Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Ja, nú hrökk allt í einu bara sí svona Ög- mundur ráðherra upp af svefninum langa. Hann virðist allt í einu vera búinn að uppgötva að verðbæturnar á lán- um landsmanna eru ein stærsta meinsemdin í íslensku þjóðfélagi eins og reyndar flestir hugs- andi Íslendingar hafa vitað alllengi. Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess af nokkrum manni sem búinn er að hrjóta með til- þrifum í 30 ár að hann geti munað allt svona í einum hvelli þegar hann allt í einu opnar augun. Það er ekki von að Ögmundur muni t.d. eftir Sigtúns-hópnum eða hverju hann stóð fyrir upp úr 1980, þó að hann hafi staðið þar sjálfur ásamt meðreiðarsveini sínum Stein- grími J. Þúsundir mættu á hinum fjölmörgu og fjölmennu mótmæla- fundum í Sigtúni gegn eignarupp- töku heimilanna vegna óðaverðbólgu sem fór upp í 130% þegar verst lét og gegn verðbættum okurvöxtum. Þessi mótmæli öll skiluðu engu til fólksins því stjórnvöld hafa ætíð gefið skít í heimilin á erfiðleikatímum, það er ekkert nýtt. Kleinustjórn Gunnars Thoroddsen 1980-1983 sem sam- anstóð af 3 flokkum var slæmur kokkteill og afrekaði það helst að skapa þessa óskaplegu verðbólgu. Í þessari ríkisstjórn, sem entist aðeins í 3 ár, voru 3 sósíalískir ráðherrar, Hjörleifur Guttormsson, Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson, guð- faðir Steingríms J., og var Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. Ögmund- ur þarf auðvitað ekki að gefa neina skýringu á því hvers vegna hann og Steingrímur J. mótmæltu aldrei þessari óstjórn kleinustjórnarinnar, við vitum hvers vegna, þar sátu flokksbræður. Stjórnarskipti verða 1983 og við tók rík- isstjórn Þorsteins Páls- sonar sem varð and- vana ári seinna. Nú var komin hægristjórn og áfram héldu mótmælin en nú komu þeir kump- ánar Ögmundur og Steingrímur J. upp úr holum sínum og slógust í hóp mótmælenda sem, eins og fyrr segir, skiluðu engu til fólksins nema að hrópin í Ög- mundi komu honum inn á þing. Var það kannski bara til- gangurinn? Ríkisstjórnar Þorsteins verður helst minnst fyrir stuttan líf- tíma og ekki síður fyrir að taka úr sambandi vísitölutengingu launa en ekki lánskjaravísitöluna sem á stutt- um tíma lagði í rúst þúsundir heimila í mesta verðbólgubáli Íslandssög- unnar, og var þá og er enn talið eitt mesta hryðjuverk sem hefur verið framið gagnvart íslenskum heim- ilum. Kannast ekki fólk við munstrið? Í öllu þessu skelfingarástandi reyndi Sigtúnshópurinn að ná eyrum stjórnvalda þar sem verðbæturnar voru graftarkýlið, en árangurslaust. Ekkert af þessu á að vera eitthvað nýtt fyrir Ögmundi og þó að maður fái sér góðan lúr, þá man maður nú eitt og annað þegar maður vaknar. Og það er náttúrlega ekki nema von að Ögmundur hrökkvi illa við að vakna inn í þetta skelfilega ástand í fjármálum heimila og fyrirtækja. Hvað hefur eiginlega gengið á á Ís- landi? Hefði bara ekki verið betra að sofa áfram? En kannski er Ögmund- ur bara ekki vaknaður. Getur verið að hann bæði gangi og tali í svefni þessa dagana, fullur af einhverjum vitleysisórum? Að detta í hug að afnema verðbæt- urnar hlýtur að vera eitthvert ómeð- vitað óráðshjal. Verðbæturnar, sem eru svo þægilegar og allar lánastofn- anir elska og sem við, ein þjóða, höf- um af snilli okkar fundið upp. Þarf ekki að senda Ögmund í veikindafrí? En kannski er það eitthvað annað en umhyggja fyrir heimilum og fyr- irtækjum þessa lands sem hangir á spýtunni hjá Ögmundi. VG er að tapa fylgi og það styttist í kosningar. Það er aðeins eitt að gera, gamla bragðið: finna beitu sem fólkið gleypir. Það heppnaðist hjá Jóhönnu með skjald- borgina fyrir heimilin sem breyttist í tjaldborg sem fauk. Það fleytti henni inn í ríkisstjórn. Fólkið gleypti við því. Og hverju lofuðu ekki Stein- grímur J. og Katrín Jakobsdóttir fyr- ir síðustu kosningar og það í beinni, því, að nú þyrfti rækilega að endur- skoða verðbæturnar. Og fólkið gleypti líka við því og það fleytti VG inn í ríkisstjórn. Já, þau vita hvar á að bera niður við atkvæðaveiðar og hvar hjartað er aumast fyrir. Og við hin vitum hvað varð um efnd loforð- anna. WC tekur lengi við. Er það þetta sem hangir á spýtunni hjá Ög- mundi? En ef ekki þá skaltu djöfla þér í verkefnið, framtíð þjóðarinnar er að veði. Svo þetta: Mikið skelfingar, ósköp sem þetta annars góða land Ísland er yfirgengilega fátækt að réttlátum og duglegum stjórnmálamönnum, en ríkt að lötum, sjálfumglöðum pólitík- usum sem hugsa það eitt að koma sér og sínum vel fyrir við að totta rík- isspenann nógu ört. Svefninn langi Eftir Jóhann L. Helgason » Það er ekki von að Ögmundur muni t.d. eftir Sigtúns-hópnum eða hverju hann stóð fyrir upp úr 1980, þó að hann hafi staðið þar sjálfur ásamt meðreið- arsveini sínum Stein- grími J. Jóhann L. Helgason Höfundur er húsasmíðameistari. Undirritaður skrif- aði grein í Mbl. 2009 þar sem ég velti fyrir mér stöðunni í heil- brigðismálum í Fjarðabyggð þar sem ég er tryggur notandi þjónustunnar. Vöktu skrif mín lít- inn fögnuð hjá æðstu yfirmönnum HSA svo ekki sé meira sagt. Nú nær þremur ár- um síðar er sama ástand sem ekki er hægt að skrifa á fyrrverandi yf- irlækni sem er starfandi í öðrum landsfjórðungi og hafa margir íbúar Fjarðabyggðar lagt á sig langt ferðalag til að njóta starfskrafta hans. Íbúar í Fjarðabyggð sunnan Odd- skarðs hafa ítrekað látið í ljós vilja sinn og ekki er að heyra að hann hafi neitt breyst. Umræddur yfirlæknir hefur á þessu tímabili sótt tvívegis um stöð- ur hjá HSA, bæði hér í Fjarðabyggð og einnig á Egilsstöðum án árang- urs og sá forstjóri HSA sig til- neyddan að koma fram í fjölmiðlum og lýsa því enn og aftur yfir að læknirinn væri sakamaður og óal- andi og óferjandi. Nú hefur enn á ný verið auglýst eftir lækni hér og þar er tekið fram að vinnustaður um- sækjanda sé að hluta til á Egilsstöðum. Fróðlegt verður að vita hvort yfirmenn HSA synji enn á ný umsókn læknisins sem á lög- heimili í Fjarðabyggð og fjölskyldu og borg- ar þangað opinber gjöld. Finnst okkur íbúun- um það stórundarlegt að heilbrigðisráðu- neytið skuli ekki taka mark á vilja íbúanna og ætti því að vera orðið ljóst að þetta fyrirkomulag virkar engan veginn hvorki fyrir okkur né rík- issjóð. Langar okkur íbúana að fá að vita hvað þessi óráðsía HSA-stjórnar hefur kostað í peningum og erum við tilbúin að segja frá því hversu miklar þjáningar og erfiðleika hún hefur haft í för með sér fyrir okkur. Nú þegar mjög mikill skortur er á læknum skilur enginn hugsandi maður af hverju yfirlæknirinn má vinna alls staðar á landinu og á Norðurlöndunum en ekki heima hjá sér. Eftir að hafa flett í gegnum frétt- ir frá þessum tíma er ekki hægt að komast hjá því að sjá hvað þetta er: einelti af stærstu gráðu. Þolendurnir eru ekki einungis læknirinn og fjölskylda hans heldur og 3.600 manna byggðarlag. Skora ég hér með á heilbrigð- isráðuneytið og hæstvirtan ráðherra Guðbjart Hannesson að hlutast til um að gera úttekt á stjórnarháttum og framkomu stjórnar HSA. Með vinsemd og virðingu. Hugleiðingar um heilbrigðismál Eftir Aðalstein Valdimarsson »Eftir að hafa flett í gegnum fréttir frá þessum tíma er ekki hægt að komast hjá því að sjá hvað þetta er: ein- elti af stærstu gráðu. Aðalsteinn Valdimarsson Höfundur er ellilífeyrisþegi, áður skipstjóri, útgerðarmaður, bæj- arstjórnarmaður o.fl. á Eskifirði. gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is • Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Reykjavík Eignir óskast 2ja herbergja íbúðir óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir nokkrum 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsum á Höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar verða staðgreiddar ef um semst. Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun. Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-400 fm einbýli í Þingholtunum. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Raðhús í Fossvogi óskast Höfum kaupanda að raðhúsi í Fossvogi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl veitir Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 Einbýlishús í Vesturborginni óskast Æskileg stærð 300-400 fm. Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Vesturborginni. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 Húseign í nágrenni Landakotstúns óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm húseign sem næst Landakotstúni, staðgreiðsla í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. 800-1200 fm atvinnuhúsnæði óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 800 - 1200 fm atvinnuhúsnæði, helst á einni hæð með góðri lofthæð. Æskileg staðsetning eru Hvörfin í Kópavogi eða Hálsarnir í Árbænum. Mosfellsbær kemur einnig til greina. Aðeins kemur til greina heil húseign. Stað- greiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Geir Pálsson á Eignamiðlun 2-4 þús. fm húsnæði í Örfisey óskast Óskum eftir fyrir fjársterkan aðila 2-4þús. fm húsnæði í Örfisey. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sérhæð í Vesturborginni eða í Hlíðunum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 120 - 150 fm sérhæð í Vestur- borginni eða í Hlíðunum. Góðar greiðslur í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. Óskum eftir 2ja herbergja Fjársterkur kaupandi óskar eftir þremur 2ja herb. íbúðum, helst í sama húsi, miðsvæðis í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði. Sölumenn veita allar nánari upplýsingar. Vantar - Vantar - Vantar Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur á söluskrá allar stærðir og gerðir af íbúðarhúsnæði. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Eignamiðlunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.