Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.11.2011, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 ✝ Svana Sigríð-ur Jónsdóttir fæddist á Kvía- bekk í Ólafsfirði 1. september 1921. Hún lést á dval- arheimilinu Horn- brekku 15. nóv- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru Anna Rögnvaldsdóttir húsfreyja í Ólafs- firði f. 26. sept 1893, d. 26. mars 1987 og Jón Steingrímur Sæmundsson verkamaður og bóndi í Ólafsfirði f. 11. nóv. 1893, d. 27. nóv. 1963. Svana giftist 11. okt. 1947 Einari Ás- grími Þorvaldssyni frá Vatns- enda í Héðinsfirði f. 29. júní 1924, d. 11. maí 1952. Börn þeirra eru: 1) Þorvaldur Héðinn Ein- arsson f. 10. maí. 1947. Kona hans er Matthildur Björg Jóns- dóttir f. 31. ágúst 1950. Dætur þeirra eru Ólína Rakel, Svana Sigríður og Steinunn Dröfn. Fyrir átti Þorvaldur Héðinn dótturina Heiðbjörtu Svönu. 2) Sigurður Gunnar Einarsson f. 18. sept. 1948, d. 16. des. 1957. að vinna á Sjúkrahúsinu og við hin ýmsu störf, þar kynntist hún fyrri manninum sínum Einari frá Héðinsfirði. Vet- urinn 1946-1947 skráði hún sig í Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði ásamt Sveinu systur sinni, sá vetur var lærdóms- ríkur og gott innlegg fyrir líf- ið. Svana bjó eftir það lengst af í Ólafsfirði fyrir utan nokk- ur ár á Siglufirði og Héðins- firði. Í 40 ár átti hún heimili í Sólheimum, Kleifum í Ólafs- firði með seinni manni sínum Sigurfinni Ólafssyni, en síð- ustu ár hennar voru á dval- arheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði. Svana sinnti ýmsum félagsstörfum, var m.a. for- maður Kvenfélags Kvía- bekkjarkirkju um árabil, í Kvenfélaginu Æskunni þar sem hún sinnti hinum ýmsum störfum, sat í sóknarnefnd og söng í kirkjukór Ólafsfjarð- arkirkju í áratugi, í Félagi eldri borgara þar sem hún var í stjórn svo eitthvað sé nefnt. Útför Svönu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, laug- ardaginn 26. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 11. 3) Ásgerður Ein- arsdóttir f. 21. febrúar 1950. Mað- ur hennar er Finn- ur Freymundur Óskarsson f. 12. júní. 1947. Börn þeirra eru Sig- urfinnur Einar, Laufey Haflína, Sigurður Gunnar og Sigurfinnur. Svana giftist 16. mars 1963 Sigurfinni Ólafssyni frá Kleifum í Ólafsfirði. Börn þeirra eru: 1) Snjólaug Ásta f. 27. ágúst 1963, maki Vil- hjálmur Hróarsson f. 30. ágúst 1961. Dætur þeirra eru Hulda og Erla. 2) Einar Ásgrímur Sigurfinnsson f. 15. september 1964, d. 15. september 1964. Svana ólst upp í Ólafsfirði, hún fluttist sem unglingur til Akureyrar þar sem hún byrj- aði að vinna fyrir sér og síðan til Hríseyjar. Lífsbaráttan var hörð á þessum árum en ávallt stóðu gleðistundirnar upp úr og minntist hún þessara ára með væntumþykju og góðum minningum. Leið Svönu lá til Siglufjarðar, þar sem hún fór bryggju. Allir bíltúrar liðu fljótt ef amma var með í för þar sem hún kunni ógrynni af lögum sem sungin voru af miklum móð. Ekki getum við hugsað um ömmu án þess að afi sé henni við hlið. Samband þeirra fannst okkur alla tíð einkennast af virð- ingu og kærleik og alltaf var tekið vel á móti okkur úti á ver- Við minnumst ömmu Svönu með gleði í hjarta. Hún var ávallt með bros á vör, syngjandi eða dansandi við langömmu- börnin sem hún hafði einstakt lag á. Alltaf var gaman að leggja í þá svaðilför að keyra fyrir Múlann og fara á Kleifarnar, leika sér við dýrin og gleyma sér í leik á túninu eða niðri á önd á Kleifunum, afi með bros á vör og hinn allra rólegasti og amma yfir sig ánægð að hafa fólkið sitt í kringum sig. Nú kveðjum við þig með söknuði elsku amma. Hvíl í friði, Ólína Rakel, Svana Sigríður og Steinunn Dröfn. Þegar fólk talar um persónur með hæfileika, á það oftast við hæfileika í ýmsum íþróttum, tónlist eða einhverju óvenjulegu. Við systurnar vorum vanar að fara með mömmu til ömmu og afa á Kleifarnar oft í viku. Við eyddum þar miklum tíma í að gera hina ýmsu hluti. Við mun- um sérstaklega eftir því þegar við vorum að læra að sippa og við vorum úti á palli fyrir utan Sólheima og hún amma sem var komin yfir áttrætt stóð úti á palli og kenndi og sýndi okkur. Við lærðum fljótt að fara í krossasipp og snúsnú. Þetta köllum við hæfileika að vera komin á sinn aldur og geta gert alla þessa hluti. Muna sálma og kvæði í tuga- tali. Við lærðum mörg lög hjá henni eins og Óðinn til Kleif- anna. Við munum líka eftir okkur sitja við eldhúsborðið og borða jarðarberja- og bláberjaskyr með ömmu og afa. Og þegar við vorum með allar dúkkurnar og dótið úti í rusló og hlupum um húsið með rauðu dótakerruna mömmu og tösku af dúkkuföt- um. Þegar hún las fyrir okkur, þegar við sátum hjá henni inni í stofu þegar hún var að prjóna og öll skiptin þegar við sátum og spiluðum veiðimann, ólsen-ólsen eða sungum. Og á morgnana þegar sólin kom upp grillaði amma handa okkur banana- brauð, það besta sem við höfum smakkað. Við hefðum ekki getað hugsað okkur betri ömmu. Okkur langar að enda þetta á þessari vísu sem amma söng oft með okkur: Ó amma, ó amma, æ ansaðu mér. því ég er að gráta og leita að þér. Fórstu út úr bænum, fórstu út á hlað, eða fórstu til Jesú á sælunnar stað? (Höf ók.) Þínar Erla og Hulda. Svana Sigríður Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Ef ég ætti að skrifa allar minningarnar sem rifjast upp mundi ég þurfa allt blaðið. Öll mín sumur, páska og mörg frí dvaldi ég á Kleif- unum. Mikill var kærleik- urinn og þolinmæðin við mig. Þið afi voruð það besta sem ég átti og mun eiga. Trúi að þið séuð vernd- arenglar mínir núna og haf- ið alltaf verið. Ástar- og saknaðar- kveðjur, Heiðbjört Svana. ✝ Guðbjörg Sig-rún Guðmunds- dóttir fæddist í Keflavík 25. febr- úar 1945. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. nóv- ember 2011. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jó- hannesson bakari, f. 4.4. 1912, d. 1.4. 1993, og kona hans Magndís Guðjónsdóttir, f. 16.4. 1917, d. 13.6. 2002. Systur henn- ar eru Lovísa, f. 1942, Hjördís, f. 1947, Guðfinna, f. 1952, og Auð- ur, f. 1955. Eftirlifandi maki Guðbjargar er Jón W. Wheat, f. 17.3. 1954. Foreldrar hans voru Johnnie Russell Wheat, f. 1.5. 1927, d. 17.9. 2010, og kona hans Lorene Lucile Wheat, f. 12.12. 1924, d. 30.8. 2011. Börn Guðbjargar og Jóns eru: 1) Jón Óskar, f. 3.2. 1976, giftur Maríu Krist- insdóttur, börn þeirra eru Jón Ársæll, Eva Lind og Brynjar Ingi. 2) Benjamín, f. 19.4. 1977, maki Elva Dögg Guð- björnsdóttir, börn þeirra eru Þórey Lilja og Katrín Ásta. Guðbjörg átti heima í Keflavík meirihluta ævinnar fyrir utan tvö ár í Bandríkjunum. Að loknum barnaskóla og gagnfræðaprófi var hún einn vetur í Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Sem ung stúlka vann hún á símstöðinni í Keflavík. Þar kynntist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum. Guðbjörg sinnti ýmsum störfum í gegnum tíðina, vann lengst af sem bankastarfs- maður hjá Sparisjóðnum í Njarðvík. Síðasta hluta starfs- ævinnar starfaði hún í fé- lagsstarfi á Hlévangi og Garðv- angi. Útför Guðbjargar fór fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju 22. nóvember 2011. Síðustu dagar hafa verið mér afar þungbærir, svo óraunveru- legir. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért ekki lengur hér á meðal okkar. Hinn illvígi sjúk- dómur sem þú barðist svo hetju- lega við í rúm tvö ár vann. Það er svo mikið tómarúm í hjörtum okk- ar. Ég sakna símtalanna þinna og að heyra rödd þína. Það var ákaf- lega erfitt að sjá þig svona veika. Þú áttir þína góðu daga, þá daga notaðir þú vel og varst dugleg að hitta okkur og Benna fjölskyldu. Þú lifðir fyrir okkur öll og það fór ekki framhjá neinum. Aldrei kvartaðirðu yfir veikindunum og alltaf varstu kletturinn fyrir okk- ur hin sem áttum svo erfitt með að sætta okkur við þá staðreynd að þú værir deyjandi frá okkur. Þú á besta aldri, áttir eftir að gera svo margt. Eins og þú sagðir við mig fyrir skemmstu: „Ég ætlaði að njóta ömmuhlutverksins miklu lengur.“ Ég man þegar Jón Óskar kynnti mig fyrir ykkur Jóni, þú tókst á móti mér með opnum faðmi og bauðst mig velkomna í fjölskylduna, vinskapur okkar byrjaði frá fyrstu mínútu og mér finnst ég svo lánsöm að hafa átt svona góðan og tryggan vinskap við þig. Þú varst ekki allra en ég fann það strax að við áttum góða samleið. Við Jón Óskar nýttum tímann sérstaklega vel eftir að þú greind- ist með krabbameinið og vorum dugleg að koma suður til ykkar um helgar og gista jafnvel nokkr- ar nætur. Bústaðaferðirnar, ferðalögin og samverustundir með fjölskyldunni er það sem við yljum okkur við. Það er gott að geta hugsað til þess að eiga allar þessar góðu minningar og stundir saman. Sagt er að sorgin sé gjald- ið sem við þurfum að greiða fyrir að elska og erum við sannarlega að greiða fyrir það núna. Þú varst yndisleg amma og börnin okkar eru svo lánsöm að hafa átt þann tíma með þér sem þau fengu. Þeim þykir svo vænt um þig og sakna þín svo mikið. Þið Jón Ársæll áttuð alveg einstakt samband og að sjá ykkur tvö sam- an var falleg sjón. Hann bar mikla virðingu fyrir þér og reglum húss- ins eins og þið töluðuð svo oft um. Þú settir þig í spor barns, talaðir eins og barn, lékst eins og barn og varst mikil vinkona hans. Ferð- irnar ykkar í fjöruna þar sem þið skoðuðuð steina, tínduð krabba, skeljar o.fl. eru honum minnis- stæðar, þegar hann fór með þér á Hlévang, kenndi leikfimi, söng fyrir vistmennina og föndraði með þeim og þér. Missir hans er mikill og hann spyr af hverju það séu til sjúkdómar og veikindi, hann er reiður yfir því að þú sért farin frá okkur og skilur ekki af hverju það var ekki hægt að hjálpa þér meira. Eva Lind eða litla hjúkrunarkonan þín eins og þú kallaðir hana síðustu mánuð- ina skilur ekki að þú sért ekki lengur hér og talar enn um að heimsækja þig. Ég vildi óska þess að Brynjar Ingi hefði átt meiri tíma með þér en ég sé til þess að hann fái að vita hvernig amma þú varst. Ég held minningu þinni á lofti um ókomna tíð. Þú varst ekki einungis góð tengdamóðir heldur einnig traust vinkona. Þú kenndir mér að prjóna og það var margt sem ég deildi með þér og svo margt sem þú gast ráðlagt mér. Fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Ég lofaði þér því að hugsa vel um Jón þinn og það mun ég gera. Þín tengdadóttir, María. Klampenborg heitir í Keflavík hús, kom mér sem höll fyrir sjónir. Strax er í heimsókn þar strákurinn fús, en stendur fyrst úti og gónir. Nú þykir Klampenborg varla höll lengur og Keflavík heitir ekki einu sinni Keflavík lengur, en enn í dag er mér í barnsminni fyrsta heimsókn mín þangað til Magnd- ísar móðursystur minnar og Guð- mundar manns hennar. Þau voru þá nýflutt til Keflavíkur með frumburð sinn, prinsessu nr. eitt, og settust að í áðurnefndri höll. Næstu árin fæddust svo tvær prinsessur í viðbót í „höllinni“ og enn bættust við tvær eftir að fjöl- skyldan flutti að Ásabraut 12, sem einnig er í Keflavík. Allar þessar fimm frænkur mínar hafa ætíð verið mér afar kærar og því er það með ólýsanlegum trega sem ég sest nú niður til að minnast einnar þeirrar, Guðbjargar eða Guggu, sem alltof fljótt hefur nú horfið frá okkur, aðeins 66 ára gömul. Hún lést eftir harða rimmu við þann ljóta vágest sem alltof oft og alltof víða lætur til sín taka. Gugga var í þessum glað- væra systrahópi prinsessa nr. tvö og sannarlega ekki síst þeirra í glaðværðinni. Hún var alltaf og alls staðar hrókur alls fagnaðar, og ekki var minnst gaman að heyra þær systur taka lagið sam- an, en það gerðu þær gjarnan, þegar fjölskyldan gerði sér glað- an dag, en samheldni hennar hef- ur ætíð verið einstök. Fjölskyldu enga aðra ég veit, sem eins heldur saman sem vinir. Varla er farin sú ferð upp í sveit, að fylgi ekki með allir hinir. Gugga giftist bandarískum manni John Wheat að nafni, hin- um mesta ágætisdreng, sem síðan hefir auðvitað heitið Jón í fjöl- skyldunni. Þau eignuðust tvo mjög mannvænlega syni, Jón Óskar og Benjamín. Báðir hafa komið sér vel áfram, eignast sínar fjölskyldur og fært foreldrum sín- um afa- og ömmubörn. Mikill harmur er nú kveðinn að Jóni og afkomendum þeirra Guggu við ótímabært andlát hennar. Við hjónin vottum þeim öllum einlæga samúð okkar. Guð blessi minningu Guggu frænku minnar. Sigurður Jónsson. Guðbjörg Sigrún Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Gugga mín. Nú ertu engill á himninum. Ég sakna þín svo mikið. Ég vildi að þú værir hér ennþá. Manstu þegar við fórum saman í vinnuna þína og fjöruna? Það var gaman. Mér fannst gaman að sofa á Bjarnavöllunum hjá þér og afa. Ég skal passa afa fyrir þig og Bjarnavellina og vökva blómin þín og falleg- ustu trén þín á meðan afi slær grasið. Þinn Jón Ársæll. Elsku amma Gugga mín, mér fannst svo gaman að fara með þér og afa í útilegu, það var svo gott að heim- sækja þig. Ég sakna þín og ég elska þig svo mikið. Takk fyrir að vera alltaf svona góð við mig. Ég prjónaði trefil handa þér. Núna ertu engill í skýjunum og horfir á mig þar. Kannski færðu nýja hjúkrunarkonu hjá hinum englunum. Þín Eva Lind. ✝ Ástkær frændi okkar og vinur, GUÐMUNDUR GUÐBRANDSSON, Hóli Hörðudal, lést sunnudaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Snóksdalskirkju í Dala- byggð föstudaginn 2. desember kl. 14.00. Aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, ANNA SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR, Ásastíg 8a, Flúðum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 24. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jón M. Helgason, Anna Elín Hjálmarsdóttir, systkini og barnabörn. ✝ Mín ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG ANNA GUÐNADÓTTIR húsfreyja á Urðum, Svarfaðardal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 23. nóvember. Einar Hallgrímsson og fjölskylda, Urðum. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu Reykjavík miðvikudaginn 23. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Kristrún Harpa Kjartansdóttir, Ingvar Pétursson, Þorbjörg Jónsdóttir, Sigfríður Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Magnea Jónsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, HULDA JÚLÍA PÉTURSDÓTTIR, lést föstudaginn 21. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Pétur Þórhallur Sigurðsson, Ástrós K. Haraldsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Elsa Guðmundsdóttir, Rúnar Birgir Sigurðsson, Guðrún Jónasdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.