Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Þrúður Gunn- arsdóttir varði nýverið dokt- orsritgerð við læknadeild heil- brigðisvís- indasviðs Há- skóla Íslands, „Fjölskyldumiðuð atferl- ismeðferð fyrir of feit börn. Raunprófun meðferðar í klín- ískum aðstæðum.“ Helsta markmið verkefnisins var að rannsaka árangur fjöl- skyldumiðaðrar atferlismeð- ferðar fyrir of feit börn á Ís- landi. Niðurstöður sýndu m.a. að meðferð var árangursrík til skemmri og lengri tíma og að þjálfun í að þekkja mun á svengd og seddu lofaði góðu sem ný viðbót við meðferð.  Þrúður Gunnarsdóttir er fædd 1976. Hún starfar sem sálfræð- ingur á göngudeild fyrir of feit börn á Barnaspítala Hringsins. Eiginmaður Þrúðar er Sverrir Ragnarsson framkvæmdastjóri, og þau eiga tvær dætur. » FÓLK Doktor í lýð- heilsuvísindum Solveig Sigurð- ardóttir hefur varið dokt- orsritgerð við læknadeild Tækni- og nátt- úruvísindahá- skólans í Þrándheimi. Meg- inmarkmiðið var að kanna tíðni meðfæddrar CP-hreyfihöml- unar meðal íslenskra barna. Búast má við að u.þ.b. 10-11 börn fæðist árlega með fötl- unina. Rannsóknin sýndi að færni barnanna er mjög mis- jöfn; meira en helmingur þeirra getur gengið án hjálp- artækja við fimm ára aldur og hjá rúmlega 40% þeirra mælist vitsmunaþroskinn innan með- almarka.  Solveig hefur undanfarin ár m.a. starfað við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Foreldrar hennar eru Sigrún Magnúsdóttir framhaldsskóla- kennari og Sigurður Sigvaldason verkfræðingur. Maður Solveigar er Sigurður Jóhannesson hagfræð- ingur og eiga þau tvo syni. Doktor í læknisfræði Erla Hulda Hall- dórsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð „Nú- tímans konur. Menntun kvenna og mótun kyn- gervis á Íslandi 1850–1903“ við Háskóla Íslands. Meginniður- staða rannsóknarinnar er að kvennaskólum hafi verið ætlað að endurskilgreina hlutverk kvenna í samfélaginu í anda ríkjandi hugmynda um konur sem mæður og húsmæður. Reyndin varð þó sú að kvenna- skólarnir urðu hvort tveggja í senn vettvangur uppbrots og samsemdar, eða umhverfi þar sem sjálfsverund var end- urskilgreind í takt við nýja tíma.  Erla Hulda Halldórsdóttir er fædd 1966. Foreldrar hennar eru Halldór Ásgrímsson, sem er lát- inn, og Inga Guðjónsdóttir, lengst af bændur. Eiginmaður hennar er Arnþór Gunnarsson sagnfræð- ingur og eiga þau tvö börn. Doktor í sagnfræði Námsflokkar Reykjavíkur hafa gert samning við mennta- og menningarmála- ráðuneytið og Fjölbrauta- skólann í Ármúla um námsframboð fyrir framhalds- skólanemendur sem horfið hafa frá námi. Náms- flokkarnir hafa þróað sérhæfðar námsbrautir sem byggjast á því að skapa samfelldan skóladag með námsáföngum í stærðfræði, listum, heimspeki og íslensku, auk mark- vissrar námsráðgjafar. Námsbrautirnar voru þróaðar í samstarfi við mennta- og menning- armálaráðuneytið og Fjölbrauta- skólann í Ármúla. Samstarfið hefur verið formgert með samningi þess- ara þriggja aðila um áframhaldandi samstarf sem miðar að því að stemma stigu við brottfalli fram- haldsskólanema. Samningurinn gild- ir til vors 2013. Samningur um sér- hæfðar námsbrautir Blómabúð í fullum rekstri Blómastofa Friðfinns, ein elsta og virtasta blómaverslun landsins er til sölu. Framundan er mikill sölutími. Upplýsingar á staðnum. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, Reykjavík. Til sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.