Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Á RÚV er frétt um það hversu mikið jök- ullónið á Breiðamerkur- sandi hefur stækkað undanfarið og að það stækkar mikið á hverju ári vegna þess að sjórinn á greiða leið inn í það. Sjórinn er miklu heitari en úrrennsli jökulsins sem er rétt yfir frost- marki. Sjórinn er 6 til 8 gráðu heitur. Ég hef sagt það áður og end- urtek það sem mér finnst að eigi að gera þarna austur frá. Mitt álit er að stífla eigi fyrir rennslið í Jökulsá. Láta hana hætta að renna til sjávar um þetta rif þar sem hún rennur núna. Beina eigi útfalli Jökulsár í far- veg sem er rétt aust- an við útfall Jökulsár. Beina rennsli hennar í farveg sem áin Stemma rann eitt sinn eftir. Nú er þar engin á lengur og brúin farin. Hringveginum verður að halda opn- um. Ef Jökulsá yrði veitt í þann farveg verður hún alllangt frá sjó. Flóðs og fjöru mundi ekki gæta lengur í jök- ullóninu. Með því mætti koma í veg fyrir stöðuga bráðnun Breiðamerk- urjökuls og í leiðinni tryggja að hringvegurinn verði fær áfram. Því ef sjórinn grefur sig í gegnum Breiðamerkursandinn mun fjörð- urinn ná langt innundir Vatnajökul. Enginn möguleiki er á því að veg- urinn muni geta legið inn fyrir hann. En ef Jökulsá verður stífluð og henni beint í Stemmufarveginn verður að byggja brú þar. Það er vel viðráðanlegt verk sem kemur þá í veg fyrir að hringvegurinn rofni og að fjörður myndist inn í Breiðamerkurlón og nær inn fyrir Esjufjöll. Stífla verður Jökulsá á Breiðamerkursandi Eftir Njörð Helgason Njörður Helgason » Sífelld stækkun jök- ullónsins á Breiða- merkursandi kallar strax á að gerðar verði mikilvægar breytingar á útfalli Jökulsár. Höfundur er húsasmíðameistari. Einhver sem les fyr- irsögnina hér að ofan mun eðlilega ætla að höfundar séu eitilharðir íhaldsmenn. Hér séu á ferð blindir andstæðingar okkar ís- lensku norrænu vel- ferðarstjórnar! Svo er ekki, en „bragð er að þá barnið finnur“ segir gamalt máltæki, og þegar miðstjórn Al- þýðusambands Íslands, stærstu og öflugustu samtaka íslensks launa- fólks með tug þúsunda félagsmenn, lætur frá sér slíkar yfirlýsingar, þá er auðsýnilega mælirinn fullur, – já sneisafullur! Og áfram heldur Al- þýðusamband Íslands að álykta og segir: „Ríkisstjórn sem kennir sig við velferð ætlar þannig ekki að- eins að svíkja eigin lof- orð heldur einnig snupra þá sem lökust hafa kjörin í okkar þjóðfélagi.“ Áköllin hljóma sterkt um allt þjóðfélagið. Þrátt fyrir það sýn- ist of mörgum að Þyrnirósarsvefn liggi yfir stjórn- arandstöðunni, þrátt fyrir að: Aldrei hafa skattar verið hærri. Aldrei fleiri gjaldþrot. Aldrei meiri niðurskurður. Aldrei fleiri flutt úr landi. Aldrei minna um nýframkvæmdir. Aldrei meira atvinnuleysi. Enda aldrei fyrr verið 100% vinstri stjórn á landi feðranna! Þingmenn stjórnarandstöðunnar – vaknið! Berið fram vantrauststillögu á ömurlegustu ríkisstjórn Íslandssög- unnar. Skýlaus krafa þjóðarinnar er: Kosningar. Nýtt Ísland. Þá mun aftur morgna. „Ríkisstjórnin ætlar að snupra þá sem lökust hafa kjörin“ Eftir Magnús Erlendsson Magnús Erlendsson » „Ríkisstjórn sem kennir sig við vel- ferð ætlar þannig ekki aðeins að svíkja eigin loforð.“ Höfundur er fyrrverandi forseti bæj- arstjórnar Seltjarnarness. Hvað þarf að gera til að koma í veg fyr- ir banaslys á Hring- brautinni í Hafn- arfirði? Ég er orðin hrædd um það að einhver þurfi að deyja fyrst svo eitt- hvað verði gert. Það er ekki nóg með það að algengt er að keyrt sé utan í bíla sem lagt er á Hringbrautinni heldur er búið að keyra á börn, fullorðna og gæludýr í gegnum ár- in. Það má ætla að Hafnarfjarð- arbær ætli ekki að gera handtak fyrr en einhver lætur lífið. Það verður að segjast að slíkur hugs- unarháttur er vægast sagt ómann- úðlegur. Gatan er hættuleg gangandi vegfarendum eins og staðan er í dag. Sérstaklega þegar keyrt er um hana frá Læknum í Hafn- arfirði og upp að Flensborg- arskólanum/Selvogsgötu. Hraða- hindranir sem eru nú þegar til staðar ná ekki að stuðla að minni aksturshraða ökumanna. Ástandið hríðversnar svo þegar skólinn hefst á haustin þar sem ökumönn- um fjölgar gríðarlega en það eru um þúsund nemendur sem stunda þar nám. Þetta eru meira og minna allt ungir ökumenn sem eru nýkomnir með bílpróf og hafa ekki reynslu né tilfinningu fyrir aðstæðum og gefa því allt í botn upp Hring- brautina þegar þeim hentar svo, þrátt fyrir að hraðamörkin séu 30 km. Nú er nóg komið. Það er búið að keyra á tvö börn á Hring- brautinni að því er ég best veit við gatna- mótin Hringbraut/ Selvogsgötu. Einnig var kærastinn minn keyrður niður í vik- unni. Jafnframt var keyrt á heim- ilishundinn og ásamt því hafa bílar skemmst fyrir utan húsið hjá mér. Þetta hefur allt gerst með stuttu millibili. Til dæmis var keyrt á hundinn og kærastann í sömu vikunni. Er ekki kominn tími til að Hafnarfjarðarbær bregði út af vananum og geri eitt- hvað í málinu áður en einhver læt- ur lífið eða örkumlast? Stjórn Hafnar- fjarðarbæjar bíður eftir banaslysi Eftir Kristínu Elísabetu Gunnarsdóttur Kristín Elísabet Gunnarsdóttir » Ástandið hríðversn- ar svo þegar skólinn hefst á haustin þar sem ökumönnum fjölgar gríðarlega en það eru um þúsund nemendur sem stunda þar nám. Höfundur er fjölmiðlafræðingur og markaðs- og alþjóðaviðskipta- fræðingur. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf KÓPAVOGSTÚN 6-8 - TIL LEIGU Stórglæsileg, ný 115,7 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð, 8,8 fm geymsla og stæði í góðu bílastæðahúsi. Íburðarmiklar innréttingar. Laus strax. Árs leigusamningur. Kaupréttur getur fylgt. Leiguverð kr. 180.000, hússjóður innifalinn. Upplýsingar veitir Kristján í síma 660-6600 eða ksv@vortex.is Nú þegar hinu formlega golf- tímabili er lokið er vel við hæfi að líta til baka og skoða liðið sumar. Golfklúbburinn GKJ í Mosfellsbæ var stofnaður 1980 og 1986 var 9 holu golfvöllur opnaður. Nú 15 ár- um seinna er búið að opna 18 holu golfvöll. Hlíðavöllur er því orðinn fullorðinn 18 holu nútímagolfvöllur. Vissulega er þetta búið að taka langan tíma en vandað hefur verið til verks við að sameina einstaka náttúru og golfvöll svo og almenna útivist. Þar sem golfvöllurinn liggur að sjó hefur okkur tekist að opna völlinn inn á sumargrín í kringum 20. apríl. Stefnt er að því að opnaðar verði 6 brautir sem allar eru par 3 á nýja æfingasvæðinu fyrir aftan véla- skemmuna okkar næsta sumar. Hlíðavöllur í Mosfellsbæ liggur við Leirvoginn og á Blikastaðanesinu og er golfperla með skemmtilegri blöndu af léttum og erfiðum holum. Þrátt fyrir að við séum að stækka er haldið í hið skemmtilega and- rúmsloft í litlum og notalegum golf- skála með heimalöguðu bakkelsi þar sem vel er tekið á móti nýjum jafnt sem eldri félögum. Vetrarstarf er mjög öflugt og eru vetrarmót fyrir félagsmenn á hverj- um laugardegi allan veturinn. Gert er ráð fyrir að taka inn 300 nýja félaga á næstu tveimur til þremur árum. Nú er því tækifæri að gerast félagi með því að sækja um í þessum vinalega golfklúbbi þar sem auðvelt er að fá rástíma. Fram að áramótum er tryggt að 70 fyrstu umsækjendur sem stað- greiða gjaldið fyrir áramót þurfi ekki að greiða inntökugjald eða hugsanlega hækkun á árgjaldi. Ár- gjaldið fyrir líðandi tímabil er að- eins 73.000 kr. Hægt er að sækja um aðild inn á gkj.is Kjölur er meðlimur í Norð- urlandasamtökum sem heita STERF (Scandinavian Turfgrass and Enviroment Research Fo- undation) sem er sameiginlegur rannsóknar- og þróunaraðili fyrir golfsambönd allra Norðurlanda. Þessi samtök passa að sameina náttúru og útivist þar sem nátt- úran fær að njóta sín og mismun- andi íþróttaiðkun stunduð á af- mörkuðu svæði. Eitt af viðfangsefnunum verkefnis STERF er að tryggja að stofn- anir og samtök utan golfhreyf- ingarinnar nýttu sér þá þekkingu og aðferðir sem hafa verið þróað- ar og sannreyndar í hinum ýmsu rannsóknarverkefnum á vegum STERF. Golfvöllurinn í Mosfellsbæ er gott dæmi um hvað vel hefur tek- ist til með þetta því á sama svæði eru golfiðkendur, hestamenn, hjólreiðar, hlauparar og gangandi fólk. Allir þessir hópar iðka sína grein á sama svæði. Golfvöllurinn í Mosfellsbæ er einn af fáum golfvöllum á Norðurlöndum þar sem þetta sameinast í einstakri náttúruperlu þar sem fuglar verpa eggjum símum á vorin við hlið iðkenda. Við hvetjum alla sem leið eiga um golfsvæðið næsta sumar að kíkja í kaffi til okkar og skoða þessa náttúruperlu. Að lokum óska ég Mosfell- ingum og örðum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. ÁSGEIR SVERRISSON, formaður GKJ. Golfperla við Leir- voginn í Mosfellsbæ Frá Ásgeiri Sverrissyni Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið tveim kvöldum í fjög- urra kvölda tvímenningskeppni. Staða efstu para er þessi: Björn Arnarss. – Jörundur Þórðarson 579 Oddur Hanness. – Árni Hannesson 542 Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 508 Snorri Markúss. – Ari Gunnarsson 466 Sveinn Sveinsson – Karólína Sveinsd. 465 Sunnudaginn 20.11. var spilað á tíu borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 270 Þorl. Þórarinss. – Haraldur Sverriss. 261 Sigurjóna Björgvd.– Gunnar Guðmss. 233 A/V: Björn Arnarson – Jörundur Þórðars. 299 Oddur Hannesson – Árni Hanness. 274 Karólína Sveinsd. – Sveinn Sveinss. 263 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Jöfn og góð þátttaka í Gullsmáranum Spilað var á 16 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 24. nóvember. Ármann J. og Guðlaugur tóku risa- skor eða um 73%. Úrslit í N/S: Katarínus Jónsson-Jón Bjarnar 329 Guðrún Gestsdóttir-Lilja Kristjánsd. 300 Leifur Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 295 Pétur Antonsson - Örn Einarsson 288 Gunnar Sigurbj. - Sigurður Gunnlss. 285 A/V: Ármann J. Lárusson - Guðl. Nielsen 384 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 347 Haukur Guðmss. - Hrólfur Gunnarss. 316 Magnús Hjartars. - Narfi Hjartarson 299 Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 292 Jónína Pálsd. - Sveinn Sigurjónsson 292 Og eftir 2 skipti í Guðmundar- mótinu af 5 er staða efstu para: Ármann J. Lárusson - Guðl.Nielsen 698 Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 667 Sigurður Gunnlss. - Gunnar Sigurbjss. 606 Haukur Guðbjartss. - Jón Jóhannsson 599 Haukur Guðmss. - Hrólfur Gunnarss. 591 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 24. nóvember. Spilað var á 14 borð- um. Meðalskor: 312 stig. Skor Valdi- mars og Björns er athyglisvert, lið- lega 68%. Árangur N-S: Valdimar Ásmundss. - Björn Péturss. 426 Haukur Harðars. - Ágúst Helgason 347 Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrss. 338 Örn Ingólfsson - Örn Ísebarn 325 Árangur A-V: Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónsson 378 Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgason 367 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 365 Oddur Jónsson - Óskar Ólafsson 352 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.