Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 24
Framkvæmdir og áhrif á hagvöxt 2012 2013 2014 2012-2014 Grunnspá ASÍ 1% 2,70% 1,50% 5,28% Álver í Helguvík 1,60% 3,80% 2,10% 7,63% Stóriðja á Norðurlandi 1% 3,20% 1,90% 6,20% Álveg í Helguvík og stóriðja á Norðurlandi 1,60% 4% 2,80% 8,70% 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Nýbirt hagvaxtarspá Hagstofunnar gefur ekki tilefni til lúðrablásturs og ljóst er að þær forsendur sem spáin byggist á – fyrst og fremst kröftug einkaneysla og aukin atvinnuvega- fjárfesting – eru háðar mikilli óvissu og gætu hæglega breyst til hins verra. Viðmælendur Morgunblaðsins segja spá Hagstofunnar um að at- vinnuvegafjárfesting aukist um 19% á næsta ári fullbjartsýna – ekki síst sökum þeirrar stöðu sem nú er uppi vegna áforma stjórnvalda um kolefn- isskatt sem gæti sett áform um kís- ilverksmiðju í Helguvík í uppnám. Spáin gerir einnig ráð fyrir fram- kvæmdum við fyrsta áfanga álvers í Helguvík á árinu 2013 en á þessari stundu er fullkomlega óljóst hvort sú tímasetning gengur eftir. Í hagspá Seðlabankans er til að mynda ekki reiknað með framkvæmdum við Helguvík fyrr en 2014 auk þess sem hvorki Alþýðusamband Íslands (ASÍ) né greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir verkefninu í sínum hags- pám. Fjárfesting aldrei minni Það er óumdeilt á meðal hagfræð- inga að vöxtur í fjárfestingu – og þá fyrst og fremst atvinnuvegafjárfest- ingu – mun skipta höfuðmáli fyrir uppgang efnahagslífsins næstu árin. Fjárfestingarstigið í hagkerfinu hef- ur aldrei mælst minna á lýðveldistím- anum heldur en á síðasta ári, eða að- eins 13% sem hlutfall af landsframleiðslu. Þegar fjárfesting- arstigið er jafn lágt og raun ber vitni um þessar mundir á Íslandi, þá mun framkvæmd af slíkri stærðargráðu sem álver í Helguvík er – heildarfjár- festingin gæti numið um 250 milljörð- um króna – hafa umtalsverð áhrif á hagvaxtarhorfur næstu árin. Samhliða gerð kjarasamninga í liðnum maímánuði settu stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins sér það markmið að auka fjárfestingar í 350 milljarða fyrir árslok 2013. Sé hins vegar rýnt í þjóðhagsspá Hagstof- unnar má sjá að vöxtur fjárfestinga verður mun minni á tímabilinu en þörf er á, eigi það markmið að nást. Það sama á við um þegar horft er til hagspár ASÍ frá því í október sem gerir fyrir því að fjárfesting ársins 2014 verði aðeins 270 milljarðar króna – og vantar því enn 80 milljarða upp á að áformunum verði náð á samningstímanum. Ósjálfbær aukning einkaneyslu? Hagspár greiningaraðila gefa því ekki sérstakt tilefni til þess að vænta mikillar bjartsýni um að vöxtur í at- vinnuvegafjárfestingu verði eins öfl- ugur og aðilar vinnumarkaðarins hafa kallað eftir. Af þeim sökum má búast við því, þegar horft er fram í tímann, að þá verði staðan enn slæm sögulega séð hvað varðar hlutfall fjárfestingar og atvinnuleysis. Vöxtur í einkaneyslu er ekki síður mikilvægur drifkraftur hagvaxtar en fjárfesting. Í þjóðhagsspá Hagstof- unnar er gert ráð fyrir að einkaneysla muni aukast að meðaltali um 3% á ári fram til ársins 2014 og hún eigi því að standa undir meira en helmingi hag- vaxtar næstu þrjú árin. Töluverð aukning hefur orðið í einkaneyslu á síðustu misserum. Þá aukningu má aftur á móti skýra með hliðsjón af tímabundnum úrræðum: ein- greiðslum til launþega vegna kjara- samninga, vaxtaendurgreiðslum Landsbankans og úttektum á sér- eignarsparnaði. Það er því miklum vafa undirorpið hvort sú þróun gefur rétta vísbend- ingu um að raunverulegur kraftur sé kominn í einkaneyslu. Hættan er sú að þegar hin tímabundna innspýting líður undir lok, samtímis því að það er búist við samdrætti í samneyslu og vöxtur fjárfestinga verður minni en vonir standa til, þá muni það draga verulega úr innlendri eftirspurn í hagkerfinu. Verði það raunin er vandséð hvaða öfl geti dregið hag- vaxtarvagninn næstu árin. Hagvöxtur á veikum stoðum  Hagspár um kröftuga einkaneyslu og aukna fjárfestingu háðar mikilli óvissu  Hugsanlegt álver í Helguvík stærsti óvissuþátturinn í spám greiningaraðila Skýrt samband atvinnuleysis og fjárfestinga Heimild: Arion banki og Hagstofa Íslands Fj ár fe st in ga r se m hl ut fa ll af V LF 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 0% 1% 2% 3% 4% 5% 6% 7% 8% 9% Atvinnuleysi Stóriðjuárin 2004-2006 2013 1. fjórðungur 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur breytt horfum á lánshæfismati Landsvirkjunar úr neikvæðum í stöð- ugar. Landsvirkjun telur að þessi breyt- ing hafi takmörkuð áhrif á útistandandi skuldabréf fyrirtækisins. Mat fyrirtæk- isins á lánshæfiseinkunn Landsvirkj- unar, BB, helst óbreytt. Að mati Stand- ard & Poor’s endurspeglar breytingin bættar efnahagshorfur á Íslandi. Breytir horfum Lands- virkjunar í stöðugar ● Auknar áhyggjur af skuldastöðu ítalska ríkisins settu svip sinn á fjármálamarkaði Evrópu í gær. Verð hlutabréfa lækkaði í gærmorgun og evran einnig. Hins vegar tóku mark- aðir að hjarna við þegar leið á daginn og hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur um 0,5-1,4% Fregnir af háum vöxtum sem ítalska ríkið þarf að greiða af ríkisskuldabréf- um sem voru gefin út í gær ýttu undir áhyggjur fjárfesta og ekki bættu um- mæli Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands, og Nicolas Sarkozy Frakklands- forseta úr skák en þau vöruðu við því félli Ítalía þá fylgdi evran í kjölfarið. Markaðir í Evrópu að hressast lítillega Lífsmark Kaup- höllin í Frankfurt. ● Eignir verðbréfasjóða námu 252,9 milljörðum króna í lok október og hækkuðu um 7,3 milljarða króna milli mánaða. Eignir fjárfestingarsjóða námu 46,5 milljörðum króna í lok október og hækkuðu um 2,3 milljarða milli mánaða. Eignir fagfjárfestasjóða námu 209,7 milljörðum króna í lok október og lækkuðu um 531 m.kr. í mánuðinum, samkvæmt því sem kemur fram á vef Seðlabanka Ís- lands. Verðbréfasjóðir eiga 253 milljarða króna ● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í gær í 10,5 millj- arða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 2,9 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,8% í 7,6 milljarða króna viðskiptum. Samtals hækkaði GAMMA: GBI um 0,5% í vikunni, GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,7%. Meðaldagsvelta í vikunni var 10,9 milljarðar króna, þar af 4,6 milljarða viðskipti með verðtryggt og 6,3 millj- arðar króna voru viðskipti með með óverðtryggt. Ávöxtun á GAMMAi: Verðtryggt, það sem af er ári, er 17,12%. Meðaldagsvelta 11 milljarðar í vikunni Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða og dró úr verðbólgu, samkvæmt tölum Hagstofunnar frá í gær. Verðbólga fór úr 5,3% í október í 5,2%. Í nóvember í fyrra mældist verðbólga 2,5% og í nóvember 2009 mældist 8,6% verðbólga og var hún þá að fara niður úr hæstu hæðum á þessari öld. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,0% (vísitöluáhrif 0,12%). Þar af voru 0,15% áhrif af hækkun markaðsverðs en -0,03% af lækkun raunvaxta. Verð dagvöru lækkaði um 0,6% (-0,10%). Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% sem jafngildir 3,9% verðbólgu á ári (3,6% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis). Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2011, sem er 384,6 stig, gildir til verðtryggingar í janúar 2012. Vísitala fyrir eldri fjár- skuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.594 stig fyrir janúar 2012. Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðbólga Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% sem jafngildir 3,9% verðbólgu á ári og 3,6% án húsnæðis.  Verðbólga mælist nú 5,2% Félag atvinnurekenda segir að nýr Landspítali sé forgangsverkefni. Í tilkynningu frá félaginu segir að ljóst sé að bygging nýs spítala skili verulegu hagræði í rekstri spítalans. Í skýrslu norska ráðgjafarfyrirtæk- isins Hospitalitet sé áætlað að nýr spítali skili u.þ.b. 2,6 ma.kr. árlegum sparnaði í rekstri. Áframhaldandi rekstur LSH án umtalsverðra húsnæðisbreytinga hafi mikinn kostnaðarauka í för með sér og sé sóun á tækifæri til auk- innar framleiðni í rekstri spítalans. Félagið bendir á að bygging nýs spítala sé nauðsynleg til að mæta aukinni þjónustuþörf samfara því sem þjóðin eldist. Á næstu 14 árum muni Íslendingum á aldrinum 60 ára og eldri fjölga um yfir 50% skv. spám Hagstofunnar. Jafnframt er á það bent á að spít- alaverkefnið sé kærkomin fjárfest- ing fyrir atvinnulífið, jafnt bygging- arverktaka sem aðra. Verkefnið hefði mjög jákvæð áhrif á atvinnu- stig og á fjárfestingu, sem sé í sögu- legu lágmarki um þessar mundir. Vilja nýjan Landspítala í forgang Telja hægt að spara 2,6 milljarða á ári                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ +01.20 ++/.,2 ,+./+, ,-.3-4 +5.,-3 +,2.03 +.11+2 +04.-0 +12.,/ +,-.13 +04./3 ++/.4, ,+./51 ,-.344 +5.,13 +3-.+2 +.114/ +04.43 +12.42 ,+4.-++, +,-.0, +04.00 ++/.21 ,+.130 ,-./,4 +5.3-3 +3-.11 +.14-2 +05.+0 +4-.+/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Fáar en stórar framkvæmdir gætu haft umtalsverð áhrif á efnahagslífið á Íslandi næstu ár- in. Til að átta sig á mögulegum áhrifum stóriðjuframkvæmda á hagkerfið tók ASÍ nýlega saman þrjú fráviksdæmi ef tækist að auka fjárfestingar umfram það sem gert er ráð fyrir í hagspá samtakanna. Í fráviksdæmunum eru skoðuð áhrifin af fram- kvæmdum við álver í Helguvík og tengd orkuver og sömuleiðis af byggingu orkuvera við Þeistareyki og í Bjarnarflagi og stóriðju á Norðurlandi. Niðurstaða ASÍ leiðir í ljós að með framkvæmdum við Álver í Helguvík yrði hagvöxtur á árunum 2012-2014 2,3 prósentu- stigum meiri en í grunnspánni. Væri hins vegar ráðist í stór- iðjuframkvæmdir á Norðurlandi yrði hagvöxturinn á sama tímabili 1 prósentustigi meiri en ella. Tækist að ráðast í allar fram- kvæmdirnar yki það hagvöxt ár- anna um 3,3 prósentustig, sem myndi þýða að árleg verðmæta- sköpun yrði 55 milljörðum króna meiri árið 2014. ATVINNUVEGAFJÁRFESTING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.