasíðu
Umferðarstofu. Þar segir og:
„Endurskinsmerkin eiga að
vera sýnileg og er best að hafa
endurskinsmerkin fremst á erm-
um, á skóm eða neðarlega á
buxnaskálmum. Þá virka end-
urskinsmerkin eins og blikkljós
þegar ljós skín á þau. Því fyrr og
betur sem ökumenn greina gang-
andi vegfarendur, þeim mun
meira er öryggi þeirra síð-
arnefndu í umferðinni. Það er
staðreynd að ökumenn sjá gang-
andi vegfarendur með end-
urskinsmerki fimm sinnum fyrr
og því getur notkun endurskins-
merkja skilið á milli lífs og
dauða.“ Þá segir Umferðarstofa
að fullorðnir eigi að vera fyr-
irmyndir barna í þessum efnum.
Á heimasíðu VÍS kemur fram
að úr bíl með lágum ljósum sjái
ökumaður dökkklæddan gang-
andi vegfaranda í myrkri í 25
metra fjarlægð. Ef vegfarandinn
er með endurskinsmerki þá sést
hann í 125 metra fjarlægð.
Sjóvá mælir með því á sinni
heimasíðu að endurskinsmerki
séu saumuð í jakka og úlpur
barna, séu þau ekki til staðar.
Eins séu endurskinsmerki límd á
skólatöskur. Þá er fólki ráðlagt að
fara reglulega yfir það yfir vet-
urinn hvort endurskinsmerkin
séu ekki á sínum stað.
Þú sést fimm
sinnum fyrr
ENDURSKIN EYKUR ÖRYGGI
Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmur
Nýja kirkjan í Stykkishólmi, sem
reyndar er orðin yfir 20 ára göm-
ul, setur mikinn svip á bæinn.
Kirkjan hefur góðan hljómburð.
Hún er mikið notuð til tónleika-
halds og er tónlistarhús okkar
Hólmara.
Fyrir nokkrum árum var hafin
söfnun fyrir nýju pípuorgeli í
kirkjuna. Árið 2008 var skrifað
undir kaupsamning við Klais-
orgelframleiðandann í Bonn í
Þýskalandi um kaup á sérhönnuðu
21 raddar orgeli. Orgelið er sér-
hannað fyrir kirkjuna varðandi út-
lit og hljómburð.
Blekið var vart þornað á samn-
ingnum er bankahrunið skall á
með miklu gengishruni. Það setti
málið í uppnám um tíma.
Ákveðið var fyrir ári að halda
áfram með verkið og nú er pípu-
orgelið komið til Stykkishólms.
Fjórir orgelsmiðir frá Klais hafa
verið að setja nýja orgelið upp í
kirkjunni. Það er mikið verk en
mun klárast fyrir jól. Stefnt er að
formlegri vígslu orgelsins 22. jan-
úar nk.
Fyrir lítið samfélag er þetta
stórt verkefni. Fjáröflun til org-
elkaupa hefur gengið mjög vel.
Mikill fjöldi einstaklinga og fyrir-
tækja hefur styrkt kaupin og
stendur samfélagið í mikilli þakk-
arskuld við þessa aðila. Reiknað er
með að hægt verði að afhenda
kirkjunni nýja pípuorgelið kvaða-
laust á vígsludegi.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Nýtt pípuorgel í Stykkishólmskirkju
„Samkvæmt öllum gögnum málsins
er ljóst að bygging nýs spítala skil-
ar verulegu hagræði í rekstri spít-
alans,“ segir í fréttatilkynningu frá
Félagi atvinnurekenda. Í tilkynn-
ingunni er vísað í skýrslu norska
ráðgjafarfyrirtækisins Hospitalitet
en samkvæmt henni er talið að nýr
spítali muni skila u.þ.b. 2,6 ma.kr.
árlegum sparnaði í rekstri.
„Áframhaldandi rekstur LSH án
umtalsverðra húsnæðisbreytinga
hefur mikinn kostnaðarauka í för
með sér og er sóun á tækifæri til
aukinnar framleiðni í rekstri spít-
alans. Þá uppfyllir núverandi hús-
næði ekki lágmarkskröfur til spít-
ala og stendur í vegi fyrir að hægt
sé að nýta nýjustu tækni í tækja-
búnaði, þar sem bæði burðarþol og
lofthæð er orðin takmarkandi þátt-
ur,“ segir m.a. í tilkynningunni. Þá
segir að byggingin muni hafa já-
kvæð áhrif á atvinnulífið.
Nýr Landspítali er forgangsverkefni
að mati Félags atvinnurekenda
Pfaff • Grensásvegi 13 • Sími 414 0400 • www.pfaff.is
facebook.com/pfaff.is
Heilsudagar Pfaff
í dag milli kl. 11–16
Láttu þér og
þínum líða vel
á jólunum